Ský - 01.08.2004, Side 23
lagi safnsins og stefnumörkun. Jafnframt því hef ég stýrt stefnumörkun
fyrir safnastarf á sviði þjóðminjavörslu fyrir landið allt enda Þjóðminja-
safnið höfuðsafn allra minjasafna í landinu."
ÞINGVELLIR: EITT AF UNDRUM VERALDAR
Margrét er afslöppuð og hláturmild en það skyldi enginn vanmeta þessa
snaggaralegu konu. Hún hefur sinnt ábyrgðarstörfum sínum vel og átti
sinn þátt í að láta langþráðan draum íslendinga rætast: að komast á
alheimskortið með eitt af undrum veraldar: Þingvelli. Þingvallanefnd og
menntamálaráðuneyti höfðu forystu um að tilnefna Þingvelli á
heimsminjaskrá og var hlutverk Margrétar að leiða samráðsnefnd um
samning Sameinuðu þjóðanna - UNESCO - um menningar- og náttúru-
arfleifð heimsins, sem samþykkti í júlí að Þingvellir yrðu á heimsminja-
skránni:
„Heimsminjar eru sameiginleg arfleifð okkar, hvort sem um er að ræða
menningarminjar, náttúruminjar eða blandaðar minjar" útskýrir Margrét.
„Heimsminjasamningurinn var samþykktur árið 1972, en hann fjallar um
verndun þessara arfleifða. Þegar staðir eru komnir inn á heimsminja-
skrána njóta þeir verndar alþjóðsamfélagsins, án þess að fullveldi
þjóðarinnar eða eignaréttindi hennar skerðist. Nú hafa Þingvellir öðlast
verðskuldaða alþjóðlega viðurkenningu sem einstakur staður á jörðinni.
Þann 28. ágúst hélt Þingvallanefnd vígsluhátíð á Þingvöllum, þegar
staðurinn var vígður sem heimsminjastaður. Stjórn norrænu heimsminja-
skrifstofunnar þar sem ég á sæti var viðstödd ásamt Francesco Bandarin
forstjóra heimsminjaskrifstofu UNESCO. Þingvallanefnd og þjóðgarðs-
vörður hafa unnið frábært verk í stefnumörkun varðandi Þingvelli sem
heimsminjastað og hefur verið góð reynsla að vinna með því góða fólki.
islendingar gera sér grein fyrir þeim stórkostlega áfanga sem náðst hefur
í íslenskri náttúru- og minjavernd með samþykkt Þingvalla á heimsmin-
jaskrá. Ég var viðstödd þá hátiðlegu athöfn í Souzhou í Kína þann 4. júlí
s.l. ásamt þjóðgarðsverði, formanni Þingvallanefndar, fulltrúa mennta-
málaráðuneytis og siðast en ekki síst dætrum mínum Arndísi og Kolbrúnu,
sem ég bauð með mér til Kína þar sem þær eiga rætur. Amma þeirra var
kínversk og því var þetta mikil upplifun fyrir þær."
Margrét virðist geta gert marga hluti í einu. Þegar við erum að hefja
spjallið tekst henni einhvern veginn að svara bréfum í tölvunni, heilsa
undramanni frá Siglufirði, Örlygi Kristfinnssyni, safnstjóra Síldar-
minjasafnsins, og sækja handa okkur kaffi og sódavatn. „Dæmigerð
íslensk kona," hugsa ég. „Ein með fjögur börn og stjórnar Þjóðminja-
safninu þess á milli eins og hendi væri veifað!" Þetta var nú bara byrjunin,
þvi þegar við gengum um safnið vissi hún bókstaflega allt:
„Þurftuð þið nokkuð að taka mikið af þessu?" spyr hún múrarana sem
standa uppi í stiga og eru að vinna í gluggakörmum.Vinnan við þennan
glugga er bara einn af óteljandi þáttum í endurgerð hússins sem Margréti
verður að vera kunnugt um og það þarf ekki annað en líta í samstarfs-
samning menntamálaráðuneytisins við þjóðminjavörð, til þess að fá
örlitla innsýn í hversu viðamikið og ábyrgðarfullt starf þjóðminjavarðar er:
nÞjóðminjavörður markar stefnu Þjóðminjasafnsins. Hann ber stjórnunar-
ábyrgð á daglegum rekstri, skipulagningu sýninga á vegum safnsins og
allri annarri starfsemi þess. Þjóðminjavörður hefur yfirumsjón með
húsakynnum Þjóðminjasafnsins og öllum eignum þess."
Og Margrét hefur ekki bara yfirumsjón með eignunum; hún virðist þekkja
sögu hvers hlutar fyrir sig og verður aldrei orða vant þegar ég spyr um
munina. „En ég er ekki svona þjóðminjavörður sem veit allt!" segir hún
hlæjandi. „Þór Magnússon er slikur þjóðminjavörður, enda er hann ennþá
við störf hér og er okkur öllum alveg ómetanlegur fræðimaður og sam-
starfsmaður!"
