Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 54

Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 54
54 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Sex ára starfsemi upprunamerkis sem sauðfjárbændur hafa af framsýni og skilningi fyrir kröfum nútímans byggt upp skilur eftir góða reynslu og þekkingu. Árangur á fe rðamanna- markaði sl. sex árin hefur verið framar vonum, og miðlun til íslenskra neyt- enda síðustu tvö árin verið kærkomin. S a m s t a r f við Kjarnafæði Norðlenska lofar góðu og notkun merkisins eykst. En þessi pistill fjallar ekki meira um merkið íslenskt lambakjöt, nema sem hluta stærri sögu. Því hunsun af hálfu örfárra stjórnenda afurðastöðva í eigu sömu bænda og standa að baki upprunamerkinu hefur haft hamlandi áhrif. Ekki bara framgangi þess, heldur miklu víðar. Neikvæðni og fýlustjórnun hafa ráðið för, sem speglast líka í viðhorfi til nýrri verkefna bænda í upprunamerkingum. Stjórnendur þessir eru vanir að segja vinnuveitendum sínum, eigendum afurðastöðva, til um hvað má hugsa og segja, vinnufriður er bestur þegar eigendur þegja. Á bannlistanum eru sannreyndar upprunamerkingar. Sem geta stórbætt samningsstöðu bænda og afurðastöðva. Talað til óska neytenda og aukið eftirspurn og virði íslenskra afurða. Vilji íslenskra neytenda • 72% eru óánægð með að erlendar kjötvörur séu seldar undir íslenskum vörumerkjum. • 63% óska þess að innlendar matvörur verði upprunamerktar. • 20% telja sig hafa verið blekkt til kaupa á erlendum matvörum í íslenskri verslun vegna óskýrra eða villandi merkinga t.d. undir íslenskum vörumerkjum. • 80% telja upprunamerkingar á öllum kjötvörum skipta miklu. • 53% segjast frekar velja lambakjöt með merkingu sem staðfesti íslenskan uppruna. • 36% segjast vera tilbúin að borga meira fyrir lambakjöt með merkingu sem staðfesti íslenskan uppruna. • 80% segjast frekar velja kjötvöru merkta vernduðu evrópsku afurðaheiti. Gallup 2020-2021 fyrir íslenskt lambakjöt Ef við seljum ekki innflutt, þá gerir það bara einhver annar Algengasta afsökun stjórnenda afurðastöðva er þessi, af henni leggur fullkomið sinnuleysi gagnvart afdrifum vinnuveitenda þeirra, bænda. Líka metnaðarleysi og sérhlífni þess sem veit að innflutningur og sala er mun einfaldari starfsemi en rekstur afurðastöðva. Ég spyr á móti, hver á að vinna þína vinnu þegar þú hefur ákveðið að sinna ekki þeim skyldum sem þú varst ráðinn til? - Að setja afkomu vinnuveitenda þinna, eigenda afurðastöðvar, í forgang. - Að koma vörum eigenda í sem best verð, tryggja markaðshlutdeild og framlegð sem tryggi rekstur þeirra ekki síður en afurðastöðva. - Að tala upp og gildishlaða afurðir frá íslenskum bændum og matvælaframleiðslu. - Að tala upp aukin gæði í búskap, og úrvinnslu íslenskra afurða. - Að sinna vöruþróun og auka gæði í fyrirtækjunum, lesa í markaðsaðstæður og greina tækifæri í stefnum og straumum. - Að miðla öllum þeim upplýsingum sem neytendur óska með auðskiljanlegum og sannarlegum hætti. - Að nota þriðja aðila upprunamerki og gæðavottanir sem bæta samningsstöðu bænda og afurðastöðva eftir sannreyndum fordæmum. - Að skilja lögmál verðteygni, neytendur velja ekki bara út frá niðurstöðu í töflureikni. Markaðurinn ræður? Samkvæmt stjórnendum afurða- stöðva ráða þeir langt í frá hvað þeir selja, ef markaðurinn vill innflutt nautakjöt, verðfellum við það íslenska og búum til pláss fyrir innflutta samkeppni. Og plássið hefur svo sannarlega myndast, verðlausir kálfar verið aflífaðir nýfæddir sl. árin, takk fyrir! Afurðastöðvar í eigu bænda flytja svo inn og selja innflutt naut sem er helvíti fínn „bissness“ í Excel-skjalinu, enda vantar einmitt nú kjöt á markað! Kálfana sem bændur „nenntu“ ekki að ala þarna í hitteðfyrra eftir síðasta verðhrun. Ef tollfrjáls kjúklingur býðst flytja afurðastöðvar hann inn og selja án upprunamerkinga, blekkjum bara neytendur og hunsum ruðningsáhrif á verðmyndun allra kjöttegunda. Svo er innflutta kjötið líka bara svo mikil gæðavara segja starfsmenn bænda. Við getum ekki keppt við þetta, markaðurinn stýrir för! Stjórnendur afurðastöðva vilja ekki heldur valkvæðar upprunamerkingar, sem geta bætt rekstrargrundvöll íslenskra bænda á þeim forsendum að merkingum fylgi kostnaður. Á hreinni íslensku Eru þetta hrútskýringar og gaslýsing, neytendur vilja íslenskar matvörur Fyrir hvern ert þú eiginlega að vinna? Hafliði Halldórsson. LESENDARÝNI Úkraínskur kjúklingur, án upprunamerkinga, seldur undir íslensku vörumerki í eigu bænda. Með „spægipylsu- aðferðinni“ eru bændur sneiddir niður, bú fyrir bú, fjölskyldu fyrir fjölskyldu.