Ský - 01.08.2004, Page 22

Ský - 01.08.2004, Page 22
ipemst SKÝ 22 FJÖREGG ÞJÓÐARINNAR HUNDRAÐ ÞÚSUND MUNIR - 44 HÚS - TVÆR MILLJÓNIR LJÓSMYNDA - MANNA- OG DÝRABEIN - FATNAÐUR FRÁ FYRRI ÖLDUM - ÞAR SEM FORTÍÐ OG NÚTÍÐ MÆTAST - OG ALLT UNDIR STJÓRN FJÖGURRA BARNA MÓÐUR OG SAMSTARFSMANNA HENNAR, AÐALLEGA KVENNA! „Manstu þegar við vorum litlar og URÐUM að fara á Þjóðminjasafnið?!" spurði vinkona mín. Hún vissi sem var, að á einum heitasta og sólríkasta degi sumarsins ætti ég bókað viðtal við þjóðminjavörð, Margréti Hallgrímsdóttur. Það var hálfur mánuður í opnun Þjóðminjasafnsins og satt að segja runnu á mig tvær grímur þegar ég ók inn á bílastæðið. Fyrst auðvitað Hringbrautarmegin því eftir rúmlega fjörutíu ára fjarveru frá safninu mundi ég ekki betur en inngangurinn væri þar. Líklega var það rétt munað - enda kom í Ijós að ekkert er þar lengur eins og var fyrir fjörutíu árum. „Það er heilmikið eftir, en ég veit að þetta mun hafast með glæsibrag. Það er frumsýningarstemning í Þjóðminjasafninu núna!" svaraði Margrét brosandi þegar ég spurði hvort hún héldi að hægt væri að opna á tilteknum degi. „Þú veist hvernig við íslendingar erum - allt hefst þetta og við vinnum vel undir pressu!" Margrét hefur allt aðrar endurminningar um Þjóðminjasafnið en ég. Hún man þegar hún, lítil telpa, kom þangað í fylgd foreldra sinna og heillaðist strax af gömlu mununum: „Ég var samt ekki eins og margir jafnaldra minna, sem segjast hafa verið eins og gráir kettir hér inni allar sínar frí- stundir!" segir hún brosandi. „Ég ólst upp í austurbænum og því ekki i göngufjarlægð frá." Hún segist hafa vitað nokkuð snemma hvað hún vildi verða og nam forn- leifafræði í Svíþjóð og síðar sagnfræði við Háskóla Islands. Fyrir 15 árum, þá aðeins 25 ára að aldri, var hún skipuð borgarminjavörður: „Jú, ég þótti nokkuð ung," viðurkennir hún. „Það starf reyndist traustur grunnur fyrir starf þjóðminjavarðar, sem ég tók við árið 1998. Þegar ég gegndi starfi borgarminjavarðar var mikil uppbygging í Arbæjarsafni og sköpunarkraftur ríkjandi. Við vorum ungur hópur eldhuga, sem byggðum upp í sameiningu gott og áhugavert safn á þessum árum með áherslu á skemmtilegar sýningar, rannsóknarstarf og varðveislu. Þessi reynsla hefur komið sér vel í þeirri miklu uppbyggingu sem Þjóðminjasafnið hefur gengið í gegnum síðustu árin. Þar hef ég haft að leiðarljósi samvinnu og samráð ekki síður en fagmennsku og framtíðarsýn. Mörg hundruð manns hafa komið að endurbótum og uppbyggingu Þjóðminjasafnsins og nú sjáum við í mark. 1. september markaði þáttaskil, var byrjun á nýjum kafla. Síðustu árin höfum við sameiginlega plægt akur, sáð i og borið áburð. Nú er uppskeran að koma í Ijós. Auk þess að vinna að endurbótum á safnhús- inu, sem bygginganefndin bar ábyrgð á, þá hefur verið unnið að mótun nýrra grunnsýninga, sérsýninga, útgáfu, rannsóknum, varðveislu og miðlun svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur verið tekist á við fjölþætt verkefni við uppbyggingu safnsins. Lagður hefur verið metnaður i að leysa þau öll vel af hendi og tryggja þar með bestu aðstæður fyrir Þjóðminja- safnið til framtíðar. Margir hafa lagt hönd á plóginn með