Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Blaðsíða 92
Hervar kynnti tillöguna sem byggir á því að þeir sem hafa atvinnu geti safnað
sjálfstæðum rétti til bóta vegna atvinnumissis. Bótatími og bótagreiðsla taki mið af
tíma á vinnumarkaði og fyrri tekjum. Þessi tryggingaréttur sé varðveittur í sameig-
inlegum sjóði launafólks sem byggi á samtryggingu og skylduaðild. Atvinnuleys-
istryggingasjóður verði tryggingasjóður í eigu og undir stjóm verkalýðshreyfing-
arinnar og tekjur sjóðsins verði hlutfall af tekjum launafólks á sama hátt og trygg-
ingagjaldið er nú, og veiti rétt til bóta í samræmi við greiðslur í sjóðinn.
Hervar sagði mikilvægt að allt launafólk greiddi í sjóðinn, einn landssjóður
myndi minnka áhættudreifingu og jafna stöðu fólks, t.d. með tilliti til starfsgreina
og búsetu. Eins væri mikilvægt að hafa öfluga vinnumiðlun og strax samhliða at-
vinnuleit þyrfti að beina hinum atvinnulausa inn í námskeið, starfsþjálfun eða
sjálfstæða atvinnusköpun. Þá þyrfi hinn atvinnulausi að eiga möguleika á að leysa
vinnandi einstakling af með sinni vinnu. Til að þetta yrði mögulegt þyrftu að vera
til reglur um að vinnandi fólki sé gert fjárhagslega kleift að taka sér orlof eða fara
í nám.
17 manns störfuðu í hópi um málefni atvinnulausra. Bjöm Snæbjömsson hafði
framsögu fyrir hönd hópsins í annarri umræðu og ræddi hann nýtt atvinnuleysis-
tryggingakerfi og nýjan atvinnuleysistryggingasjóð undir stjóm verkalýðshreyf-
ingarinnar.
Til máls tóku í umræðum: Eiiíkur Stefánsson, Stella Steinþórsdóttir og Már
Guðnason en samþykkt þingsins um málefni atvinnulausra er aftar í Þingtíðindum.
Jafnréttismál
Framsögumaður var Hansína Á. Stefánsdóttir. Hún sagði nauðsynlegt að leggja
aukna áherslu á jafnréttis- og fjölskyldumálin þar sem árangur hefði ekki verið
mikill í þessum málum, þrátt fyrir ályktanir og samþykktir og að jafnrétti
kynjanna ætti að heita tryggt með lögum. Bæta þyrfti stöðu kvenna á vinnu-
markaði og gera körlum auðveldara að taka þátt í fjölskyldulífi og uppeldi barna
sinna.
Hansína skýrði frá því að nýlega hefði verið gengið frá samningi Evrópu-
samtaka launafólks og evrópskra verkalýðsfélaga um foreldraorlof sem ASÍ
væri aðili að. Vinna þyrfti að því að samningurinn tæki gildi hér á landi, en í
honum er lágmarksréttur foreldra til að vera samvistum við börn sín á fyrstu
æviárum þeirra tryggður með töku sérstaks orlofs, til viðbótar fæðingarorlofi.
Markmiðið væri að tryggja launafólki aukin lífsgæði, samræma réttindi og
möguleika fólks til fjölskyldulífs og þátttöku á vinnumarkaði, að auka jafnrétti
kynjanna og auðvelda körlum að taka virkan þátt í uppeldi bama sinna. Hún
benti á að samkomulagið væri aðeins rammi sem hvert land þyrfti að útfæra.
Hansína ræddi starf nefndar um endurskoðun fæðingarorlofslaga og sagði að
nefndarmenn sem tilnefndir væru af samtökum launafólks vildu ganga lengst í
að tryggja feðrum rétt til fæðingarorlofs.
90