Bændablaðið - 23.02.2023, Síða 46
46 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023
Búgreinaþing nautgripabænda í
BÍ (NautBÍ) verður haldið dagana
22.-23. febrúar og munu kjörnir
fulltrúar vítt og breitt af landinu
hittast og álykta um helstu mál
búgreinarinnar. Innsendar
tillögur voru 56 talsins og efni
þeirra nokkuð fjölbreytt.
Nautgripa-
bændum er m.a.
umhugað um
fagleg málefni,
nýliðun og
starfsumhverfi.
Ve i g a m e s t u
málin sem verða
til umræðu
snúa þó að
f járhagslegri
stöðu greinarinnar og útfærslu
ríkisstuðnings. Búgreinin hefur á
undanförnum árum brugðist við
hröðum breytingum á markaði og
stóraukinni eftirspurn á sama tíma
og stuðningur hefur farið þverrandi,
bæði í formi ríkisgreiðslna og
tollverndar. Nautgripabændur
hafa tekist á við gríðarlegar
rekstraráskoranir á síðasta ári með
tilkomu hækkana á aðföngum og
fjármagnskostnaði. Ljóst er að
nautgripabændur þurfa að fá skýr
skilaboð um það hvort halda eigi
áfram að framleiða hér íslenska
mjólk og nautakjöt eða hvort flytja
eigi greinina úr landi og fólk geti þá
farið að snúa sér að öðru.
Þörf fyrir aukinn stuðning í takt
við aukna framleiðslu
Frá aldamótum hafa íslenskir
mjólkurframleiðendur brugðist
við aukinni eftirspurn mjólkur
með auknum framförum í
afköstum og framleitt mjólk upp
í heildargreiðslumark sem er í
dag 149 milljónir lítra en var 100
milljónir lítra árið 2000. Á sama
tíma hefur heildarríkisstuðningur
við nautgriparæktina lækkað um
þrjá milljarða. Stuðningsgreiðslur
á hvern lítra hafa þannig lækkað úr
103 kr./ltr. niður í 49,8 kr./ltr. sé gert
ráð fyrir því að heildarstuðningur
nautgriparæktarinnar deilist allur
á greiðslumark hvers árs. Á sama
tíma hefur nautakjötsframleiðsla
einnig aukist til muna. Í lok árs
2004 voru 3.592 tonn framleidd
af nautgripakjöti en í lok árs
2022 var magnið 4.948 tonn.
Samhliða aukinni eftirspurn hafa
bæst við auknar kröfur um gæði
framleiðslunnar, bættan aðbúnað
og loftslagsaðgerðir. Ljóst er því að
raunverulegur stuðningur á hvern
lítra mjólkur og hvert kíló nautakjöts
er enn lægri en tölurnar hér til hliðar
gefa til kynna. Nautgripabændur
hafa náð umtalsverðri hagræðingu
síðustu ár, búum hefur fækkað en
afköst á hvert bú og hvern grip
stóraukist, samhliða hefur greinin
dregið verulega úr losun kolefnis
og aðbúnaður nautgripa, heilt
yfir, aldrei verið betri. En aukinn
fjármagnskostnaður tekur verulega
í, sérstaklega á þeim búum sem
þar mest uppbygging hefur orðið
og við nálgumst óðar rekstrarleg
sársaukamörk búanna.
Nautakjötsframleiðslan hefur
í langan tíma glímt við rekstrar-
og afkomuvanda og hefur vandi
greinarinnar verið viðurkenndur
af stjórnvöldum síðastliðin tvö
ár með einskiptisaðgerðum í
formi aukafjárstuðnings við
greinina. Út frá upplýsingum úr
rekstrarskýrslum RML borguðu
nautakjötsframleiðendur að
meðaltali 603 krónur með hverju
kílói af framleiddu nautakjöti árið
2019, árið 2020 borguðu þeir að
meðaltali 568 krónur með hverju
kílói og árið 2021 borguðu þeir að
meðaltali 412 krónur með hverju
Nú erum við enn og aftur,
sauðfjárbændur, komin á þennan
stað að þurfa að taka ákvarðanir
um framhald búskapar.
Líkt og
venjulega þá
verða þær
ákvarðanir teknar
án þess að geta
með neinni vissu
fullvissað sig um
hverju megi búast
við í rekstrar-
skilyrðunum.
