Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 23

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 23
rangt að hafa ekki farið í víðtækari fundarherferð um miðjan nóvember með mótaðan ramma til þess að kynna stjórnum aðildarfélaganna þannig að hægt væri með þeim að leggja mat á hvaða kostir væru í stöðunni, leita eftir áliti þeirra um framhaldið og ná víðtækari samstöðu um niðurstöðuna. Með þeim hætti hefði okkur vafalaust tekist að vinna betur úr þessum ágreiningi en raun bar vitni. Reynsla síðasta árs minnir okkur einnig á að við verðum að ganga bet- ur frá þeim forsendum sem við leggjum inn í okkar samninga. Þar kemur hvort tveggja til, að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sjálftökuhópar og háembættismenn hafa riðið á vaðið eftir að almennir kjarasamningar hafa verið gerðir og brotið niður viðleitni verkalýðsfélaga til að jafna kjörin í landinu. Einnig minnir þetta okkur á að við verðum að hafa skýrari ákvæði í okkar samningum um eðlilega hlutdeild launafólks í þeim efnahagsbata sem kann að verða á samningstímabil- inu. A þessu þarf að taka fastari tökum til þess að koma í veg fyrir að svona að- staða komi upp. Þó svo að útaf hafi brugðið og ríkisstjórninni hafi tekist að brjóta jafnlaunastefnuna markvisst niður megum við ekki láta það hafa áhrif á okkar samstöðu, heldur þvert á móti að efla hana til nýrrar sóknar. Hugmynda- fræði og aðferðafræði kjarasamninganna frá því í febrúar gekk í sjálfu sér alveg upp, við verðum hins vegar að gæta þess í framtíðinni að aðrir brjóti slíka samn- inga ekki niður. Eins og ég hef áður komið inn á lækkaði kaupmáttur dagvinnulauna nokkuð framan af kjörtímabilinu. Með samningunum frá því í febrúar 1995 hefur kaup- máttur aftur farið vaxandi og er nú orðinn nokkuð hærri en hann var í ársbyrjun 1990. Þær deilur sem spunnust um framlengingu samninganna og deila okkar við stjórnvöld út af kjaradómi, breytingar á vinnulöggjöfinni o.fl. hafa hins veg- ar gert það að verkum að þessi árangur er ekki í sviðsljósinu, hann hefur ekki verið okkur til framdráttar í augum almennings. Staðreyndin er hins vegar sú að kaupmáttur launa hefir aldrei vaxið jafn mikið við eins lágt verðbólgustig og þessir kjarasamningar tryggðu. Gera má ráð fyrir að kaupmáttur dagvinnulauna innan ASI vaxi að jafnaði um tæplega 6% á árunum 1995 og 1996 á sama tíma og verðbólga er nokkuð innan við 2%. Þessu til viðbótar eykst kaupmáttur vegna afnáms tvísköttunar lífeyrisiðgjalda og lægri verðtryggingar lána vegna breyttrar samsetningar lánskjaravísitölunnar. Hlutur launafólks af þjóðartekjum, okkar hluti af þjóðarkökunni, hækkaði nokkuð á síðasta ári og gert er ráð fyrir frekari hækkun á þessu ári bæði vegna kaupmáttaraukans og eins vegna mikill- ar fjölgunar starfa. Sótt fram Þegar á heildina er litið þá hefur verkalýðshreyfingunni tekist við mjög erfiðar aðstæður að sækja fram á ýmsum sviðum þó gríðarleg verkefni séu óunnin. Hreyfingunni hefur með ábyrgri afstöðu sinni tekist að snúa vörn í sókn í at- vinnumálum og hafa áhrif á mótun efnahagsþróunarinnar með þeim hætti að kaupmáttur launa stendur nú hærra en hann hefur verið á síðustu sex árum. 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.