Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 58

Bændablaðið - 23.02.2023, Qupperneq 58
58 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 LESENDARÝNI Á sama tíma er staðan sú að samkvæmt bókhaldi Orku- stofnunar um uppruna raforku voru aðeins 13% þeirrar orku sem framleidd var á Íslandi 2021 talin endurnýjanleg. Stærstur hluti íslensku orkunnar byggir á jarðefnaeldsneyti (63%) og losar 8,4 milljónir tonna koltvísýrings. Og ekki má gleyma að 24% íslensku orkunnar byggja á kjarnorku skv. þessu sama bókhaldi. Ástæðan er auðvitað sú að Landsvirkjun, og fleiri orku- framleiðendur, hefur selt fyrir- tækjum úti í heimi, sem nota jarðefnaeldsneyti eða kjarnorku við sína framleiðslu, upprunaábyrgðir íslensku orkunnar. Þannig geta þessi fyrirtæki úti í heimi hrósað sér af því að nota umhverfisvæna orku, þó þau geri það ekki í raun. Orðspor erlendu fyrirtækjanna batnar til muna – en geta fyrirtæki sem nota raforku hérlendis haldið sínu góða orðspori á sama tíma? Varla. Upprunaábyrgðir – fundið fé? Tinna Traustadóttir og Valur Ægisson, starfsmenn Landsvirkjunar, skrifa í Bændablaðið 12. janúar sl. að óttinn við upprunaábyrgðir sé ástæðulaus. Svo er að skilja af skrifum þeirra að sala á upprunaábyrgð sé fundið fé fyrir Landsvirkjun, fyrirtæki allra landsmanna, sem þau starfa fyrir. Upprunavottun er bara saklaust bókhald. Í raun sé ekkert breytt nema það eitt að tekjur Landsvirkjunar vaxa og það sé skylda fyrirtækisins að nýta sér þennan möguleika til tekjuöflunar. Það er alkunna að í bókhaldi er kúnstin að færa „debit“ og „kredit“ rétt – bókhaldið þarf að vera rétt fært og trúverðugt. Rétt fært bókhald á að tryggja að enginn skreyti sig með stolnum fjöðrum – og koma í veg fyrir svindl og ósannindi, og „grænþvott“. Glatað mannorð íslensku raforkunnar Þessi grein fjallar ekki um það hvort evrópskt upprunaábyrgðakerfi sé gott eða slæmt. Ísland valdi fyrir löngu að vera hluti af þessu kerfi og nýtur af því fjárhagslegs ávinnings. En hvað hafa Íslendingar látið af hendi fyrir þennan fjárhagslega ávinning? Íslendingar hafa selt það orðspor að íslenska orkan sé 100% endurnýjanleg orka. Norðurál skreytir sig með stolnum fjöðrum Norðurál notar um 25% allrar raforku sem framleidd er á Íslandi. Ef að líkum lætur er því um 2/3 af þeirri raforku sem Norðurál notaði árið 2021 jarðefnaeldsneyti að uppruna og fjórðungur raforkunotkunar fyrirtækisins kjarnorka, samkvæmt þar að lútandi reglum og bókhaldi. Losun fyrirtækisins vegna raforkunotkunar er því óbeint um 2,1 milljón tonna koltvísýrings. Reglurnar banna blekkingar Í reglugerð nr. 767/2012, sem upprunaábyrgðakerfið byggir á, eru ákvæði til að koma í veg fyrir tvítalningu endurnýjanlegs uppruna orku. Orkunotendum er skylt að byggja á þeim reglum þegar þeir gefa viðskiptavinum upplýsingar um eigin orkunotkun. Ef orkunotendur hyggjast lýsa því yfir að þeir noti endurnýjanlega orku við framleiðslu sína eða starfsemi, þurfa þeir að afla sér upprunavottaðrar orku frá sínum orkusala eða kaupa sjálfir upprunaábyrgðir á Evrópska efnahagssvæðinu. Samkvæmt gildandi reglum er fyrirtækjum í sjávarútvegi, matvælaframleiðslu, stóriðju og ferðaþjónustu, ekki heimilt að lýsa því yfir að raforkunotkun þeirra byggist að öllu leyti á endurnýjanlegum orkugjöfum, nema þeir geti flaggað uppruna- vottun sem staðfestir það. Norðurál hefur ekki upplýst neitt í þá veru eftir því að best verður séð. Líklega haga fleiri stórfyrirtæki sér með sama óheiðarlega hætti og Norðurál. Stjórnvöld sáu fyrir hættuna á misnotkun Að nýta tvisvar endurnýjanlegan uppruna íslensku raforkunnar fer í bága við skuldbindingar