starfsfólki safnsins. Fjölmargir aðilar hérlendis og erlendis hafa komið að verkefninu, s.s. forverðirfrá Þjóðminjasafni Danmerkur. Sérfræðingar þess hafa tekið virkan þátt í viðamiklu átaki í forvörslu á safnkosti Þjóðminjasafnsins og unnið að uppsetningu sýningarinnar. Faglegt samráð hefur verið við Háskóla fslands sem og aðra íslenska og norræna samstarfsaðila á sviði safnastarfs og þjóðminjavörslu. Góður árangur hefur náðst i samstarfi við fulltrúa atvinnulífs við undirbúning opnunar safnsins. Stuðningur Landsvirkjunar, bakhjarls Þjóðminjasafnsins, hefur verið safninu mikil- vægur. Forystusveit safnsins með hollvinum þess hefur gert safninu kleift að fara nýjar leiðir í margmiðlun og tæknilegri útfærslu. Nýrri grunnsýningu er ætlað að standa um árabil enda mikið lagt í allt inntak og umgjörð hennar. I Þjóðminjasafni mætir nútíð fortíð, en mikilvægt erfyrir okkur fslendinga að vita hver við erum og hvert við stefnum. Þjóðminja- safninu er ætlað að varðveita fjöregg fslendinga og varpa Ijósi á söguna með starfi sinu. Leiðarljós i starfinu er samvinna i breiðum skilningi þess orðs, samvinna við almenning, sérfræðinga, söfn og háskólastofnanir hér- lendis og erlendis. Þjóðminjasafni Islands er ætlað að gegna mikilvægu samfélagslegu hlutverki og það leggur því ríka áherslu á að efla menntun, þekkingu og sköpun. Safnið er framsækin stofnun, sem leggur áherslu á öflugt rannsóknarstarf, vandaða þjóðminjavörslu og fjölbreytta miðlun á menningarsögu okkar. MORGUNGJÖF TIL ÞJÓÐARINNAR Á LÝÐVELDISÁRI Ef við lítum aðeins á söguna þá var það þannig að við stofnun lýðveldisins árið 1944 ákvað Alþingi fslendinga að láta reisa safnhús við Suðurgötu, og var það morgungjöf til þjóðarinnar og því táknrænt fyrir mikilvægi Þjóðminjasafnsins. Starfsemi Þjóðminjasafnsins fór fram í húsinu allt til ársins 1998 þegar því var lokað vegna endurbóta. Þá hófst viðamikil viðgerð á safnhúsinu samhliða mótun nýrrar grunnsýningar safnsins. Á sama tíma fékk safnið til afnota nýtt geymsluhúsnæði þar sem safnkosti var komið fyrirtil varðveislu og rannsókna í nýju og vönduðu húsnæði. Þar hefur hann verið yfirfarinn með stórfelldu forvörsluátaki. Á þessum tíma endurskoðunar og uppbyggingar hefur starfsemi Þjóðminjasafnsins að öðru leyti verið í fullum gangi. Staðið hefur verið að fjölmörgum sérsýningum hérlendis og erlendis, ásamt útgáfu vandaðra bóka. Staðið hefur verið að fornleifarannsóknum, auk fjölþættra rannsókna á myndum, munum og þjóðháttum. Árið 2003 komu islensku safnaverðlaunin í hlut Þjóðminjasafnsins fyrir rannsóknir og sýningar á Ijósmyndaarfinum. Unnið hefur verið að skráningu og tölvuvæðingu safnkosts í menningarsögulega gagnasafnið Sarp, sem og unnið að viðhaldi friðaðra húsa i vörslu Þjóðminjasafnsins um allt land. Hefur því skapast nýr grundvöllur fyrir öflugt Þjóðminjasafn, sem sannarlega er reiðubúið að takast á við ábyrgð í nútímasamfélagi - stuðla að betra mannlífi með samkennd og víðsýni að leiðarljósi. Ég vil meina að Þjóðminjasafnið sé nú vel í stakk búið að hefja nýjan kafla enda hafa siðustu ár einnig farið í endurskoðun á stjórnskipu- Jí

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.