Bændablaðið - 23.02.2023, Side 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023
IFCN (International Farm
Comparison Network) samtökin,
sem eru alþjóðleg samtök sem
vinna að því að bera saman margs
konar upplýsingar um framleiðslu-
kostnað mjólkur í helstu mjólkur-
framleiðslulöndum heimsins, gefa
árlega út skýrslu þar sem borin eru
saman margs konar fróðleg gögn
um heimsframleiðslu mjólkur og
verðlagsmál.
Í nýjustu skýrslu IFCN er
heildaryfirlit yfir árið 2021 og þar
kemur að vanda ýmislegt fróð-
legt fram, m.a. að þrátt fyrir einhverjar
neyslubreytingar hjá efnuðustu
íbúum heimsins þá reiða hinir sig
í auknum mæli á mjólkurafurðir.
Hin árlega skýrsla IFCN tekur
á mörgum mismunandi þáttum
mjólkurframleiðslu samanburðar-
landanna og verður hér greint frá
nokkrum áhugaverðum niðurstöðum
skýrslunnar.
Hækkandi afurðastöðvaverð
Vegið meðalafurðastöðvaverðið árið
2021 var 45,1 Bandaríkjadalur fyrir
hver 100 kg af innlagðri mjólk, sem
var hækkun um 8,6 dollara á einungis
einu ári. Þessi hækkun hélst svo
áfram árið 2022. Fram kemur að
mikill munur er bæði á milli landa
og heimsálfa þegar horft er til þess
verðs sem bændur fá fyrir mjólkina
sína. Meðal Evrópulanda skipta
Ísland og Sviss með sér efsta sætinu,
með 69% hærra afurðastöðvaverð að
jafnaði en meðalverð hinna landanna
og Malta var með þriðja hæsta verðið
(+68%). Norsku kúabændurnir, sem
við lítum oft til varðandi málefni
landbúnaðar, fengu ekki nema 38%
hærra verð að jafnaði.
Mið-Austurlönd borga
hæsta verðið
Að jafnaði eru löndin í Mið-
Austurlöndum að greiða hæsta
afurða stöðvaverðið enda fram-
leiðslukostnaður mjólkur hár þar
m.a. vegna kostnaðar við kælingar á
gripum. Þannig var t.d. meðalverðið
í Jemen 287% hærra en meðalverðið
í heiminum, bændur í Íran fengu
250% hærra verð og bændur í Katar
fengu 222% hærra verð.
Af löndum í Afríku fengu
bændurnir í Gambíu hæsta verðið
(+137%) og í Asíu voru bændur
Suður-Kóreu að fá hæsta verðið
(+119%) og japönsku kollegar þeirra
ekki langt undan með +94%.
Oft lágt verð í Afríku
Sé litið á hinn enda skalans má sjá
að mörg lönd í Afríku skipa sér þar
á meðal þó svo að Gambía sé hinum
megin á þeim skala með +137% og
Af þintegundum þekkja flest
okkar líklega helst nordmannsþin
sem kenndur er við finnska
grasafræðinginn Alexander
von Nordmann – en alls engan
Norðmann.
Sú tegund er upprunnin í
fjöllunum sunnan og austan við
Svartahaf. Hún getur vaxið við
allra bestu aðstæður á Íslandi en
ekki er raunhæft að rækta hana
hér til jólatrjáaframleiðslu miðað
við núverandi loftslag. Öðru máli
gegnir um hinn norður-ameríska
fjallaþin. Með kynbættum
afbrigðum fjallaþins sem ræktuð
hafa verið fram hérlendis gæti hillt
undir að íslenskur fjallaþinur velgi
nordmannsþin ærlega undir uggum
á jólatrjáamarkaðnum í framtíðinni.
Fjallaþinur er miðlungsstórt
tré og hefur náð 20 metra hæð
hérlendis. Við góð skilyrði verður
hann að beinvöxnu, einstofna
tré með fallega keilulaga krónu.
Þintegundir hafa mjúkt barr og
nálarnar sitja ekki í nálasætum
eins og á greni. Því er börkur ungra
þintrjáa einkennandi sléttur. Á eldri
trjám eru oft bólur fylltar trjákvoðu
undir berkinum – náttúruleg
uppspretta handboltaklísturs. Þintré
ilma gjarnan vel og það á ekki síst
við um fjallaþin sem þekkist á
lyktinni af töluverðu færi.
Vöxtur fjallaþins er hægur í
fyrstu en verður með tímanum
meðalhraður. Helst hentar að rækta
tegundina í innsveitum á Íslandi
og tegundin gerir miklar kröfur
um skjól í æsku. Ungur þinur hefur
það sem kallað er æskubarr, sem er
aðlögun að því að vaxa í skugga.
Það er viðkvæmt fyrir álagi og því
líður litlum fjallaþintrjám best undir
skermi eldri trjáa í uppvextinum
þar sem er skjól og engar öfgar
í sólfari, vindi og úrkomu. Svo
herðist hann með aldrinum. Þinur
þarf frjósaman jarðveg sem einmitt
er gjarnan að finna í eldri skógi þar
sem örveru- og sveppalíf er komið í
góðan gang og heilbrigð umsetning
næringarefna.
