Þingtíðindi Alþýðusambands Íslands ... - 20.05.1996, Page 23
rangt að hafa ekki farið í víðtækari fundarherferð um miðjan nóvember með
mótaðan ramma til þess að kynna stjórnum aðildarfélaganna þannig að hægt
væri með þeim að leggja mat á hvaða kostir væru í stöðunni, leita eftir áliti
þeirra um framhaldið og ná víðtækari samstöðu um niðurstöðuna. Með þeim
hætti hefði okkur vafalaust tekist að vinna betur úr þessum ágreiningi en raun
bar vitni. Reynsla síðasta árs minnir okkur einnig á að við verðum að ganga bet-
ur frá þeim forsendum sem við leggjum inn í okkar samninga. Þar kemur hvort
tveggja til, að þetta er ekki í fyrsta sinn sem sjálftökuhópar og háembættismenn
hafa riðið á vaðið eftir að almennir kjarasamningar hafa verið gerðir og brotið
niður viðleitni verkalýðsfélaga til að jafna kjörin í landinu. Einnig minnir þetta
okkur á að við verðum að hafa skýrari ákvæði í okkar samningum um eðlilega
hlutdeild launafólks í þeim efnahagsbata sem kann að verða á samningstímabil-
inu. A þessu þarf að taka fastari tökum til þess að koma í veg fyrir að svona að-
staða komi upp. Þó svo að útaf hafi brugðið og ríkisstjórninni hafi tekist að
brjóta jafnlaunastefnuna markvisst niður megum við ekki láta það hafa áhrif á
okkar samstöðu, heldur þvert á móti að efla hana til nýrrar sóknar. Hugmynda-
fræði og aðferðafræði kjarasamninganna frá því í febrúar gekk í sjálfu sér alveg
upp, við verðum hins vegar að gæta þess í framtíðinni að aðrir brjóti slíka samn-
inga ekki niður.
Eins og ég hef áður komið inn á lækkaði kaupmáttur dagvinnulauna nokkuð
framan af kjörtímabilinu. Með samningunum frá því í febrúar 1995 hefur kaup-
máttur aftur farið vaxandi og er nú orðinn nokkuð hærri en hann var í ársbyrjun
1990. Þær deilur sem spunnust um framlengingu samninganna og deila okkar
við stjórnvöld út af kjaradómi, breytingar á vinnulöggjöfinni o.fl. hafa hins veg-
ar gert það að verkum að þessi árangur er ekki í sviðsljósinu, hann hefur ekki
verið okkur til framdráttar í augum almennings. Staðreyndin er hins vegar sú að
kaupmáttur launa hefir aldrei vaxið jafn mikið við eins lágt verðbólgustig og
þessir kjarasamningar tryggðu. Gera má ráð fyrir að kaupmáttur dagvinnulauna
innan ASI vaxi að jafnaði um tæplega 6% á árunum 1995 og 1996 á sama tíma
og verðbólga er nokkuð innan við 2%. Þessu til viðbótar eykst kaupmáttur
vegna afnáms tvísköttunar lífeyrisiðgjalda og lægri verðtryggingar lána vegna
breyttrar samsetningar lánskjaravísitölunnar. Hlutur launafólks af þjóðartekjum,
okkar hluti af þjóðarkökunni, hækkaði nokkuð á síðasta ári og gert er ráð fyrir
frekari hækkun á þessu ári bæði vegna kaupmáttaraukans og eins vegna mikill-
ar fjölgunar starfa.
Sótt fram
Þegar á heildina er litið þá hefur verkalýðshreyfingunni tekist við mjög erfiðar
aðstæður að sækja fram á ýmsum sviðum þó gríðarleg verkefni séu óunnin.
Hreyfingunni hefur með ábyrgri afstöðu sinni tekist að snúa vörn í sókn í at-
vinnumálum og hafa áhrif á mótun efnahagsþróunarinnar með þeim hætti að
kaupmáttur launa stendur nú hærra en hann hefur verið á síðustu sex árum.
21