Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 94
skyldulífi og þörfum barna, þar sem menntun væri á færi allra, jafnrétti ríkti,
allir ættu rétt á heilbrigðisþjónustu og byggju við vemd gagnvart áföllum og
slysum og fólk gæti komið sér þaki yfir höfuðið.
Þorbjörn ræddi hvemig reynt væri að veikja stoðir verkalýðshreyfingarinnar
og sundra þeim sjónarmiðum jafnaðar og samstöðu sem hún stendur fyrir. Hann
sagði ASI vilja að aðilar vinnumarkaðarins semdu um samskiptareglur og
vinnubrögð þar sem byggt væri á núverandi löggjöf. Grundvallarreglan væri að
launafólk ætti rétt á að semja um kaup og kjör; að þær samskiptareglur sem mót-
aðar em á vinnumarkaði byggi á frjálsu samkomulagi eða samþykki aðila; og að
virtur verði réttur verkafólks til að stofna og ganga í verkalýðsfélög sem skipa
sínum málum sjálf. Hann sagði að ASI myndi beita sér fyrir því að aðildarfélög-
in settu samræmdar reglur um boðun verkfalla og afgreiðslu kjarasamninga.
Jafnframt væri eðlilegt að samtök atvinnurekenda endurskoðuðu reglur um hlið-
stæðar ákvarðanir innan sinna raða og gerðu þær skýrari og gegnsærri.
Um innra starfið sagði Þorbjörn nauðsynlegt að skapa betri tengsl milli allra
eininga hreyfingarinnar og félagsmannanna og finna nýjar aðferðir við skipu-
lagningu og ákvarðanatöku til að treysta samstöðuna. Mikilvægt væri að skýra
betur stöðu og hlutverk ólíkra eininga innan hreyfingarinnar.
Þorbjörn ræddi sérstaklega um ungt fólk og konur í starfi hreyfingarinnar og
hvernig auka mætti þátttöku þeirra og áhrif. Framtíðin ylti á því að ASÍ tækist
að skapa ungu fólki sess innan verkalýðshreyfingarinnar og virkja það við
stefnumótun, ákvarðanatöku og í daglegu starfi. Konurnar sagði Þorbjörn vera
tæpan helming félagsmanna í ASÍ og víða mun virkari en karla, ekki síst í
fræðslustarfi, en í forystu verkalýðshreyfingarinnar væri staða þeirra ekki í
neinu samræmi við fjöldann. Markmiðið væri að tryggja jafnræði kynjanna og
mikilvægur þáttur í því væri gerð jafnréttisáætlunar fyrir ASÍ til næstu ára.
Þá vék hann að kynningar- og áróðursmálum og sagði nauðsynlegt að nýta
alla nýjustu tæknina í þeim málum því ASI ætti að hafa forystu í kynningarmál-
um verkalýðshreyfingarinnar. Mynda þyrfti sérstakan kynningar- og útbreiðslu-
hóp, skipaðan fulltrúum landssambanda innan ASI, auk fulltrúa MFA. Þorbjörn
fjallaði um útgáfumál ASI, og þær breytingar á Vinnunni sem þingið þyrfti nú
að meta. Benti hann á að útgáfan hefði staðið að mestu undir kostnaði ef afmæl-
isrit ASÍ væri meðtalið.
Nokkrar umræður spunnust, einkum um hvernig auka mætti þátttöku ungs
fólks og kvenna í starfi fyrir verkalýðshreyfinguna. Eins fengu áróðursmálin
góða athygli í ljósi vinnulöggjafarmálsins.
Til máls tóku: Hrafnkell A. Jónsson, Birgir Björgvinsson, Þorsteinn Ingvars-
son, Jón Kjartansson, Gylfi Ingvarsson, Gylfi Páll Hersir, Sigurbjörg Ásgeirs-
dóttir, Snorri S. Konráðsson, Hafliði Jósteinsson og Sigfinnur Karlsson.
Fram kom tillaga um að ASI krefðist jöfnunar kosningaréttar og var henni
vísað frá. Samþykkt stefna er aftar í Þingtíðindum.
92