“ Leikskólinn Tjarnarsel er elsti leikskólinn í Reykjanesbæ en hann tók til starfa 1967. Í gegnum tíðina hefur skólinn þróast í þá átt að leggja ríka áherslu á ræktun og eflingu umhverfisvitundar. Tjarnarsel hefur fengið Grænfánann sex sinum frá árunum 2007 til 2021. Áhersluþættir leikskólans eru mál og læsi, vettvangsferðir, umhverfismennt og útinám. Það var mikil ánægja vorið 2022 þegar við í Tjarnarseli fengum úthlutað styrk úr Nýsköpunar- og þróunarsjóði fræðslusviðs Reykjanesbæjar sem var nýttur til kaupa á svokölluðu Bambagróðurhúsi. Slík hús eru gerð úr endurunnu hráefni og hafa verið sett upp í nokkrum skólum á landinu. Hægt er að fá þau sérstaklega hönnuð fyrir leikskólabörn. Allir innviðir í húsinu miðast við hæð barnanna og auðvelda þeim þannig að taka þátt í ræktuninni. Gróðurhúsið hentar vel í útikennslu fyrir allan aldur og hægt er að fá þau í nokkrum stærðum og með skipulagi sem hentar ólíkum aldri barna. Bambahúsið okkar var sett niður í fallegum garði leikskólans og tilgangur þess að verða enn sjálfbærari með ræktun grænmetis, kryddjurta, blóma og annarra plantna frá fræi. Hvað er skemmtilegra en að sjá fræ sett niður í mold og fylgjast með hvernig það breytist smátt og smátt í fallega plöntu? Það eru eins konar töfrar fyrir börn að fá tækifæri til að skoða, meðhöndla og setja fræ niður í mold og sjá þegar grænir angar koma upp eftir nokkra daga. Skemmtilegt er að vera með mismunandi fræ þannig að börnin sjái að plönturnar sem allar virðast vera eins til að byrja með breytast þegar þær stækka. Það er ómetanlegt að fylgjast með því hvað börnin verða glöð þegar þau öðlast þekkingu á því hvað þarf til þess að plönturnar stækki og dafni og verði að blómum eða grænmeti. Við þessa vinnu læra þau ekki bara að sá fræjum heldur einnig fjölmörg orð sem auðga tungumálið og auka þekkingu þeirra á uppruna plantna og grænmetis. Síðast en ekki síst læra þau og fræðast um ný handtök sem tengjast ræktun og munu nýtast þeim um ókomin ár. Er það ekki það sem við eigum að kenna börnunum, að geta orðið meira sjálfbær í framtíðinni? Að skapa þannig umhverfi að þau fái tækifæri til að prófa sig áfram og öðlast þannig þekkingu á ræktun og vexti plantna. Markmiðið er að börnin verði óhrædd við það óvænta og að sumt gangi upp og annað ekki. Við það að gera tilraunir eflist með börnunum dýpri þekking sem þau geta tekið með sér inn í framtíðina. Í Tjarnarseli er mikil þekking fyrirliggjandi hjá kennarahópnum á ræktun og umhirðu gróðurs í garðinum. Þannig smita kennarar börnin af áhuga á ræktun og fegrun á umhverfi sínu, í leikskólanum og fyrir utan hann. Að vera með forræktun í gluggum leikskólans þar sem birtuskilyrði henta og vera með gróðurljós, frá ársbyrjun fram á vor, er árlegt viðfangsefni á öllum aldursstigum. Þá er kominn tími til að setja plönturnar í gróðurhúsið og sjá þær stækka og dafna þar. Með því eru kennarar að fræða börnin um gróður og vöxt plantna allt árið um kring. Þannig kennum við börnunum um sjálfbærni með því að sá fræjum að vetri sem verða að plöntum um vor og blómstra svo um sumarið. Um haustið safna börn og kennarar fræjum sem nýtt eru næsta ár, þannig verður til hringrás. Í þessu ferli fer fram uppgötvunarnám þar sem börnin sjá að lítið fræ getur orðið að plöntu, hvort heldur er til matargerðar eða til að efla fegurðarskynið. Með þessu trúum við því að hvert lítið skref sem ein manneskja tekur í slíku ferli geti haft áhrif til góðs fyrir lífið á jörðinni í komandi framtíð. Við hvetjum áhugasama kennara um ræktun og sjálfbærni til að taka fyrstu skrefin í gróðurstarfi. Námsferlið í kringum ræktunina hjá börnum er óþrjótandi uppspretta gefandi og góðra samverustunda þar sem börn og blóm fá að vaxa og dafna í höndum áhugasamra kennara. Fanney M. Jósepsdóttir, verkefnastjóri og Þórey Óladóttir, leikskólakennari. Gróðurhús í grænum skólum „Það er ómetanlegt að fylgjast með því hvað börnin verða glöð þegar þau öðlast þekkingu á því hvað þarf til þess að plönturnar stækki og dafni og verði að blómum eða grænmeti.“ Fanney M. Jósepsdóttir. Þórey Óladóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.