Kirkjublaðið - 09.12.1946, Síða 12

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Síða 12
12 KIRKJUBLAÐIÐ JÓUN 194(i jólunum fyrir 10 árum ,2V. tlieof. JfjcLrni jón-\.\on vígifuli&hup Jólin koma. Þau n„ma og koma, svo að vér finn- um það vel og greinilega. Kom blessuð, ljóssins há- tið. Kom blessuð þú nótt, sem boðar frið! Kom bless- uð til vorra stranda. Hátíðin kom. Þessu man ég svo vel eftir. Allt var í annríki og undirbúningsstörfum. En svo færðist kyrrðin yfir. Hægt og hljctt, heilaga nótt, faðmar þú frelsaða drótt. Hátíðin var komin. Friður á heimilum, friður í hjarta. Ég fæ aldrei gleymt þessu, og vil ekki gleyma því. Man ég, er ég fylgdist með foreldrum mínum í kirkjuna. Ég var í kirkju hjá séra Hallgrími og séra Jóhanni. Þegar búið var að kveikja á kertaljósunum í Dómkirkjunni, gat ég ekki hugsað mér, að til væri bjartari staður á jörðunni. Það skyldi þá vera heima, er ég sjálfur kveikti á litla kertinu. Tuttugu jól átti ég hér í Reykjavík. Að loknu stúdentsprófi hélt ég til Kaupmannahafnar og hélt á næstu árum jólin í Danmörku. Ég kom til Dan- merkur á síðastliðnu sumri. Hvar voru þeir, sem ég hafði hlustað á, er ég á æskuárum mínum dvaldi í Höfn? Þeir voru farnir héðan. Ég hugsaði um þá, er ég kom inn í kirkjurnar. Til Hafnar kom ég í fyrsta sinn 4. september 1902. Að kveldi þess dags var ég á stúdentasamkomu, þar sem nokkur hundruð stúdenta hlustuðu á Ussing, sem þá var prestur við Jesúkirkjuna í Valby. Þar talaði einnig Olfert Ricard, þá guðfræðikandídat og framkvæmdarstjóri K.F.U.M. Oft hlustaði ég á þessa menn. Fór oft á fætur klukkan 7—8 á sunnudags- morgni, til þess að geta náð til kirkjunnar, þar sem Ussing prédikaði. Þar var hin einarða játning, hinn skýri og ákveðni boðskapur. Átti ég ógleymanlegar stundir í þeirri kirkju. Einnig notaði ég hvert tæki- færi til þess að hlusta á Ricard. Hvergi var önnur eíns aðsókn að guðsþjónustum, eins og hjá honum. Þar fór saman trúin og mælskan. Gulleplin voru í skrautlegum silfurskálum. Hver veit tölu þeirra, sem Ricard hefir unnið fyrir Krist? Aldrei gleymi ég fyrsta sunnudeginum í Khöfn. Það var 7. september 1902. Við fylgdumst tveir í kirkju, séra Fr. Friðriksson og ég. Hlustuðum á Steen, prestinn við Andrésarkirkjuna, og vorum til altaris. Ég leit á þá helgiför sem vígslustund. Æsku- og námsárin skyldu helguð Drottni. Oft kom ég í þessa kirkju, og komst í kynni við hinn frábæra prest. Það var stutt leið frá Garði, þar sem ég bjó, að Frúarkirkju. Þar prédikaði Paulli, einn tignasti og göfugasti maður dönsku kirkjunnar. í þeirri kirkju voru þeir Paulli og Prior starfsbræður í 39 ár. Þar var og prestur á stúdentsárum mínum, Hoff- meyer, vinur Jóns Helgasonar biskups, faðir bisk- upsins, sem nú er í Árósum. Vegna kunningsskapar míns við Hoffmeyer var mér eitt sinn boðið til Dan- merkur. Ferðaðist ég þá um alla Danmörku, prédik- aði og flutti fyrirlestra um ísland. Þá vil ég ekki gleyma Fihiger, hinum eldheita vakningarprédikara. Hver fær gleymt Skovgaard-Petersen, ef hann hef- ir komizt í kynni við bækur hans? Er hann enn á lífi, áttræður orðinn. Allir þessir menn dönsku kirkjunnar, að hinum síðastnefnda undanskildum, hafa kvatt þennan heim. Þögnuð er og rödd hins þróttmikla prédikara, Fen- gers prófasts við Hólmsinskirkju. Þar var vekjandi kraftur hins trúaða boðbera. Mér var það gleðiefni, að fá að kynnast þeim presti, og mörg eru bréfin, sem ég á frá hendi hans. Þjónarnir fara, og Drott- inn kallar á nýja menn í þeirra stað. En áhrifin, sem bárust frá þeim, sem lifðu og störfuðu, skulu geym- ast og verða til blessunar. Mér er það gjöf, að mega kalla á minningarnar, tengdar við starf þessara manna og margra annarra. Ég á jólaminningar frá þeim árum, er ég var að heiman. Aldrei hefi ég verið í Khöfn á jólum. Olfert Ricard sendi mig til Jótlands, svo að ég gæti haldið jólin 1902 á prestssetri þar. Leið mér þar ágætlega,

x

Kirkjublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.