Bændablaðið - 23.02.2023, Page 63

Bændablaðið - 23.02.2023, Page 63
63Bændablaðið | Fimmtudagur 23. febrúar 2023 | S t r ú k t ú r e h f | w w w . s t r u k t u r . i s | s t r u k t u r @ s t r u k t u r . i s | | B æ j a r f l ö t 9 | 1 1 2 R e y k j a v í k | S í m i : 5 8 8 6 6 4 0 | Límtré-Timbureiningar Stálgrind Yleiningar PIR Steinull KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaðiFRAM- VEGIS OFURSELJA EFTIR- LÍKING KVK. NAFN LJÓMA VERKFÆRI FORDÆMA TRÉ  ARKAR- BROT ÍLÁT KYRTLA TVEIR EINS EKKI NOKKRU ÖFUG RÖÐ FÓÐRA FRJÓ- KORN BJÁSTUR ERFIÐ REIÐI FÆÐI FJANDI GRUNA SPIL SKRIK LAGFÆRA LÆTI STREYMIR NÓTA VERNDA NÝR ÞOLI ÁVÖXTUR ÖFUG RÖÐ BAUKUR SJÓNAR- MIÐKEMST LÍFFÆRI HLJÓTA ÁBREIÐA STEIND HRJÚF ÓVISS KUNNÁTTA BRÚSK FUGL ERFIÐITVEIR EINS FUGL PATA ÍÞRÓTT BLÖSKRA FESTA DREITILL TVEIR EINS NÆGILEGT FRÁ- BITINN FREKAR TVEIR EINS GLÓSA SLÓ LEIKUR HIRÐU- LEYSINGI SMUGA VARÐ- VEISLA SKILAR SÉR H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 191 GESTA- BOÐ ÖNUG FARAR- TÆKI SAMHÆFA ROSA MISSIR SVINGSA V E I F L A S T ÓGÆFA VÞARF E R Ð KK NAFN E Ð V A R EEKKI I G HANGA UPP- GANGUR S L A P A S ÞOLDI EINING REYNDAR S T A K FÚSLEGA U S HÓTA HLJÓTA Í RÖÐ Ö Ð L A S T NYTSEMI DRYKKUR G A G N FLÖKTIVOPN RÍ RÖÐ DRÍFANDI I T Ó F T AFDREPI ÁSTUNDUN A F K I M A ÖFUG RÖÐ PRÝÐA J IRÚST U G G U R SVEIG BRÚKA B O G A TVENND SKRÁ P A RKVÍÐI N N LÆKUR ÓHREINK- AST L Æ N A REIÐUR GÓÐ- GLAÐUR I L L U R ÞRAUKATVEIR EINS D A S HRYGLA HAFÐIR K O R R KVARS- STEIN HÖRFA T I N N ULÚI A GLATT STILLA K Á T T Í RÖÐ FEITI A B TALGALLI RISTI S T A M G L I T ÁORKA GRUNA A F K A S T A ÓVILD BBLIK L O T T Ó HAPP L U K K A ÖFUG RÖÐ KEMST F EHAPP- DRÆTTI A S G N N A I R R A GETA S O T R MÓTLÆTI K A A R NÁLÆGT M N Æ Æ Ð R A SMÁRÆÐI ÞJÓTA H Ö FU N D U R B H • B R A G I@ TH IS .I S • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 190 FRÆÐSLA www.bbl.is Söfnin í landinu: Sér um kennslu 3.000 barna Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna á sér langa og merkilega sögu sem spannar tæplega 60 ár. Byggðasafnið var formlega opnað þann 7. júlí 1967. Ákveðið var að reisa safnið á Reykjum í Hrútafirði og var sú staðsetning vel ígrunduð. Á þessum tíma voru Reykir miðstöð menningar og mennta við Húnaflóa. Þar var Héraðsskólinn að Reykjum starfræktur allt frá árinu 1931. Skólinn var vinsæll og fjölmörg ungmenni úr héraðinu sóttu sér menntun þangað. Héraðsskólinn var lagður niður árið 1981 en í hans stað hafa Skólabúðirnar á Reykjum verið starfræktar í gömlu húsakynnum skólans síðan 1988 og sækja nemendur skólabúðanna meðal annars kennslu á byggðasafnið. Nemendur Skólabúðanna koma alls staðar að af landinu og er því safnið orðið kunnugt mörgum. Kennslan sem fram fer á byggðasafninu er stærsta einstaka verkefni sem unnið er ár hvert hjá safninu. Safnið sér um kennslu yfir 3.000 barna ár hvert. Það má því með sanni segja að Skólabúðirnar lífgi upp á safnastarfið. Kennslan skiptist í tvo hluta. Í fyrsta lagi er nemendum kennt um líf og störf fólks í hinu gamla íslenska sveitasamfélagi. Í öðru lagi er nemendum kennt um Hákarlaskipið Ófeig og hákarlaveiðar við Húnaflóa um aldamótin 1900. Síðustu tvö ár hefur safnið unnið að stóru skráningarverkefni og hefur safnið fengið tvo styrki til að vinna að því. Einnig hafa eldri skráningar verið endurskoðaðar með markvissum hætti og gripir tengdir saman sem áður voru ótengdir í frumskráningu. Það er gaman að fylgjast með því þegar meira skipulag kemur á safngripina og upplýsingar um þá verða aðgengilegir öllum sem vilja. Skráningin er stórt verkefni og um að gera fyrir þá sem hafa áhuga að fylgjast með okkur á vefnum www.sarpur.is. Safnið vinnur einnig að endurnýjun grunnsýningarinnar og hinum ýmsu verkefnum. Má þar nefna sýningu um margvíslegan útskurð Húnvetninga og Strandamanna sem varðveittur er á safninu. Á sýningunni er ljósi varpað á efni, listform, stíl og höfunda. Sýningin Matarmenning er einnig hluti af grunnsýningu safnsins en hún fjallar í stuttu máli um geymsluaðferðir matvæla fyrir tíma rafmagns. Verkefnið Rekaviður, bátar og búsgögn var framlag safnsins til Evrópsku menningarminjadaganna 2021 og var sjónum beint að vægi rekaviðar í búsetu fólks á safnasvæðinu. Safnið hyggst byggja ofan á þessa hugmynd og setja upp útisvæði þar sem vinnsla rekaviðar fyrr á tíð verður gerð sýnileg með ýmsum hætti. Baðstofan í beinni og Fólkið í héraði eru verkefni sem snúa að miðlun menningararfs. Það fyrrnefnda inniheldur beinar útsendingar á margvíslegum upplestri, kvæðasöng eða öðru slíku úr baðstofu Syðsta-Hvamms, sem varðveitt er í heilu lagi á safninu. Í því síðarnefnda verður sett upp smásagnasýning þar sem dregnar verða fram sögur af ólíku fólki frá safnasvæðinu á ólíkum tímum. Er hér um að ræða hvunndagshetjurnar sem fæstar hafa staðið á torgum en sett sitt mark á samfélögin engu að síður. Eins og sjá má á þessum stutta pistli er margt spennandi í gangi hjá byggðasafninu á Reykjum. Við bjóðum ykkur hjartanlega velkomin á safnið. Sólveig Benjamínsdóttir. Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna er staðsett á Reykjum í Hrútafirði.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.