Ský - 01.08.2004, Síða 26

Ský - 01.08.2004, Síða 26
SKÝ 26 Stjavna ^olf^allanna: KRISTINE - HREINT ÚTSAGT ÓTRÚLEG! Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar ekki er talað um annað en að Islendingar séu allir allt of feitir og latir og hreyfi sig ekki neitt, virðist samt sem annar hver maður sé kominn með golfdellu. Það eru síður en svo slæmar fréttir en hvað er það sem fær fólk á öllum aldri til að elta lítinn þolta á grasvelli? Margir segja að það að horfa á skíðagöngu eða maraþonhlaup í sjónvarpi sé álíka spennandi og að horfa á málningu þorna á vegg, en það hlýtur að vera eitthvað við þessa íþrótt sem við hin, sem heima sitjum, skiljum ekki. Ég sem fulltrúi þess hóps sem skilur ekki ennþá hvað er spenn- andi við golf fór á stúfana og talaði við Kristine Eide Kristjánsson sem kemur helst ekki heim til sín á sumrin því hún er alltaf úti á velli þótt komin sé á níræðisaldur. Nafnið Kristine er óvenjuiegt og því spyr ég hana fyrst hvaðan það komi. Hún segir mér að faðir sinn hafi verið norskur, hann flutti hingað 18 ára gamall og stundaði kaupmennsku og fleira. Sjálf er Kristine alin upp í Reykjavík. Hún var gift Árna Kristjánssyni sem var aðalræðismaður Hollands, á með honum fjögur börn og á núna 11 barnabörn og 6 barnabarnabörn. Tvö barna Kristine spila stundum golf og fjögur barnabarnanna eru liðtækir spilarar. ... ÞÁ ÞÓTTI ÞETTA SNOBBÍÞRÓTT’’ í dag bjóða mörg fyrirtæki upp á golfnámskeið og langir biðlistar hafa myndast í flestum golfklúbbum en hvernig var þetta þegar Kristine byrjaði? „Ég var komin yfir fimmtugt þegar ég byrjaði að spila golf," útskýrir hún í upphafi svars síns. „Það voru alls ekki svo margir sem spiluðu golf á þeim tíma, aðallega karlmenn og þetta þótti mikil snobbíþrótt. Ég hafði alltaf haft mikinn áhuga á útiveru, stundaði skíði af kappi og synti einnig. Á sumrin var auðvitað ekki hægt að fara á skíði svo mig vantaði einhverja íþrótt til að stunda yfir sumartímann. Þá var það vinkona mín sem byrjaði að siunda golf og fékk mig til að koma með sér. Mérfannst þetta nú ekki svo spennandi íþrótt og var aðallega að draga golfkerruna fyrir hana en naut útiverunnar og félagsskaparins. Þegar ég svo loksins prófaði að slá boltann næsta sumar fór ég að sjá að þetta var alls ekki svo vitlaust eftir allt." En ætli Kristine hafi gengið vel frá upphafi, var hún fæddur golfari? „Alls ekki," segir hún og hlær. „Mér gekk ekkert sérstaklega vel til að byrja með en tók þó þátt í fjölmörgum mótum og lenti oftar en ekki í neðsta sæti en það skipti engu máli því það var bara svo gaman að vera úti við, kynnast nýju fólki og svo er leikurinn sjálfur bara svo skemmtilegur. " Kristine var um tíma bæði meðlimur í GR og Golfklúbbi Ness en er í dag aðeins meðlimur í þeim síðarnefnda. Hún hefur keppt margoft í sveitakeppnum og meistaramótum. Hún segist ekki hafa hugmynd um hversu mörg verðlaun hún hafi fengið en þau séu líklega á bilinu tvö til þrjú hundruð! Helsti munurinn á golfinu í dag og þegar Kristine byrjaði að spila er kannski fjöldinn sem stundar íþróttina. „Þegar ég var að byrja var maður einn í heiminum og tók með sér nesti og borðaði á leiðinni. Við gátum jafnvel stoppað og tínt blóm og ber. í dag væri það sennilega ekki vinsælt, þetta er meiri keppni og biðin eftir að komast inn á völl er oft löng, sérstaklega þegar vinnudegi lýkur, svo það er ekki hægt að tefja alla hina sem bíða. Við vinkonurnar mætum oft strax eftir hádegi því þá er rólegra. En svo situr maðurjafnvel í 1-2 klukkustundir við skálann eftir leikinn og fær sér að drekka og spjallar við aðra spilara. Það er ekki siður skemmti- legt heldur en að spila, kynslóðirnar mætast og flestallir þekkjast. Við erum nokkrar vinkonur sem mælum okkur oft mót á vellinum en annars er alltaf einhver sem maður þekkir á staðnum sem maður getur spilað við." DRAUMAVÖLLURINN ER í SKOTLANDI Kristine fylgist einnig með golfi í sjónvarpi og hafði vakað frameftir yfir golfmóti í Bandaríkjunum kvöldið áður en ég hitti hana. Hún spilar einnig reglulega bridge með vinkonum sínum á veturna: „Frá miðjum maí og fram í september vita þær að það þýðir ekkert að reyna að fá mig til að spila." En hvað með frí erlendis, ætli golfarar fari bara í frí þar sem hægt er að komast í golf? „Ég reyni yfirleitt að taka golfsettið með mér, hef mikið spilað í Skotlandi þar sem ég og maðurinn minn vorum í námi. Á þeim tíma spiluðum við reyndar ekki golf en ég hef farið oft síðan. Einnig hef ég spilað á Spáni, í Portúgal, Danmörku og Bandaríkjunum. Þá hef ég reynt að fara á haustin eða vorin til þess að lengja tímann sem ég get spilað." Ég spyr hvort Kristine eigi sér einhvern uppáhaldsvöll eða jafnvel draumavöll. „Uppáhaldsvöllurinn minn er nú alltaf GR völlurinn, hann finnst mér mjög skemmtilegur. En draumavöllurinn er þó eins og hjá svo mörgum gamli St. Andrews í Skotlandi, vagga golfsins ef svo má kalla, en sá völlur þykir mjög erfiður."

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.