Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 40
tillögum í málinu. Miðstjórn ASÍ fjallaði um tillögur formannanna á fundi sín-
um 7. júní þar sem þær voru samþykktar.
Samkvæmt tillögunum var málefnaundirbúningnum skipt upp í 5 megin-
flokka:
Atvinnumálin, þar sem fjallað skyldi um stefnu Alþýðusambandsins í atvinnu-
málum og drög að atvinnustefnu sambandsins mótuð, byggt á þeirri vinnu sem
þegar hefur verið lögð í þennan málaflokk á síðustu árum
Launamaðurinn, fjölskyldan og vinnumarkaðurinn. Undir þessum lið skyldi
fjallað heildstætt um þau málefni sem varða sérstaklega launafólk með tilliti til
stöðu þess á vinnumarkaði og stöðu fjölskyldunnar, s.s. kjaramál, réttindamál
launafólks, velferðar- og skattamál, jafnréttis og fjölskyldumál, menntastefnu
ASI, málefni atvinnulausra, húsnæðismál o.fl.
Verkalýðshreyfingin og umheimurinn, þar sem fjallað yrði um og mótuð af-
staða Alþýðusambandsins til alþjóðamála, bæði almennt og gagnvart starfi
verkalýðshreyfingarinnar í alþjóðastofnunum og alþjóðlegri verkalýðshreyf-
ingu.
Verkalýðshreyfingin og samfélagið, þar sem fjallað yrði um stöðu og verkefni
verkalýðshreyfingarinnar í samfélaginu og hvaða umhverfi og starfshættir væru
nauðsynlegir til að verkalýðshreyfingin geti unnið að markmiðum sínum.
Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar, þar sem fjallað yrði um skipulag
verkalýðshreyfingarinnar í heild, auk þess sem sérstaklega yrði fjallað um
skipulag ASI og lagabreytingar í því sambandi.
I tillögunum var gengið út frá því að miðstjórn Alþýðusambandsins hefði
yfirumsjón með undirbúningnum og bæri ábyrgð á framkvæmdinni í heild. Þá
var gengi út frá eftirtöldum meginatriðum:
• Forsetar ASI hefðu með hendi ábyrgð á samræmingu og og samhæfingu
málefnaundirbúningsins í umboði og samráði við miðstjórn.
• Landssamböndin tilnefndu ábyrgðaraðila og fulltrúa til að bera ábyrgð á
hverjum aðalmálaflokki fyrir sig, sem undirbúnir yrðu.
• Stuðst yrði við starf vinnuhópa og nefnda innan ASI sem þegar væru til stað-
ar og starfandi.
• Gert var ráð fyrir því að starfskraftar starfsmanna ASÍ og MFA yrðu nýttir
við málefnaundirbúninginn.
Þá var í tillögunum fjallað um ýmis framkvæmdaratriði varðandi málefnaundir-
búninginn. Þar var m.a. lögð áhersla á eftirfarandi atriði:
• Mikilvægt væri að undirbúningurinn hæfist tímanlega fyrir þingið. í því ljósi
var talið æskilegt að ganga frá öllum helstu málum, þannig að undirbúnings-
vinnan gæti hafist af krafti strax um haust 1995, í síðasta lagi.
• Alyktanir og annað fyrir þingið þyrfti að senda út í síðasta lagi 2 mánuðum
fyrir þing, nema þá í algjörum undantekningartilfellum.
• Mikilvægt væri að kalla til starfa breiðan hóp forystumanna og annarra
virkra félaga.
38