Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 89
Mikið var rætt um velferðarmálin og fram komu fáeinar orðalagsbreytingar.
Endanlegar samþykktir eru aftar í þessu hefti.
Húsnœðismál
Framsögumaður fyrir hönd húsnæðishóps var Grétar Þorsteinsson. Grétar ræddi
þá gagnrýni sem félagslega húsnæðiskerfið liggur undir, þ.e. að íbúðir standi
lausar, þær séu of dýrar og um kaupskyldu sveitarfélaganna. Húsbréfakerfið
hefði ekki staðið undir væntingum og afföll væru of mikil. Grétar ræddi þátt
verkalýðshreyfingarinnar í að koma á félagslegu húsnæðiskerfi fyrr á öldinni og
áréttaði hlutverk hennar við að verja það. Fólk ætti að eiga kost á að eignast
vandað eigin húsnæði, tryggt leiguhúsnæði væri valkostur sem þyrfti að efla og
lánakerfi til húsnæðiskaupa þyrfti að vera öflugt og aðgengilegt. Félagslega að-
stoð kerfisins, vaxtabætur, leigubætur og niðurgreidda vexti, þyrfti að endur-
skoða. Auðum íbúðum sveitarfélaga þyrfti að breyta í leiguíbúðir.
Loks ræddi Grétar þær nýjungar sem fælust í tillögum húsnæðishópsins, þ.e.
að veitt verði sérstök lán til þeirra sem uppfylla skilyrði Byggingasjóðs verka-
manna, allt að 90% af kostnaðarverði með jöfnum afborgunum til allt að 50 ára,
kaupskylda sveitarfélaga verði afnumin og vaxtabætur verði látnar lækka
greiðslubyrði í stað þess að vera eingreiðsla.
Tillaga barst um að mótmæli við vísitölutengingu lána yrðu sett inn í álykt-
un um húsnæðismál og var henni vísað til nefndar.
Snorri Sigfinnsson talaði fyrir hönd nefndarinnar í annarri umræðu. Hann
kynnti tillögur nefndarinnar og sagði að meiri tíma hefði þurft til að ræða félags-
lega húsnæðiskerfið.
Þátt í umræðum tóku: Gunnar Páll Pálsson, Hilmir Helgason, Guðmundur
Omar Guðmundsson og Guðni Gunnarsson, en Búsetafyrirkomulagið og erfið-
leikar ungs fólks við að koma sér þaki yfir höfuðið fengu mesta athygli. Þá var
rædd skipan í húsnæðisnefnd ASI.
Endanlega samþykkt í húsnæðismálum er aftar í Þingtíðindum.
Lífeyris- og tryggingamál
Framsögumaður fyrir hönd starfshóps um lífeyris- og tryggingamál var Þórunn
Sveinbjörnsdóttir. Þórunn sagði að tryggja bæri almennu launafólki aðgang að öfl-
ugu lífeyris- og tryggingakerfi, hvort sem litið væri til eftirlauna, áfallatrygginga,
veikinda- og slysatrygginga eða annarra tryggingaþarfa. Hún benti á að aldrei hefði
verið unnið eins mikið starf í sameiningar og endurskoðunarmálum lífeyrissjóðanna
og á síðasta kjörtímabili, 6 lífeyrissjóðir á Norðurlandi hefðu sameinast í einn, Sam-
einaði lifeyrissjóðurinn hefði vaxið og 5 sjóðir sameinast honum, og um áramótin
hefðu 6 lífeyrissjóðir á höfuðborgarsvæðinu sameinast í Lífeyrissjóðinn Framsýn.
Þá skýrði hún frá því að lífeyrisnefnd ASÍ hefði lokið starfi sínu 12. desember sl.
eftir tveggja ára samfellda vinnu við endurskoðun á kjarasamningi frá 1969 um líf-
87