Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 8

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 8
Mæpmyiftd SIGMAR VILHJÁLMSSON - SPJÓTKASTARINN SEM VAR0 SJÓNVARPSSTJARNA Hann er metnaðarfullur prakkari af Guðs náð, vinnusamur og húmorískur en þó umfram allt góður drengur. Maðurinn sem svona er lýst er Sigmar Vilhjálmsson, útvarps- og sjónvarpsstjarna, kynnir í Stjörnuleitinni. Sigmar Vilhjálmsson, sem yfirleitt er kallaður Simmi eða “Simmi í Idol”, varð þekktur um allt land fyrir sex árum, þegar honum var falið að stýra morgunþætti á útvarpsstöðinni Mono, sem Norðurljós ráku. Hann kom vel fyrir sig orðí, var kurteis og náði strax eyrum hlustenda sinna. Það var þar sem leiðir hans og Jóhannesar Ásbjörnssonar, hins hluta dúettsins “Idol kynnar”, lágu fyrst saman: SKÝ 8 „Það er svolítið sérstakt að við Simmi skulum hafa starfað saman jafn- náið og raun ber vitni í allan þennan tíma," segir Jóhannes, „sérstak- lega í Ijósi þess að við erum eins ólíkir og dagur og nótt. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn þá leist mér ekkert sérlega vel á piltinn áður en ég kynntist honum. Hann kom mér fyrir sjónir sem fyrirferðarmikill gaur, sem var síður en svo spar á skot í allar áttir." Bryndís Björg Einarsdóttir, eiginkona Sigmars, kynntist honum áður en hann varð þekktur og segir að í raun finnist sér oft fyndið að hugsa til þess að hann sé sjónvarpsstjarna: „Fyrir mér er hann sami sveitastrákurinn og ég féll fyrir í upphafi - strákurinn sem bauð mér í bíltúr í miðstöðvarlausum bíl í desember árið 1998!" segir hún. „Mér finnst hann lítið hafa breyst við að verða þekktur. Það hefur bara þroskað hann á jákvæðan hátt. Auðvitað fylgir álag því að vera þekktur; meira álag en ég held að margir geri sér grein fyrir. Simmi er viss fyrirmynd og mér finnst honum hafa tekist það nokkuð vel." Sigmar Vilhjálmsson fæddist 3. janúar 1977 á Fæðingardeildinni í Reykjavík, sonur hjónanna Gerðar Unndórsdóttur og Vilhjálms Einarssonar, hins þekkta íþróttamanns. Fyrstu þrjú ár ævi sinnar dvald- ist Sigmar með fjölskyldu sinni í Reykholti þar sem faðir hans var skólastjóri héraðsskólans. Þá lá leiðin til Egilsstaða, þar sem Vilhjálmur setti á fót Menntaskólann á Egilsstöðum og þar undi Sigmar sáttur við sitt fram til sautján ára aldurs. Þá flutti hann fyrst til Reykjavíkur, bjó þar í tvö ár, en hélt síðan aftur austur þar sem hann stundaði nám við menntaskólann á veturna og æfði spjótkast á sumrin. Hann er yngstur sex bræðra og æskuvinur hans, Egill Fannar Reynisson, segir hann hafa litið mjög upp til bræðra sinna: „Mér finnst hann hafa tileinkað sér allt það besta frá bræðrum sínum. Frá Rúnari, sem er prófessor í félagsfræði, nam hann heimspekina, spjótkastið frá Einari, dugnaðinn og atorkuna frá Unnari, sem er íþróttakennari við Menntaskólann á Akureyri, sölumannshæfileikana frá Garðari þúsundþjalasmið og keppnisskapið frá Hjálmari, sem er handboltamaður," segir Egill Fannar. "Sem barn var Simmi mjög gor- mæltur og því fannst mér gaman að heyra hann telja upp nöfn bræðra sinna, sem öll enda á "ar"! Hann kenndi mér að róla og sagðist svo seinna ætla að kenna mér fleira sem byrjaði á "R" en ég skildi ekki þá hvað hann meinti ...I" Sigmar var "góðkunningi" skólastjórans á Egilsstöðum, Helga Halldórssonar, sem minnist þessa fyrrverandi nemanda með mikilli hlýju: „Ég þurfti oft að ræða við Sigmar, oftast vegna truflunar við kennslu eða fyrir einhvern "fíflagang", eins og það er kallað," segir Helgi. "Sigmar var nefnilega prakkari í jákvæðri merkingu og þótt kennararnir væru stundum þreyttir á uppátækjum hans töluðu þeir allir vel um hann. Ég minnist þess til dæmis ekki að Sigmar hafi nokkurn tíma verið með kvikindisskap, hvorki í garð félaga né kennara." Allir þeir sem rætt var við benda á metnað Sigmars, hvort heldur er í starfi eða íþróttum. Margir sem kynnst hafa Sigmari á undanförnum árum velta fyrir sér hvort þeir sem þekktu hann í æsku hafi frekar átt von á að hann legði íþróttirnar fyrir sig en að hann yrði sjónvarpsstjarna: „Sigmar litli bróðir minn var enginn eftirbátur bræðra sinna fimm á uppvaxtarárunum," segir Einar Vilhjálmsson bróðir hans. „Sigmar gat verið fylginn sér og sýndi snemma að hann var og er óhræddur við að ráðast á garðinn þar sem hann er hár - ef ekki hæstur. Hann gekk ótrauður fram á íþróttasviðið með vigurinn að vopni, ákveðinn í að gera enn betur en stóri bróðir sem hafði sett fimmtán Islandsmet i spjótkasti. Fyrstu skref hans í spjótkastinu lofuðu góðu, en hæfileikar hans á öðrum sviðum gerðu þá þrautargöngu minna spennandi en aðrar." Jón S. Guðnason er kvæntur Þórdísi, móðursystur Sigmars. Hann minnist þess hversu tápmikill og skemmtilegur strákur Simmi hafi verið og segir hann ekki hafa verið háan í loftinu þegar ríkuleg kímni- gáfa hans kom í Ijós. Eftirfarandi sögur segi ýmislegt um þennan unga mann: „Símon, móðurbróðir hans, var að brugga bjór heima hjá sér og voru þeir bræður, Sigmar og Hjálmar, að fylgjast forvitnir með. Hjálmar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.