Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 19
manna ríkisins og um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins. Þá stóð einnig til að
leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar. Rík-
isstjórnin ákvað reyndar að leggja ekki fram frumvarpið um atvinnuleysistrygg-
ingar og hún guggnaði einnig á frumvarpinu um lífeyrissjóð starfsmanna nkisins
vegna harðrar andstöðu verkalýðshreyfingarinnar. En það þýðir auðvitað ekki að
ríkisstjórnin sé hætt við að flytja þessi mál, þau koma eflaust upp á næsta þingi.
Því er nauðsynlegt að öll samtök launafólks haldi sameiginlega vöku sinni gagn-
vart þessum lögþvingunaráformum stjórnvalda um réttindi okkar og kjör.
Eg minni á að fyrir um 40 árum þegar svipað stóð á, þá beitti Alþýðusam-
bandið sér fyrir mjög víðtæku félagspólitísku samstarfi sem skilaði góðum ár-
angri. Eg hef tekið eftir því að hin eindræga allsherjarsamstaða allrar verkalýðs-
hreyfingarinnar nú, gegn þessum frumvörpum hefur leitt til þess að stjórnarand-
staðan á Alþingi hefur talað þar einu máli, þ.e. okkar máli, og fyrir það þökkum
við.
Við getum þess vegna spurt okkur: Er nú aftur að renna upp slíkt tímabil að
verkalýðshreyfingin í heild geti, eða eigi að beita sér sem frumkvæðisaðili fyrir
svo víðtæku samstarfí sem þá?
Öll þessi mál sem við stöndum frammi fyrir nú ber að með sama hætti. Það
eru gerðar um þau samþykktir í einhverjum pólitískum stofnunum ríkisstjómar-
flokkanna. Til sönnunar þessu má t.d. benda á yfirlýsingu félagsmálaráðherrans
á fundi í málstofu BSRB um daginn, um frumvarpið um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Hann sagði: „Það var gerð um það samþykkt á flokksþingi Framsóknar-
flokksins að þeim lögum skyldi breytt, og það var síðan tekið inn í stjómarsátt-
málann“. „Þess vegna skal það gert,“ sagði hann. Þannig er ekki hugað að raun-
vemlegri þörf fyrir þessar margvíslegu breytingar eða að þeim neikvæðu afleið-
ingum sem þær kunna að hafa á samskipti aðila vinnumarkaðarins.
Alþjóðastarf
Góðir félagar, ég held því að það sé nauðsynlegt að þetta þing árétti enn and-
stöðu verkalýðshreyfingarinnar við svona málatilbúnað og efni málsins með
samþykkt af sinni hálfu sem afhent verði forsetum Alþingis.
En það er víðar en á Alþingi sem verið er að fjalla um kjör okkar og réttindi.
Við erum nú orðin, bæði með beinum og óbeinum hætti mikið háðari þeim fjöl-
þjóðlegu samþykktum og reglugerðum sem samþykktar hafa verið um efna-
hags-, velferðar- og vinnumarkaðsmál úti í Evrópu en áður var. Því er nauðsyn-
legt að við gerum okkur gildandi í þeirri umræðu.
A síðasta þingi okkar voru Evrópumálin eitt af stóru málunum. I ályktun
þingsins var kveðið á um nauðsyn þess að samtökin efldu samstarf sitt bæði við
norrænu og evrópsku verkalýðshreyfinguna eftir fremsta megni. Þátttaka okkar
í norrænu samstarfi hefur þess vegna aukist og við höfum aukið þátttökuna í
starfi Evrópusambands verkalýðsfélaga verulega.
17