Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 33

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 33
um. Á því tímabili sem nú er að ljúka hafa samskipti við stjórnvöld að ýmsu leyti verið góð, þótt auðvitað hafi oft skorist í odda. En á síðustu mánuðum hafa orðið mikil umskipti hvað þessi samskipti varðar. Núverandi ríkisstjórn hefur þannig kosið að nota mikinn þingstyrk sinn til þess að knýja fram nýjar og fast- ar reglur um samskiptahætti á vinnumarkaði. Þetta hefur ríkisstjórnin valið að gera í algerri andstöðu við verkalýðshreyfinguna. Framferði rrkisstjórnarinnar ógnar þannig verulega framtíð þríhliða samráðs milli stjórnvalda og aðila vinnu- markaðar hér á landi á næstu árum. Ríkisstjórnin á þó enn möguleika til þess að sjá að sér og kannski getur 38. þing ASÍ beitt styrk sínum til þess að beina rík- isstjórninni í rétta átt. Utanríkismál og alþjóðastarf Á þessu tímabili hefur ASI unni að því að efla samstarf sitt við bæði norrænu og evrópsku verkalýðshreyfinguna eftir fremsta megni. Þátttaka okkar í norrænu samstarfi hefur frekar aukist og við höfum aukið þátttökuna í starfi Evrópusam- bands verkalýðsfélaga verulega, t.d. með því að sækja reglulega fundi fram- kvæmdastjórnar samtakanna og tekið þátt í starfi ýmissa vinnuhópa. Gott dæmi um starf ASI innan Evrópusambands verkalýðsfélaga er að við tókum virkan þátt í að gera samning á milli Evrópusamtaka launafólks og at- vinnurekenda um foreldraorlof á síðasta ári. Sá samningur var tímamótaverk og þetta var í fyrsta skipti sem Evrópusamtök aðila vinnumarkaðarins fá tækifæri til þess að semja um reglur sem stefnt er að taki gildi í allri Vestur-Evrópu. Samningurinn mun að öllum líkindum koma til framkvæmda hér á landi um aldamótin næstu. Annað dæmi um þátttöku okkar í erlendu samstarfi er að ASÍ hefur tekið virkan þátt í starfi ráðgjafarnefndar EFTA í mörg ár og á síðustu tveimur árum hefur framkvæmdastjóri ASÍ farið með formennsku í þeirri nefnd. Varðandi alþjóðamálin á heimavelli þá hefur starfið mikið snúist um það að koma Evrópureglum í framkvæmd hér á landi. Af hálfu ASI hefur verið lögð mikil áhersla á að gera kjarasamninga um tilskipanir sem snúa að vinnumark- aðnum. Á síðasta ári hafa landssamböndin þannig fengið umboð til þess að gera samninga fyrir hönd aðildarfélaga sinna um þessi mál og það sama má segja um forseta ASÍ fyrir hönd félaga með beina aðild. Forysta sambandsins hefur þann- ig fengið umboð til þess að gera samninga af þessu tagi fyrir hönd allrar hreyf- ingarinnar. Fyrsti samnigurinn af þessu tagi um skyldu atvinnurekenda til þess að votta ráðningarkjör starfsmanna var gerður fyrir stuttu síðan og á að koma til framkvæmda í síðasta lagi 1. júlí næstkomandi. Þá hefur Alþýðsambandið með verulegum árangri unnið að því að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda um framkvæmd félagslegrar hliðar EES samningsins hér á landi. Síðast en ekki síst skal bent á vaxandi áherslu Alþýðusambandsins á starfið innan Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, ILO. Það starf og aukin þekking á sam- 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.