Ský - 01.08.2004, Page 38

Ský - 01.08.2004, Page 38
DANSAÐ ÚT ÚR FÁTÆKTINNI & LEIÐINDUNUM Ungt fólk á Kúbu á sér þann draum stærstan að komast til annarra landa, kynnast heiminum. Það er sannarlega draumur í fjarlægð þegar fólk hefur bara 10 dollara í laun á mánuði. En unga fólkið veit að það getur notið líð- andi stundar við dans og söng og það er einmitt það sem Sesselja Bjarna- dóttir upplifði í heimsókn sinni til Kúbu. Þar sótti hún danstima með ungu fólki og hún býður okkur að fá innsýn í líf þeirra ... Frá litlum þröngum húsagarði á bak við kirkjuna í miðbæ Bayamo berast háværir trommutónar. Húsið er frá miðri átjándu öld, byggt í nýlendustíl þess tíma þegar Spánverjar réðu ríkjum á Kúbu. Garður- inn er ósléttur, lagður litlum hellum sem verða sleipar eftir hitabeltis- regnskúrana sem nú á þessum árstíma eru daglegir. Þegar dansað er í garðinum er hætta á að skinnið á fótunum rifni og auðvelt er að renna til í bleytunni. Fyrsta kvöldið sem ég mætti til að dansa var mér boðið upp á Tamar- indo-fræ. "Þetta er svo gott fyrir sníkjudýrin," sagði kennarinn mér. "Ha, hvaða sníkjudýr?" spurði ég fávíslega. Jú, sníkjudýrin sem marg- ir eru smitaðir af og berast með óhreina kranavatninu sem er í boði hér í Bayamo-borg á austurhluta Kúbu. Úps, og ég sem var búin að vera að drekka þetta vatn hér í margar vikur. Ég hámaði í mig Tamar- indo-fræin sem mest ég mátti áður en dansinn byrjaði. Hópurinn sem hittist á hverju kvöldi samanstendur af fjórtán stúlkum og átta strákum. Dansarnir eru afrókúbanskir þjóðdansar, salsa, mambó og cha cha cha. Hópurinn dansar af mikilli innlifun og af ótrú- legri fimi. Tónlistarmennirnir eru tveir, sem berja trommur, slá taktinn með tré- og járnhljóðfærum og syngja með sömu söngvana og hljómað hafa á Kúbu síðastliðin hundrað ár. Hugmyndina að þessum danshópi á Felix Carballo, sem útskrifaðist sem danskennari fyrir fjór- um árum, og eiginkona hans Tamara sem er útskrifuð úr listaskóla Bayamo með dans sem aðalfag. Öll kvöld mæta þau með dóttur sína Körlu sem er fimm ára gömul ásamt trommurunum tveimur og hópi ungs fólks sem öll eiga það sameiginlegt að elska dansinn. Felix og Tamara stofnuðu danshópinn og eru nú að berjast fyrir að fá fjármagn til að geta keypt föt á dansarana svo hægt sé að sýna á skemmtunum og á kjötkveðjuhátíðum. ítalirnir sem höfðu lofað að styðja þau hafa ekki staðið við sitt. Draumurinn er að kenna dans utan heimalandsins í von um að fá sómasamlega borgun fyrir vinnu sína og byggja dansflokkinn upp. En allstaðar er nóg af danskennurum, því miður, því Felix og Tamara eru ótrúlega góðir dansarar og trommar- arnir þeirra eru atvinnumenn í faginu. Trommararnir kenna á hljóðfæri við listaskólann í Bayamo, auk þess að spila á skemmtunum og kjöt- kveðjuhátíðum víða um land. Þeir hafa meðal annars spilað í gömlu höfuðborginni Santiago de Cuba, þar sem flottasta og villtasta kjöt- kveðjuhátíð landsins er haldin í ágúst á hverju ári. Ungmennin sem taka þátt í æfingunum eru dæmigerð fyrir æsku Kúbu. Sum með drauma um að verða atvinnudansarar og komast þannig út úr fátæktinni sem einkennir kúbanskt samfélag. Aðrir eiga þann draum einan að giftast útlendingi og komast þannig úr landi. Á Kúbu er menntun ókeypis og hægt að læra hvað sem manni dett- ur í hug. Hins vegar eru launin svo lág, eða um 10 dollarar á mánuði, að lúxus eins og tölvur, símar og utanlandsferðir eru hlutir sem kúbönsk ungmenni geta aðeins látið sig dreyma um og það er erfitt að láta drauminn rætast. Eldri kynslóðin ber ástandið saman við tím- ann fyrir byltinguna, þegar fólk svalt, ofbeldi var útbreitt og læknis- þjónusta og menntun var aðeins fyrir útvalda, og er hrædd við allar breytingar á kerfinu. Yolexis, ein stúlkan í hópnum, var búin að fá vinnu á dýraspítala en launin voru svo lág að hún nennti hreinlega ekki að vinna allan daginn fyrir þeim. Gerir ekkert í staðinn, nema að dansa á kvöldin og vonast eftir að hitta útlendinga sem geta boðið henni út að borða, á Kabar- ettinn eða inn á skemmtistaðinn þar sem borga verður með dollurum.

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.