Á HEIMSMÆLIKVARÐA
Það er ekki bara sjarmi Margrétar sem veldur því að gömlu minningarnar
um dimmt Þjóðminjasafn hrynja þegar hún gengur með mér um salina
sem eru að taka á sig endanlega mynd. Hér eru engin dimm og þröng
herbergi heldur glæsilegir sýningarsalir á heimsmælikvarða. Með stolti
sýnir Margrét mér sýningarinnréttingarnar utan um dýrgripina, þar sem
hver eining er sérstaklega hönnuð með tilliti til þeirra muna sem hann
mun hýsa. ( sölunum starfa forverðir frá Danmörku, Bretlandi og Þýska-
landi, þar eru sérfræðingar í innréttingasmíði fyrir söfn frá Belgíu og sér-
fræðingur frá Frakklandi í lýsingu muna. Öll tungumál eru töluð í
sölunum og augljóst að margir hafa lagt hönd á plóginn. Margrét segir
þann hóp skipta hundruðum sem að verkinu hafa komið.
Það er ekki oft sem mig langar að verða aftur barn og eiga eftir að
fræðast um sögu og menningu þjóðar okkar, en satt best að segja verður
sú hugsun æ áleitnari þegar ég geng með Margréti um húsið. (
Þjóðminjasafninu er saga landsins borin fram á lifandi og einstakan hátt,
þar sem meira að segja verður hægt að setja á sig hlustunartæki og
hlýða á raddir leikara sem lofa okkur að heyra þau tungumál sem töluð
voru á hverjum tíma.
„Við höfum lagt áherslu á að gera miðlunarstarfið okkar fjölbreytt og
áhugavert svo að gestir geti jöfnum höndum fræðst og skemmt sér í
ferðalaginu um íslenska menningarsögu," segir Margrét. „Það á að vera
auðvelt fyrir hvern og einn að setja sig í spor Islendinga liðinna alda og
áratuga og bera þeirra heim saman við þann sem við þekkjum nú.
Sýningar okkar eiga að vera til þess fallnar að örva til umræðu, styrkja
sjálfsmynd okkar með þekkingu á fortíðinni á leið inn í framtíðina. Min sýn
er einnig sú að Þjóðminjasafnið eigi að stuðla að samkennd og víðsýni.
Það getur verið framlag til betra mannlífs í samtímanum. Þannig mætir
fortíð nútið í nýja Þjóðminjasafninu okkar."
En þótt Margrét sé stolt af hinu nýja Þjóðminjasafni er hún líka afar stolt
af börnunum sínum og ég bið hana að segja okkur svolítið af þeim:
„Börnin mín eru hvert með sínu sniði, hafa mikinn áhuga á verkefnum
mínum - en hvert á sinn hátt. Sú elsta, Arndís, hefur áhuga á
hönnunarþætti nýs Þjóðminjasafns og safnhúsinu í heild sinni, Kolbrún, 14
ára, hefur áhuga á miðlunarstarfinu, rannsóknum og tilgangi Þjóðminja-
safnsins, tvíburunum Auði og Brynjari, 9 ára, finnstfornöldin spennandi og
það sem er elst - beinagrindur og kuml. Þau hlakka til að komast i
skemmtimenntunina þar sem verður hægt að prófa að gera þetta og hitt.
Svo finnst þeim lestrarstofan með tölvunum spennandi.
Ég er ótrúlega lánsöm með börnin mín. Þau eru öll vel gerð og hraust og
það sem meira er, heilsteyptar og góðar manneskjur. Þau eru mjög ólík.
Svo þú sérð að stoltið mitt í lífinu eru börnin mín: Auður er sterk og opin,
hláturpokinn og sjarmör, Brynjar er manngæskan uppmáluð, blíður og
duglegur, Kolbrún er orginal, dugleg í öllu sem hún gerir og fer alltaf sínar
eigin leiðir. Hún er í fótbolta og spilar á gítar nýlega og var strax búin að
stofna bílskúrsband í skúrnum mínum.
Dísa er duglega, góða og ábyrga elsta dóttir mín. Hún hefur verið með
mér í fullorðinshlutverki frá því tvíburarnir fæddust, þá tíu ára gömul. Hún
er ákveðin og skipulögð og stendur sig alltaf. Hún er listræn og skapandi
og stefnir á að læra arkitektúr eða læknisfræði eftir stúdentinn á næsta
ári."
Hér fannst mér kominn timi til að lofa Margréti að sinna áfram störfum
sínum. Við kvöddumst fyrir framan dyr Öryggismiðstöðvarinnar, sem
verður á vaktinni allan sólarhringinn að gæta fjöreggs þjóðarinnar, og ég
kann ekki alveg við að segja henni að hún megi eiga von á mörgum
heimsóknum frá konum á sextugsaldri, sem einu sinni nenntu ekki að
skoða það sem Þjóðminjasafnið hýsti. Núna eru þær eldri og þroskaðri
og Þjóðminjasafnið staður sem þær munu örugglega heimsækja eins og
aðrir. Það á nefnilega vafalaust eftir að verða kærkominn samvistarstaður
fjölskyldna. Þar verður hægt að njóta heilu daganna við fróðleik og
skemmtun fyrir aðeins sexhundruð krónur fyrir fullorðna - frítt fyrir börn
og ömmu og afa - og sitja á fallegu kaffihúsi með lítilli tjörn fyrir framan.
Þvilik breyting. Það er ekki að undra að þau sem að undirbúningnum
unnu árum saman hafi verið stolt á opnunardaginn!
cAima 'Kjintiiut lætiir ekki vitra kaiiu selja &ér &ömu fiuginyndina tvi&var.
ii'ún ætlar að reyna að fd á&knftarkort að Vjáðminja&afniiui...