EES-samningsins og stríðir gegn markmiði íslenskrar löggjafar og löggjafar Evrópusambandsins um upprunaábyrgðir. Í skýrslu frá 2016 „Upp- runaábyrgðir í íslensku samhengi“ segir m.a. að vegna einangrunar íslenska flutningskerfisins og almennrar vitneskju um endur- nýjanlegan uppruna íslenskrar orku, væri hætt við að uppruninn yrði í reynd nýttur í viðskiptalegu tilliti bæði hér á landi (af orkunotendum sem hafa þó ekki keypt upprunaábyrgðir) og erlendis af kaupendum íslenskra upprunaábyrgða á Evrópska efnahagssvæðinu. Það er mikilvægt fyrir ímynd Íslands og trúverðugleika, já jafnvel sjálfsmynd landsmanna, að uppruni endurnýjanlegrar orku sé ekki tvínýttur. Landsvirkjun komi skikki á viðskiptavini sína Það er löngu tímabært að Landsvirkjun krefjist þess að Norðurál – það fyrirtæki sem nýtir 25% af raforku landsins – segi satt til um uppruna þeirrar orku sem það nýtir í starfseminni. Það er líka kominn tími til að viðurkenna að það fylgir því kostnaður að græða á upprunaábyrgðum fyrir raforku. Þær eru ekki bara fundið fé eins og Landsvirkjun fullyrðir. Heiðarleiki, orðspor og raunverulegur árangur í loftslags- málum er í húfi. Tryggvi Felixson, formaður Landverndar. Sannleikurinn er sagna bestur – Af upprunaábyrgðum raforku og heiðarleika Í samfélagsskýrslu Norðuráls fyrir árið 2021 segir: „Norðurál notar 100% endurnýjanlega raforku við alla framleiðslu.“ Fyrirtækið fullyrðir einnig í sömu skýrslu að það framleiði ál með einu lægsta kolefnisspori í heimi og sé stolt af sínum þætti í nýtingu einnar mikilvægustu auðlindar Íslands, sem er hrein og umhverfisvæn orka úr fallvötnum og jarðvarma. En er þetta sannleikanum samkvæmt? Tryggvi Felixson Höfundur hefur tryggt sér upprunavottaða raforku fyrir heimili sitt eins og sjá má á meðfylgjandi staðfestingarskjali frá Orku náttúrunnar. Á liðnum árum hefur mikið verið rætt um kolefnisspor ekki síst um kolefnisspor jórturdýra og framleiðslu á rauðu kjöti. Á Íslandi hefur þessi umræða líka snúist um ástand beitilands, uppblástur og gróðureyðingu. Þar hefur sauðkindin gjarnan verið talin áhrifvaldur, að ósekju. Fyrir 60 árum var rætt um ofbeit og uppblástur og sauðkindinni kennt um. Mér fannst umræðan ósanngjörn. Ég spurði mig: Hvernig geta sauðfjárbændur brugðist við þessum ásökunum? Svar mitt var þetta: Aukum afurðir eftir hverja kind með aukinni frjósemi og þyngri lömbum. Aukum ræktun, stækkum túnin, aukum fóðuröflun, bætum fóðrun og beitiland. Með þessa stefnu að vopni hafa íslenskir sauðfjárbændur gjörbreytt íslenskri sauðfjárrækt og á sama tíma hefur hún leitt til lækkunar á kolefnisspori íslenska dilkakjötsins! Þegar vel er að gáð hefur þetta gerst á síðustu áratugum: 1. Fyrir 90 árum var 99% af fóðri sauðfjár af úthaga, sjá tilvitnun (1). 2. Fyrir 45 árum voru rúm 60% af fóðri sauðfjár tekið af ræktuðu landi! 3. Frá 1990 til 2017 jókst framleiðni sauðfjárræktarinnar um rúm 30%, og þar með lækkaði kolefnisspor kindakjöts um tæp 30%, meðal annars vegna aukinnar framleiðslu, afurða, eftir hverja kind. Meiri frjósemi og þyngri lömb. Þessi þróun hefur átt sér stað vegna markvissrar stefnu sauðfjárbænda. Þetta þýðir með öðrum orðum að sauðfjárbændur hafa minnkað beitarálag á úthaga úr 99% af heildarfóðurþörf sauðfjárstofnsins, niður í 25- 30% hin síðari ár. Það breytti ekki neinu þó fjöldi sauðfjár væri 700 þúsund í stað 400 þúsund, eins og nú er komið. Sennilega kemur aðeins 20–25% af fóðri (meðtalin beit) sauðfjár af óábornum úthaga í dag. Gegndarlausar ásakanir Ég hef starfað við og í landbúnaði alla mína ævi. Allan þennan tíma hafa sauðfjárbændur verið milli tannanna á fólki. Fyrstu árin, var