Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 81
Skipulagsmál
Hervar Gunnarsson kynnti tillögur laga- og skipulagshóps um skipulagsmálin.
Hann sagði meirihluta hópsins hafa komist að þeirri niðurstöðu að halda bæri
áfram á þeirri braut sem mörkuð hefði verið á sl. þingi og því væri lagt til að
ASÍ yrði gert að hreinu sambandi landssambanda, félög með beina aðild hefðu
frest fram að næsta þingi til að koma sér í landssamband. Hervar rakti þær breyt-
ingar á lögum ASI sem gera þyrfti, næði tillagan fram að ganga og taldi þær
verða grundvöll fyrir umræðu um starfsgreinaskiptingu landssambanda.
Sævar Gunnarsson fór yfir tillögu til breytinga á 54. gr. laga ASI um að fresti
til tillögugerðar verði snúið við þ.a. að miðstjórn þurfi að skila inn breytingum
mánuði fyrr en félögin.
Allmiklar umræður urðu um lagabreytingar og skipulagsmál og komu fram
nokkrar tillögur sem vísað var til þingnefndar. Einkum var rætt um hvort afnema
ætti beina aðild félaga að ASÍ, breytingar á skattgreiðslum, heimild ASÍ til að
fjalla um sjúkrasjóðina og kjör stjórnar MFA.
Til máls tóku: Halldór Björnsson, Sigurbjörg Ásgeirsdóttir, Magnús L.
Sveinsson, Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Sverrir Garðarsson, Guðmundur Gunnars-
son, Sævar Gunnarsson, Björn Snæbjörnsson, Örn Friðriksson, Hafþór Rós-
mundsson, Snorri S. Konráðsson, Þorbjörn Guðmundsson, Geir Jónsson og
Eiríkur Stefánsson.
Eftirfarandi tillögur bárust og var þeim vísað til þing-
nefndar:
Halldór Björnsson lagði fram tillögur gegn breytingum á 33. gr. laga um mið-
stjórnarkjör og gegn breytingum á 50. gr. laga um kjör stjórnar MFA.
Sigurbjörg Ásgeirsdóttir lagði til breytingar á 3., 5., 12., 14., 25., 36., 37.,
40., og 49. gr. auk tveggja nýrra lagagreina.
Guðmundar Gunnarssonar lagði til að skipuð yrði nefnd til að gera úttekt á
rekstri ASÍ og í framhaldi af því að tillögum til skattbreytinga yrði vísað frá þar
til niðurstaða útektarinnar lægi fyrir. Einnig að bannað yrði að taka við iðgjöld-
um frá öðrum en fullgildum félagsmönnum og að framkvæmdastjóra ASI yrði
gert skylt að sitja stjórnarfundi MFA.
Hrafnkell A. Jónsson og Eiríkur Stefánsson lögðu til að 28. gr. yrði ekki
breytt.
Þorbjörn Guðmundsson lagði til að 33. grein yrði breytt á þá leið að um alls-
herjar atkvæðagreiðslu yrði að ræða við kjör forseta ASI.
Þórunn Sveinbjörnsdóttir lagði til að 5. gr. um aðild að ASÍ yrði óbreytt, sem
og kjör miðstjórnar og stjórnar MFA.
Þá var lesin upp ályktun Sjómannasambands íslands og áskorun um að til-
laga til breytinga á 41. gr. laga um skattkerfi ASÍ verði dregin til baka og lagði
formaður SSÍ, Sævar Gunnarsson, jafnframt fram tillögu þess efnis.
79