Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 14

Kirkjublaðið - 09.12.1946, Blaðsíða 14
14 KIRKJUBLAÐIÐ JÓUN 1946 Dimmir dagar — ljóssins hátíð. Það er veruleiki skammdegisins og eftirvænting birtunnar, sem á- vallt endurtekur sig. Og jólahátíðin hefir í hugum kristinna manna á norðurhveli jafnan haft tví- þætta merkingu: Tilkomu „ljóssins herra“ og b'yrj- un „hækkandi sólar“. Hér er sem sé um að ræða bæði tru og skoðun. En í rauninni getur þetta hvor- ugt staðizt, nema þjóðunum hafi tekizt að tileinka sér nokkuð af því, sem vér nú nefnum menningu, enda eru þessi fyrirbrigði mjög fléttuð hvert inn í annað. —- Forfeður vorir hinir heiðnu, er jólahátíð héldu með öðrum hætti en vér, og höfðu sinn átrún- að að leiðarstjörnu, máttu fyllilega kallast menn- ingarþjóð á sína vísu, með ákveðnum trúar- og menningarverðmætum, og má svo rekja í fleirum efnum víða um heim, allt frá fyrnsku, þótt ekki sé það allténd viðurkennt af nútímamönnum. En með menningunni hækkuðu trúarbrögðin. Með þetta, sem nú var sagt, að inngangi, mætti víkja lítillega að efni, sem virðist nokkuð sérstakt, en er þó í raun réttri næsta almenns eðlis, og kalla mætti samskipti og menning. Snerta þau atriði þró- un eða þróunarskilyrði andlegrar menningar, bæði í fjölmenni og fámenni, og hefir þetta aftur ótví- ræð áhrif á viðgang hinna svonefndu trúarbragða mannkynsins. * Menn geta með miklum rétti sagt, að uppruni menningar, sem svo er kölluð, sé sama og upphaf alls mannlegs samfélags. Þá fyrst, er menn tóku að lifa saman, fleiri en tveir og tveir, sköpuðust skil- yrði til þess, að „menning“ gæti átt sér stað, þ. e. innbyrðis tillit og samskipti til líkamlegra og and- legra þrifa. Þegar mennirnir hafa fyrir óralöngu komið sér saman um, hvort sem meira eða minna sjálfrátt eða ósjálfrátt hefir verið, að byggja sama ból, lifa hver nálægt öðrum „til trausts og halds“, þá mátti kallast, að myndazt hafi sambýli, fyrst í smáum stíl, síðan í stærra mæli. Þá urðu sameigin- ’ÍAli SDveiniAon AÚAiuma&ur: Trú ng menning Jóiaföstuhugleiðing leg átök kleif, og fyrsti grundvöllur var lagður að friðsamlegum störfum, þar sem allir hlutu ekki að berjast við alla. Þá gat menningin þróazt og borið ávexti, bæði hið ytra til öruggari afkomu og hið innra, til fágunar mannsins sem skynsemi gæddrar veru og til þroskunar í félagslegum skilningi, til mannúðlegrar og — trúarlegrar vitundar. Það virð- ist fyrst geta komið til á miklu síðara og hærra menningarstigi, að einveran, eins og ýms dæmi sanna, gæti þjálfað mannsandann, þegar hennar var leitað út úr ys og þys mannlífsins til umhugsunar um hin æðstu rök. * Það verður nú eigi með vissu sagt, hvort öll fyrir- brigði í andlegu lífi mannsins hafi þróazt á þenna veg, og þá ekki sízt þau, sem verða víðtækt dæmi og allur þorri manna þekkir bezt: Trúarlífið, sem kemur fram í trúarbrögðum þjóðanna. Um þetta mætti margt ræða og af ýmsum staðreyndum álykta, en á því eru engin tök hér til hlítar. Ýmsir þjóðfræðingar og þjóðtrúarfræðingar hafa fyrrum haldið því fram, að þar væri að leita upphafs trúarbragða mannsins, sem er „hræðsla" hans við það, sem honum er óþekkt eða óskiljanlegt, þ. e. beygur hans af því ókunna, sem hann hvorki gat greint, séð né heyrt. Að öllu leyti er þetta ekki út í bláinn, en nær vitanlega alltof skammt og ristir yfirleitt ekki djúpt sem skýring. Mörg dæmi eru til þess, og reyndar almennt hjá villiþjóðum, að þær trúa á „stokka og steina“, sem kallað er, — á skepn- ur og kvikindi í lofti og á láði og í legi, á trén í skóginum og klettana í fjöllunum, o. s. frv. En á bak við þetta hefir ávallt legið einhver hugmynd um, að það væri ímyncl einhvers æ'öra og máttugra. Það var andi eða máttur fjallanna og skóganna, vatns- ins og loftsins, hins kvika og hins ókvika, sem menn trúðu á, óttuðust eða aðhylltust. Það var hin „and- lega“ þörf hins frumstæða og fávísa manns, sem í þessu fann sér eitthvað áþreifanlegt, eitthvað með

x

Kirkjublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjublaðið
https://timarit.is/publication/1752

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.