Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 61

Bændablaðið - 23.02.2023, Blaðsíða 61
61Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 Vinsamlega hafið samband við Björgvin Guðjónsson, búfræðing og löggiltan fasteignasala í síma 510-3500 og 615-1020 eða á netfangið bjorgvin@eignatorg.is Skipholt 50b, 105 Reykjavík Vegna aukinnar eftirspurnar óskum við eftir bújörðum á söluskrá Varahlu�r í Bobcat MARKAÐSSJÓÐUR SAUÐFJÁRAFURÐA Íslenskt lambakjöt auglýsir eftir umsóknum í sjóðinn fyrir 2023. Styrkhæf eru verkefni sem talin eru styrkja verðmætasköpun í matvöruhluta íslenskra sauðfjárafurða. Falli undir að teljast nýsköpun, vöruþróun, kynningar- eða markaðsstarf. Umsóknarfrestur er til og með 14.mars 2023. Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins fást hjá framkvæmdastjóra í netfanginu haflidi@icelandiclamb.is Munur er á flutningskerfi raforku og dreifikerfi, og við bætist sölukerfi. Hvað er íblöndun? Flutningsfyrirtæki Stórt flutningsnet tengir raforkuver landsins við notendur. Virkjanir eru samtengdar þannig að rafstraumur fer um leiðarana á háspennu- möstrum og tvöföldum tréstaurastæðum í gagnstæðar áttir eftir þörfum. Eitt opinbert fyrirtæki, Landsnet, rekur mannvirki netsins, s.s. spennistöðvar, loftlínur og jarðstrengi og flytur raforku frá vinnslustað, á spennusviði frá 66kV til 220kV, til sölu á almennum heildsölumarkaði eða beint til stórnotenda (orkufrekrar starfsemi). Stýrikerfi Raforkuframleiðslukerfi með mörgum tengdum virkjunum sem ýmist nota vatnsafl, jarðvarma eða vind til starfseminnar þarfnast flókinnar stýringar (reglunar) og eftirlits, mínútu fyrir mínútu. Stafrænt, miðlægt hátæknikerfi hjá Landsneti samræmir virkni orku- vinnslustöðvanna og flutnings- kerfisins. Komi upp vandi í framleiðslunni, línur rofna eða spennar bila o.s.frv. er unnt að bregðast við og koma í veg fyrir, eða lágmarka, frekari vanda og tjón. Einnig er stýrikerfið notað til að láta ólíkar virkjanir „vinna saman“ vegna breytilegs álags eða ytri skilyrða, t.d. auka eða minnka orkuframleiðslu einstakra virkjana. Dreifiveita Fyrirtæki sem rekur mannvirki, tengivirki, loftlínur og jarðstrengi og dreifir raforku til sölufyrirtækja nefnist dreifiveita. Dreifiveitur starfa á spennubili frá 0,4kV til 132kV á almennum smásölumarkaði. Dreifiveitur vinna samkvæmt sérleyfi og kaupa raforkuna frá flutningsfyrirtæki, þ.e. Landsneti. Þær eru fimm talsins: HS Veitur, Norðurorka, Orkubú Vestfjarða, RARIK og Veitur. Sölufyrirtæki Sölufyrirtæki á sviði orku sjá um orkusölu til flestra notenda og eru valkvæð, eins og allr þekkja hvað varðar olíu- og bensínsölufyrirtæki en nú orðið gildir það einnig um sérstaka raforkuseljendur. Þeir teljast nú vera átta og þeim ber að eiga í innbyrðis samkepnni um rafokuverð: Fallorka, HS Orka, N1rafmagn, Orka heimilanna, Orka náttúrunnar (ON), Orkubú Vestfjarða, Orkusalan og Straumlind. Íblöndun eldsneytisala Seljanda eldsneytis ber að tryggja (frá 2014 að telja) að ákveðið hlutfall af árlegri sölu af jarðefnaeldsneyti til notkunar í samgöngum sé endurnýjanlegt eldsneyti. Það getur numið að lágmarki 5% af orkuinnihaldi (frá 2015 að telja). Oftast er alkóhóli (etanóli eða metanóli) bætt í bensín en lífdísli í dísilolíu. Hér á landi er ljóst að íblöndun dísilolíu er viðhöfð, til að ná lágmarksblöndun í jarðefnaeldsneyti í heild. Blandað er hreinsiefni (ótilgreint) í bensín hjá tveimur seljendum a.m.k. en óljósar hvort alkóhól er notað hjá öðrum, en sú íblöndun virðist umdeild hér á landi. Flugvélaeldsneyti virðst ekki vera blandað öðrum efnum. Ari Trausti Guðmundsson, jarðvísindamaður, rithöfundur og fyrrum þingmaður. Ari Trausti Guðmundsson. Samtengt flutningsnet raforku og stýrikerfi Landsnets er mikilvægur þáttur raforkuöryggis. Mynd / Landsnet Jörðin Hallgilsstaðir 1 í Langanesbyggð er til leigu. Á jörðinni er stundaður sauðfjárbúskapur með um 400 fjár. Tún og ræktarlönd eru um 35 ha, beitiland gott og húsakostur ágætur. Leigutími er frá 1. ágúst nk. en getur verið samkomulagsatriði. Nánari upplýsingar fást hjá Jónasi Pétri Bóassyni formanni Jarðasjóðs Langanesbyggðar s. 844 0752 og á netfanginu jpb@centrum.is Þeir sem hafa áhuga á því að leigja jörðina eru vinsamlegast beðnir að skila inn tilboði á skrifstofu Langanesbyggðar eða á netfangið bjorn@langanesbyggd.is fyrir 12. mars n.k. Jarðasjóður Langanesbyggðar. NEWTON 2 400LM RAINBOW 1 350LM Með hleðslubatteríum og USB NEWTON 4 600LM Með hleðslubatteríum og USB 350 54 T3090 2000LM Með hleðslubatteríum og USB VÖNDUÐ HÖFUÐLJÓS Hafðu samband, kynntu þér vöruúrvalið og þjónustuna! Raflínunetið, stýrikerfi og orkusala – Fróðleikur um orkumál og orkuskipti – 3. hluti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.