það bara uppblástur og gróðureyðing, sem var sauðfjábændum að kenna. Kjötið var talið hollt og gott. Jú ,jú, alveg ágætt, eins og allir vita. Svo kom umræðan um hlýnun jarðar og þá vantaði sökudólga. Rauða kjötið varð fyrir valinu, lá vel við höggi enda gusast metan út um afturendann. Áhrif metans eru hins vegar ofmetin, það hverfur á 10–20 árum, eins og oft hefur verið bent á. Stefna sauðfjárbænda undanfarna áratugi Ég hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands, sem ráðunautur í sauðfjárkynbótum 1966. Eitt fyrsta verk mitt var að koma skýrsluhaldi í sauðfjárrækt á tölvutækt form svo nota mætti nýjustu tækn í þágu kynbótanna. Aðaláherslan í sauðfjárræktinni var að auka afurðir eftir hverja kind, með aukinni frjósemi og fallþunga lamba. Eitt af því sem gerði þessa breytingar á sauðfjárrækt mögulega var aukin ræktun. Ræktun mýra, sanda og mela hefur aukið möguleika bænda til fóðuröflunar. Það hefur gert þeim mögulegt að flytja framleiðslu dilkakjöts af úthaga inn á ræktað land, eða áborinn úthaga. Hugsanlega höfum við gengið of langt í því efni þar sem áburðarverð hefur hækkað gegndarlaust, eins og raun ber vitni. Víða er úthagi vannýttur, sinuflákar sem fénaður lítur ekki við. Undanfarin ár hef ég skrifað 3 greinar um kolefnisspor íslensks kindakjöts. Tvær greinar 2020, ásamt Eyjólfi Kristni (2 og 3) og eina grein 2022 um sama efni (4): Um kolefnisspor dilkakjöts á Íslandi. Niðurstaða rannsókna og útreikninga minna er þessi: • Íslenskt dilkakjöt er kolefnisfrítt, ef bóndinn á um 0,5 ha af grónu landi til að vinna upp kolefnissporið úr 15 kg CO2 niður í 0, samanber grein mína í Bændablaðinu 22. 9. 2022.(4) • Íslensk sauðfjárrækt, sem heild, er kolefnisjákvæð um þúsundir tonna af CO2, ef tekið er tillit til áhrifa beitar sauðfjár á uppskeru. Eins og allir vita hefur beit þau áhrif að uppskera eykst, samanber beitartilraunirnar, sem stýrt var af FAO, og gerðar voru hér á landi á 8. og 9. áratug síðustu aldar. Þessar tilraunir voru á vegum Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Búnaðarfélags Íslands, Landgræðslu ríkisins og Bændaskólans á Hvanneyri. Auk þess lögðu Búnaðarsambönd og ráðunautar þeirra fram ómælda vinnu. • Golfsamband Íslands nýtir sér niðurstöður beitartilraunanna og eykur fjölda slátta til að auka vöxt á golfvöllum og auka um leið kolefnisbindingu golfvalla. Verkefnið heitir Carbon par. • Íslenskir sauðfjárbændur ættu að geta haft tekjur af sölu CO2 vegna aukinnar bindingar, sem afleiðingu beitar sauðfjár, þegar markaður með kolefnisbindingu lítur dagsins ljós. Meira um það seinna. Þrátt fyrir að ég telji að sýnt hafi verið fram á að íslenskt dilkakjöt sé kolefnisfrítt, eru einstaklingar og opinberir aðilar enn að nota tölur um kolefnisspor kindakjöts upp á 24 kg CO2/á kg kjöts og janvel hærra. Það er óforskammað og rakalaus ósannindi. Sveinn Hallgrímsson, fyrrv. ráðunautur í sauðfjárrækt. Heimildir: 1. Sveinn Hallgrímsson, (Ólafur G. Vagnsson 1976 & Pétur H.Hjálmsson): Sauðfjárrækt og gróðurvernd. Ráðunautafundur 1976: Fjölritað efni, bls. 12. 2. Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur K. Örnólfsson 2020. Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor hennar. Bændablaðið 26: (16) 43. 3. Sveinn Hallgrímsson og Eyjólfur K. Örnólfsson 2020: Íslensk sauðfjárrækt og kolefnisspor. Hvaða einingar á að nota við mat á kolefnisspori? Bændablaðið 10. 9. 2020, bls. 41. 4. Sveinn Hallgrímsson 2022: Um kolefnisspor dilkakjöts á Íslandi. Bændablaðið 22.9. 2022, bls. 38. Íslenska dilkakjötið er kolefnisfrítt Sveinn Hallgrímsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.