Ský - 01.08.2004, Side 32

Ský - 01.08.2004, Side 32
VERÐMÆT VERKSUMMERKI LIÐINS TÍMA: GRAFÍSK HÖNNUN Á ÍSLANDI SÝNING í HAFNARHÚS116. OKTÓBER-31. DESEMBER 2004. Oepdf Aonum - czð c/oótl / Hinn 16. október verður opnuð í Hafnarhúsinu yfirgripsmikil sýning um sögu grafískrar hönnunar á íslandi. Ekki hefur áður verið haldin heildstæð yfirlitssýning um grafíska hönnun hérlendis, en sagan sem þar liggur er samofin sögu lands og þjóðar. Samtíminn horfir gjarnan sljóum augum á umhverfi sitt og nytjalist hvers- dagsins er ekki veitt harla mikil athygli. Einmitt þessi sama nytjalist og hversdagsleiki verður þó með tímanum verðmæt verksummerki liðins tíma sem endurspeglar tíðaranda, þankagang og þjóðfélag af næmi og innsæi sem hvorki rúmast innan sagnfræðinnar né félagsfræðinnar. Sagan verður rakin í gegnum ýmsa miðla og birtingarmyndir fram til dagsins í dag. Efnisflokkarnir eru margir og viðfangsefnið margvíslegt, allt frá spegilmynd liðins tíma í formi auglýsinga, áróðurs, peningaseðla, umbúða og myndskreytinga, frá fyrstu sjón- varpsgrafíkinni, sjónvarpsauglýsingunum, bókunum og prentefninu til þess ferskasta sem á sér stað í dag. Gífurleg heimildavinna liggur að baki sýningarinnar enda hefur verið lagt kapp á að safna saman þeim fróðleik sem geymdur er hjá eldri söfnurum, fræðimönnum og leikmönnum, svo úr verði heilsteypt og fróðleg saga sem varpar áhugaverðu Ijósi á þennan þátt íslenskrar menningar, eða lágmenn- ingar. FJALLKONAN SKREYTIR SKÓSVERTU OG SÚKKULAÐI ... Segja má að forverar grafískra hönnuða nútímans séu ritarar og lýsingameistarar gömlu handritanna, en á sýningunni verður farið aftur til ofanverðrar 19. aldar til þjóðfélags sem tekur miklum stakkaskiptum á stuttum tíma. Sjálfstæðisbaráttan er ! algleymingi. Hér liðkast til um verslunarhætti og íslensk samfélagsskipan þróast úr einföldu bændasamfélagi yfir í borgaralegri menningu. Islensk bankastarfsemi, íslensk stjórnsýsla og fyrirtæki spretta fram á sjónar- sviðið. Vélar iðnbyltingarinnar láta á sér kræla á fjörum landsins og í hinni nýju samfélagsskipan verður til áður óþekkt verkaskipting. Listiðn sú sem áður var innt af hendi inni á heimilunum fer nú í sérhæfðari hendur, utan heimilisins. Hin nýtilkomnu íslensku fyrirtæki verða að skapa sér andlit í augum almennings og þar með skapast ríkari þörf fyrir gerð myndtákna og sjónrænna skilaboða. Lengi framan af kom það í hlut listfengra iðnaðarmanna að fást við ólíka þætti hönnunarinnar. Málarar, tréskurðarmeistarar, gullsmiðir og hagleiksmenn spreyttu sig á skiltagerð, hönnun merkja, auglýsingum og þv! sem til féll. Á fyrstu tugum tuttugustu aldarinnar má finna sterka undiröldu þjóðernishyggjunnar sem blómstrar í hjörtum landsmanna. Þjóðhátíðarnar hvetja menn til dáða og leitast er við að sýna hinum erlendu gestum og fyrirmönnum glæsta mynd af landi og þjóð. Hin fríða fjallkona skreytir jafnt merki, skósvertu, súkkulaði sem seðla, og landvættir, Gullfoss, Geysir og Hekla verða að ættjarðartáknum sem komið er á framfæri svo viða sem frekast er unnt. SIGLT TIL MENNTA Fyrstu teiknararnir sigla utan til mennta á fjórða tug aldarinnar og snúa til baka sem fyrsta fagmenntaða kynslóðin. I kjölfarið eru fyrstu auglýsingastofurnar stofnaðar. Hugtakið "hönnun" var ekki til á þessum árum og töluðu fagmenn því um sig sem teiknara eða auglýsingateiknara. Myndmálið verður smátt og smátt alþjóðlegra. Straumar og stefnur tuttugustu aldarinnar endurspegla áhrif sín hér á landi, einstaka menn hafa afgerandi áhrif og fagið þróast í takt við þjóðfélagið. RYKIÐ DUSTAÐ AF NEYSLUVÖRUM GÆRDAGSINS Hönnun í upplifunar- og neysluþjóðfélagi samtímans á sér ótal andlit, teygir anga sína viða og farin hefur verið alllöng leið frá þeim list- fengnu handverksmönnum er lögðu brautina i upphafi. Hönnun nútimans snýst oft um hið áþreifanlega, en jafnframt um hið óáþreifanlega, um kenndir, hræringar, upplifun og miðlun. Almennur áhugi er á margvíslegri hönnun um þessar mundir, en ætlunin er að höfða ekki síður til almennings. Veita sýn á þann samtima og það þjóðfélag sem grafísk hönnun endurspeglar á hverjum tíma. Dusta rykið af neysluvörum gærdagsins og vekja athygli á því sem vel er gert í nútímanum. pÍT ( félafT i&letukra hdktiara) Atcndur að cýiiuujunni, en félagið fagnaði 50 ára afinæli &ínu á siða&tliðnw ári.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.