Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 36

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 36
Iiu þnsirnd inanit** ■ gollklnbbum landsms GOLFSPRENGING Á ÍSLANDI - HVAÐ ER TIL RÁÐA? Nokkuð hefur verið rætt og ritað um þá golfsprengingu sem átt hefur sér stað á íslandi á undanförn- um árum. Iðkendafjöldi hefur rokið upp á örfáum árum og nú er svo komið að innan Golfsambands íslands eru yfir 10 þúsund manns. Það þýðir að sá fjöldi er skráður í einhvern af þeim 60 golfklúbbum sem starfræktir eru allt landið um kring. Þetta segir þó ekki alla söguna því áætlað er að helmingi fleiri stundi íþróttina að einhverju marki, án þess að vera meðlimir í golfklúbbi. Ekki sér fyrir endann á fjölgun iðkenda en af íþróttaiðkendum á íslandi eru einungis fleiri sem stunda knattspyrnu. Nú er svo komið að margir golfklúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru orðnir yfirfullir og geta ekki tekið við mörgum nýjum félögum á ári hverju. Eftirspurnin er því einfaldlega orðin meiri en framboðið á þessu svæði. Hvað er því til ráða? Hvernig er hægt að bregðast við þessari þróun? Ský leitaði til tveggja tveggja manna í störfum tengdum golfíþróttinni og leitaði álits þeirra á þvi hver ættu að vera næstu skref. SKÝ 36 Haukur Örn Birgisson lögfræðingur er í hlutastarfi hjá Golfsambandi íslands og þekkir því málið vel, sem GSÍ lítur væntanlega á sem fremur jákvætt vandamál: „Klúbbarnir eru auðvitað misfjölmennir, það veltur á því hvort þeir hafa yfir 18 holu eða 9 holu golfvelli að ráða. Þeir sem eru með 18 holu völl eru yfirleitt með rúmlega 1000 meðlimi. Golfklúbbur Reykjavíkur er þó með yfir 2000 meðlimi en hann hefur líka yfir tveimur 18 holu golf- völlum að ráða. Hjá flestum klúbbum á Reykjavíkursvæðinu eru bið- listar og getur það tekið upp undir tvö ár að komast að. Vissulega eru þeir yfirfullir og eftirspurnin á ári hverju er alltaf aðeins meiri en af- fölllin." Haukur telur fyrst og fremst tvo kosti vera í stöðunni: „Að mínum dómi er tvennt í stöðunni. Annars vegar getur fólk skráð sig í golfklúbb í nágrenni höfuðborgarsvæðisins en fjölmargir góðir golfvellir eru á Suðurlandi, Vesturlandi og Suðurnesjum. Þessir klúbbar geta tekið við félögum og i mörgum tilfellum er um 30 mínútna akstur að ræða, sem víða erlendis myndi þykja viðunandi tími til þess að komast í golf. Þeir aðilar geta svo vitaskuld stundað íþróttina á höfuðborgarsvæðinu gegn greiðslu vallargjalds. Hins vegar er hægt að fjölga golfklúbbum og golfvöllum á höfuðborgarsvæðinu og mér finnst blasa við að til þess þurfi að grípa sé þess kostur. Reyndar eru ýmsar hugmyndir í gangi þar að lútandi en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum. Það er nægilegt landsvæði fyrir hendi." Hvar telurðu mestar líkur á því að næstu golfvellir rísi? „Menn hafa verið að gæla við ýmsar hugmyndir í þeim efnum og nokkuð hefur verið horft til Hafnafjarðar, þ.e. suður af Straumsvík er landsvæði sem kemurtil greina. Einnig er gert ráð fyrir einhvers konar útivistarsvæði á Kjalarnesi og þar gæti orðið til golfvöllur. Auk þess er verið að búa til 9 holu golfvöll á Álftanesi. Við þetta má einnig bæta að ýmsir klúbbar á höfuðborgarsvæðinu eru að stækka við sig. Kjölur í Mosfellsbæ er að stækka sinn völl í 18 holur, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar er að bæta við 9 holum hjá sér og slíkar hugmyndir eru einnig uppi hjá GR og Golfklúbbnum Oddi. Þegar klúbbar eru að bæta við sig 9 holum er hægt að gera sér vonir um að þeir geti bætt við sig 400-500 nýjum félagsmönnum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.