Rekstrargögnin
sem við höfum til að byggja
ákvörðunina snúa nefnilega að öllu
leyti að rekstrarkostnaðinum, við
höfum ekki enn fengið að sjá hvert
afurðastöðvar í kjötiðnaði ætla
að stefna í frekari leiðréttingum á
afurðaverði á komandi hausti.
Við getum með ágætri samvisku
sagt að við höfum náð góðri viðspyrnu
á síðasta ári þegar verðleiðréttingar
afurðastöðva lágu fyrir, en það er því
miður langur vegur frá því að við
séum búin að ná upp í það verð sem
við þurfum til að geta sagt að afkoma
greinarinnar sé ásættanleg.
Niðurstöður rekstrarverkefnis RML
fyrir árið 2020 sýndu með óyggjandi
hætti að afurðaverð til bænda frá
afurðastöð þyrfti að vera 900-1.000
kr. kílóið að lágmarki haustið 2022.
Það staðfesti skýrsla Byggðastofnunar
svo sem var gefin út í maí á síðasta ári.
Meðalverð síðasta árs með
framkomnum álagsgreiðslum og
uppbótum stendur í 755 kr/kg. Þannig
að það sjá allir sem vilja að betur má
ef duga skal.
Það er fátt sem bendir til annars
en áframhaldandi samdráttar í
framleiðslunni á næstu árum. Árið
2022 var heildarfjöldi sauðfjár um 386
þús. Samkvæmt þeim haustskýrslum
2022, sem hefur verið skilað inn,
er heildarfjöldi sauðfjár nú um
365 þús. Það er fækkun um 5,4%
milli ára. Fullorðnum ám fækkar úr
301.143 niður í 286.918 og ásettum
lambgimbrum fækkar úr 66.051 niður
í 60.340. Að öllu þessu samanlögðu þá
má gera ráð fyrir fækkun sláturlamba,
á komandi hausti, um 18.000 dilka,
sem er samdráttur í framleiðslu upp á
rúm 300 tonn. Útflutningur síðasta árs
var í algjöru lágmarki og ekki nema
lítið hlutfall af því sem var flutt út
voru skrokkhlutar sem að annars væru
vænlegir til sölu á innanlandsmarkaði.
Eins og undanfarin ár bíða
sauðfjárbændur eftir skilaboðum frá
afurðastöðvum í kjötiðnaði. Fram
undan eru ákvarðanir um kaup á
stórum hluta þeirra aðfanga sem
þarf til framleiðslunnar árið 2024.
Nú, sem aldrei fyrr, er mikilvægt að
bændur sjái fram á stöðugleika í sínum
rekstri. Umboðsmenn afurðastöðva
fara nú ríðandi um héruð og leita
uppi öll möguleg lömb til að ná til sín
í framleiðslu haustsins. Væntanlega
nær sá bestum árangri sem ríður
besta hestinum. Það er staðreynd að
lambakjöt er verðlagt einu sinni á ári
meðan aðrar kjöttegundir eru með mun
tíðari verðbreytingar.
Verðhækkanir á rekstrarvörum
hafa að stórum hluta tekið til
sín þær leiðréttingar sem urðu á
afurðaverði síðasta haust. Ef það
er vilji afurðastöðva í kjötiðnaði að
bændur framleiði dilkakjöt þá þarf
að tala með skýrum hætti til bænda.
Framleiðsluvilji bænda er að þrotum
kominn. Það er þó fullur hugur í
mörgum bændum, metnaður í starfinu
og vilji margra til að halda áfram.
Við höfum ekki gefist upp og nú
þurfa afurðastöðvar að segja bændum
að þær séu ekki búnar að gefast upp
á því markmiði að skila ásættanlegu
verði til bænda.
Afurðaverð haustsins þarf að fara
að birtast.
Trausti Hjálmarsson,
formaður deildar sauðfjárbænda
hjá Bændasamtökum Íslands.
Herdís Magna
Gunnarsdóttir.
Trausti
Hjálmarsson.
Nautgripabændur leggja áherslu á
framleiðslutengdan stuðning
AF VETTVANGI BÆNDASAMTAKANNA
Hálfnað verk þá hafið er!
Birgðir af dilkakjöti, mánaðamótin janúar/febrúar 2023 voru í sögulegu lágmarki.
Sala á lambakjöti hefur haldist svo til óbreytt milli ára þrátt fyrir að vísitala neysluverðs sýni 22% hækkun á
lambakjöti í smásölu.