Styrkleiki fjallaþins í ræktun
er einmitt skuggþol hans sem
auðveldar æskuárin í skóginum
en fjallaþinur er líka sæmilega
frostþolinn. Til kosta hans telst
auðvitað líka formfagur vöxturinn
sem gerir hann að hentugu jólatré
en líka að mikilli prýði í skógum
og görðum.
Helsti veikleikinn er skæður
sveppsjúkdómur sem kallast
þináta og getur drepið trén. Annar
veikleiki er að toppar brotna af
fjallaþin í hvassviðri. Eins og fyrr
er lýst vill fjallaþinur vaxa upp
í skógi og hentar því ekki sem
frumherjategund. Hann er ekki
mikið ræktaður til timburnytja
vegna þess að hann vex hátt til fjalla
í heimkynnum sínum og hér á landi
hefur okkur ekki tekist að ná fram
nógu góðri lífun vegna óþols hans á
berangri í æsku og þinátu. Náfrændi
hans, balsamþinur (af sumum er
fjallaþinur talinn undirtegund
balsamþins), er þó mikilvægt
timburtré í Kanada og gefur bæði
mjög gott hráefni til pappírsgerðar
og vel nothæfan smíðavið.
Til jólatrjáaræktunar hafa
talsverðar vonir verið bundnar
við fjallaþin, ekki síst til að draga
úr þörfinni fyrir innflutning á
nordmannsþin sem ræktaður
er á ökrum með talsverðu
umhverfisálagi. Unnið hefur verið að
kvæmavali og kynbótum á fjallaþin
undir stjórn Brynjars Skúlasonar
skógerfðafræðings, í þeim tilgangi
að finna erfðafræðilegan efnivið
sem gefur örugg og góð jólatré í
ræktun hérlendis. Nú eru að vaxa
upp frægarðar tveggja kynbættra
afbrigða sem vonast er til að muni
gefa fræ til jólatrjáaframleiðslu,
vonandi áður en áratugurinn er
liðinn. Annað afbrigðið hefur
grænan lit en hitt blágrænan og
eru móðurtrén í frægörðunum
ágræddir klónar bestu trjánna úr
kvæmatilraunum hérlendis.
Fjallaþinur hefur geysistórt
útbreiðslusvæði í Norður-Ameríku,
allt frá Alaska og Júkon í norðri
(64 °N) til fjallasvæða í Arisóna
og Nýju-Mexíkó í suðri (32 °N).
Áhugavert er að suðlægustu
kvæmin hafa verið meðal þeirra
sem best hafa reynst hérlendis en
þess verður að geta að þau eru úr
um 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli.
Þetta er dæmi um trjátegund sem
þarf að hörfa lengra til fjalla með
hlýnandi loftslagi en sá flótti
tekur auðvitað enda þegar hæstu
toppum er náð. Trjátegundum á
flótta til fjalla gæti þurft að bjarga
í framtíðinni með því að finna þeim
ný búsvæði, til dæmis á Íslandi. Í 36.
tölublaði Frækornsins, fræðslurits
Skógræktarfélags Íslands, er nánar
fjallað um fjallaþin og kynbótastarf
á tegundinni hérlendis. Það má
finna á vef félagsins, skog.is.
Kostir fjallaþins sem jólatrés er
ekki síst liturinn, hvort heldur sem
er sá græni eða sá bláleiti. Þyngst
vegur þó líklega barrheldnin sem
er engu síðri en á nordmannsþin,
sérstaklega hjá græna afbrigðinu.
Ilmurinn hefur áður verið nefndur
en einnig er vert að minnast á að
góður fjallaþinur hefur heldur
mjóslegna krónu sem gerir
tegundina heppilega heima í stofu
á jólunum. Bestu kvæmin hafa
uppsveigðar greinar sem gera
jólatrén þéttari og fallegri en kvæmi
með beinar, láréttar greinar.
Pétur Halldórsson.
Fjallaþinur (Abies lasiocarpa)
Formfagur fjallaþinur með birki og ösp í Hallormsstaðaskógi.
Myndir / Pétur Halldórsson.
Snorri Sigurðsson
snorri.sigurdsson@outlook.com
Á FAGLEGUM NÓTUM
Yfirlit IFCN yfir afurðastöðvaverð OLM (í Bandaríkjadollurum) í heiminum 2021. Gögn IFCN byggja á opinberum
skráningum, könnunum og í sumum tilfellum á áætlunum. Heimild: IFCN Dairy Report 2022, s. 55.
Heimsframleiðsla mjólkur
eykst jafnt og þétt
Þrátt fyrir einhverjar neyslubreytingar hjá efnuðustu íbúum heimsins þá reiða hinir sig í auknum mæli á mjólkurafurðir.
Mynd / Mehrshad Rajabi - Unsplash
Kvenreklar á fjallaþini.
SKÓGRÆKT