Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 32

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Side 32
Kjara- og efnahagsmál Heildarsamtökin stóðu að kjarasamningagerð árið 1993 samkvæmt ákvörðun formannafundar sem haldin var í byrjun febrúar það ár. í ársbyrjun 1995 stóðu landssamböndin hins vegar að kjarasamningagerðinni en heildarsamtökin stóðu fyrir samskiptunum við stjórnvöld. Ég hef í fyrri ræðu minni fjallað nokkuð um efni þessarra kjarasamninga og einnig er gerð ítarlega grein fyrir þeim í skýrsl- um forseta og annáli kjaramála. Atvinnu- og menntamál Mikill samdráttur í atvinnu og vaxandi atvinnuleysi hefur valdið því að atvinnu- málin hafa verið mikið til umræðu á síðasta kjörtímabili. Ýmsar falskenningar frjálshyggjunnar um orsök atvinnuleysisins hafa sprottið fram eins og ósveigj- anleiki á vinnumarkaði, of hátt launastig og of háar atvinnuleysisbætur og fé- lagsleg réttindi. Vegna þessa þótti nauðsynlegt að verkalýðshreyfingin mótaði sér heildstæða stefnu í atvinnumálum til þess að mæta þessum falskenningum með skýrum valkostum. Af því tilefni ákvað miðstjórn að boða forystumenn í verkalýðshreyfingunni á ráðstefnu um atvinnumál vorið 1994, þar sem grunnur var lagður að áherslum okkar í atvinnumálum og gefið var út í ritinu „Atvinnu- stefna til nýrrar aldar“. Þar var krafa okkar um góð störf sem tryggja hátt launa- stig skilgreind jafnframt því sem bent var á þær leiðir sem verkalýðshreyfingin telur færar til þess að vinna okkur út úr vandanum. I stuttu máli teljum við þessar leiðir liggja í síaukinni verðmætasköpun á öll- um sviðum í atvinnulífinu með því að virkja þá þekkingu og hæfni sem býr í starfsfólkinu, þ.e.a.s. sjálfan mannauðinn. Þessi mikla vinna að atvinnumálum á kjörtímabilinu nær síðan hámarki sínu hér á þinginu, þar sem ábyrgðarhópur hefur lagt fram drög að atvinnustefnu ASÍ til næstu ára. Menntamálin hafa fengið sífellt meira svigrúm í daglegu starfi okkar, því þar teljum við lykilinn að framförum í atvinnu- og kjaramálum liggja. Mennta- nefndin hefur unnið mikið starf á síðasta kjörtímabili við umfjöllun um umsagn- ir um lagafrumvörp um grunn- og framhaldsskólann og einnig, sem ef til vill er mikilvægara, skipulag starfsmenntunar hjá okkur í framtíðinni. Við verðum að forgangsraða verk- og tæknimenntuninni, starfsþjálfuninni og umfram allt sí- menntuninni í allri okkar starfsemi. Grunnur að eflingu atvinnulífsins og bætt- um kjörum verður lagður með aukinni menntun á öllum sviðum. Hér á þinginu verða atvinnu- og menntamálin rædd, bæði í hinu formlega menntakerfi sem og í atvinnulífinu sjálfu. Mikilvægt er að stéttarfélögin láti einskis ófreistað í að hafa áhrif á skipulag, framkvæmd og stjórnun námsins bæði hjá okkar fræðslu- stofnunum og í almenna skólakerfinu. Samskipti við stjórnvöld Samskipti við stjórnvöld hafi tekið nýja og neikvæða stefnu á síðustu mánuð- 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178

x

Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ...
https://timarit.is/publication/1793

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.