Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 32
Kjara- og efnahagsmál
Heildarsamtökin stóðu að kjarasamningagerð árið 1993 samkvæmt ákvörðun
formannafundar sem haldin var í byrjun febrúar það ár. í ársbyrjun 1995 stóðu
landssamböndin hins vegar að kjarasamningagerðinni en heildarsamtökin stóðu
fyrir samskiptunum við stjórnvöld. Ég hef í fyrri ræðu minni fjallað nokkuð um
efni þessarra kjarasamninga og einnig er gerð ítarlega grein fyrir þeim í skýrsl-
um forseta og annáli kjaramála.
Atvinnu- og menntamál
Mikill samdráttur í atvinnu og vaxandi atvinnuleysi hefur valdið því að atvinnu-
málin hafa verið mikið til umræðu á síðasta kjörtímabili. Ýmsar falskenningar
frjálshyggjunnar um orsök atvinnuleysisins hafa sprottið fram eins og ósveigj-
anleiki á vinnumarkaði, of hátt launastig og of háar atvinnuleysisbætur og fé-
lagsleg réttindi. Vegna þessa þótti nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin mótaði
sér heildstæða stefnu í atvinnumálum til þess að mæta þessum falskenningum
með skýrum valkostum. Af því tilefni ákvað miðstjórn að boða forystumenn í
verkalýðshreyfingunni á ráðstefnu um atvinnumál vorið 1994, þar sem grunnur
var lagður að áherslum okkar í atvinnumálum og gefið var út í ritinu „Atvinnu-
stefna til nýrrar aldar“. Þar var krafa okkar um góð störf sem tryggja hátt launa-
stig skilgreind jafnframt því sem bent var á þær leiðir sem verkalýðshreyfingin
telur færar til þess að vinna okkur út úr vandanum.
I stuttu máli teljum við þessar leiðir liggja í síaukinni verðmætasköpun á öll-
um sviðum í atvinnulífinu með því að virkja þá þekkingu og hæfni sem býr í
starfsfólkinu, þ.e.a.s. sjálfan mannauðinn. Þessi mikla vinna að atvinnumálum á
kjörtímabilinu nær síðan hámarki sínu hér á þinginu, þar sem ábyrgðarhópur
hefur lagt fram drög að atvinnustefnu ASÍ til næstu ára.
Menntamálin hafa fengið sífellt meira svigrúm í daglegu starfi okkar, því þar
teljum við lykilinn að framförum í atvinnu- og kjaramálum liggja. Mennta-
nefndin hefur unnið mikið starf á síðasta kjörtímabili við umfjöllun um umsagn-
ir um lagafrumvörp um grunn- og framhaldsskólann og einnig, sem ef til vill er
mikilvægara, skipulag starfsmenntunar hjá okkur í framtíðinni. Við verðum að
forgangsraða verk- og tæknimenntuninni, starfsþjálfuninni og umfram allt sí-
menntuninni í allri okkar starfsemi. Grunnur að eflingu atvinnulífsins og bætt-
um kjörum verður lagður með aukinni menntun á öllum sviðum. Hér á þinginu
verða atvinnu- og menntamálin rædd, bæði í hinu formlega menntakerfi sem og
í atvinnulífinu sjálfu. Mikilvægt er að stéttarfélögin láti einskis ófreistað í að
hafa áhrif á skipulag, framkvæmd og stjórnun námsins bæði hjá okkar fræðslu-
stofnunum og í almenna skólakerfinu.
Samskipti við stjórnvöld
Samskipti við stjórnvöld hafi tekið nýja og neikvæða stefnu á síðustu mánuð-
30