Ský - 01.08.2004, Side 37
Edwin R. Rögnvaldsson starfar sem golfvallarhönnuður á íslandi og
þekkir því vel til þeirra aðstæðna sem upp koma þegar hugað er að
byggingu golfvalla. Hvaða leiðir telur hann heppilegast að farnar
verði á næstu árum?
„Land á höfuðborgarsvæðinu er dýrt og það minnkar möguleika
einkaaðila á að byggja góðan golfvöll nærri borginni. Landakaup á
þessu svæði eru mjög stór hluti af heildarkostnaði við verkið og hér-
lendis tekur langan tíma að græða upp golfvelli þegar mótun þeirra
er lokið. Því þarf í flestum tilvikum mjög "þolinmótt" fjármagn til að
hugmynd um einkarekinn golfvöll á höfuðborgarsvæðinu verði að
veruleika og slíkt fjármagn vex ekki á trjánum. í Ijósi þessa eiga land-
eigendurnir sjálfir mestu möguleikana - og á meðal landeigenda tel
ég sveitarfélög. Byggð á höfuðborgarsvæðinu þenst stöðugt út og í
Ijósi þeirrar þróunartel ég vert að nefna tvær leiðir sem eru mér ofar-
lega í huga; golf í íbúðabyggð og golfvellir samhliða almennum
útivistarsvæðum. Báðar þessar útgáfur tíðkast erlendis, en sú
fyrrnefnda er betur þekkt og hefur verið langalgengasta form
golfvallagerðar í Bandaríkjunum í mörg ár. Sú síðarnefnda, þ.e. golf
Innan um aðra útivist, er raunhæfur möguleiki hérlendis að mínu
rt'ati. Eg segi það vegna þess að ég hef unnið að slíku verkefni á
Blikastaðanesi fyrir Golfklúbbinn Kjöl í Mosfellsbæ að undanförnu og
tel með hliðsjón af þróun mála þar að þessi lausn geti hentað
prýðilega samhliða útþenslu byggðar á suðvesturhorninu á næstu
árum."
Geturðu lýst þessum hugmyndum nánar? Hvers vegna telurðu
þessar leiðir betri en aðrar?
„Ef við byrjum á golfvallagerð samhliða annarri útivist, þá er þetta
útfærsla sem ég hafði ekki hugleitt fyrr en ég hóf að vinna einmitt að
slíkri skipulagningu á Blikastaðanesi. Ég ætla ekki að fara út í það í
smaatriðum hér, en lesendur geta kynnt sér verkefnið nánar á
www.golfvellir.is. Við þá vinnu sannfærðist ég um ágæti þessarar
útfærslu, en hún byggist á góðri samvinnu allra hagsmunaaðila.
Helstu kostirnir við þetta fyrirkomulag er að góð hirðing útivistar-
svæðisins er tryggð með tilurð golfvallarins og gefur einnig mögu-
l0ika á fjölbreyttari notkun mannvirkja. Klúbbhús golfvallar getur
þannig orðið notalegur áningarstaður útivistarfólks. Golfvöllurinn
verður einnig mun aðgengilegri - sérstaklega fyrir börn og unglinga.
Bá eykur þessi útfærsla möguleika á að nota ýmis síðri landsvæði til
otivistar, þar sem bygging golfvallarins færi saman við almenna
fegrun og snyrtingu á jaðarsvæðum stíga og annarrar aðstöðu sem
kann að vera komið upp fyrir almenning.
Hið sama gildir um hinn valkostinn. Bygging golfvallar og
'búðabyggðar hefur aldrei verið sameinuð í eitt verkefni hérlendis.
Bað eina sem kemst nálægt því er Korpúlfsstaðavöllurinn í Reykjavík.
' dag er þetta langalgengasta aðferðin við skipulagningu golfvalla í
Bandaríkjunum og áhrifamesta fjáröflunarleiðin þar í landi. Slíkt
verkefni hefur marga kosti. Þessi leið er t.d. kjörin þegar byggð er
skipulögð í nánd við náttúrufyrirbæri sem eru umlukin helgunar-
svaeðum sem ekki má byggja á. Við slíkar aðstæður getur golfvöllur
Passað inn i þess konar svæði. Dæmi um þetta er golfvöllurinn á
Geysi, en hugmyndin að honum varð til vegna slíkra helgunarsvæða
sem ekki var leyfilegt að skipuleggja frístundalóðir á. Einn af þeim
helstu er nýting uppgraftar vegna gatnagerðar og úr húsagrunnum til
mótunar vallarins. Verktakinn sparar sér mikinn akstur með þessum
hætti og möguleikar í golfvallagerð aukast samtímis. Þessi tilhögun
er einnig tilvalin fyrir tiltölulega óaðlaðandi land, t.d. þar sem
jarðvegur er þungur og blautur. Hönnunin er yfirleitt þess eðlis að
votlendi skilur að golfvöll og byggð, bæði vegna framræslu og til að
varna því að illa heppnuð högg valdi hættu eða skemmdum.
Votlendið skapar einnig lífríki fyrir ótal tegundir lífvera. Með þessu
móti er hægt að gera óspennandi svæði að eftirsóttu landi til búsetu,
þar sem nóg er af grænum, vel hirtum svæðum og fjölbreytilegri nátt-
úru. Þá hefur það sýnt sig að verðgildi húseignar eykst um 20% ef hún
tengist golfvelli. Slíkar eignir eru líka yfirleitt auðseljanlegar... og hver
vill það ekki?"
'Kjiótján Jánsson er lausapenni og, illa fialdinn afgaifsjking.il..