Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 47

Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 47
,,Það er svo merkilegt að ég hef aldrei þurft að auglýsa. Hér heima hafði ég byrjað með lífsþjálfun, þar sem ég vann með tungutak, birtingu og stellingar - ég hafði í raun lítið með líkamsrækt að gera, nema þá að hjálpa fólki að kynnast líkam- anum. Þótt ég væri fyrsti einkaþjálfari íslands lagði ég alltaf meiri áherslu á forsenduna fyrir því hvað maður væri að vinna að fremur en hvernig maður gerði það. Hvernig við notuðum líkamann til að ná þeim árangri sem við þurfum. Ef þú notar ekki líkamann rétt hefurðu ekki heilbrigða sjálfsímynd °g þar af leiðandi hvorki þrek né orku til að takast á við breytingar. í rauninni gerði ég ekkert annað í Los Angeles en það sem ég hafði gert hér heima." Guðni er orðinn „þekktur maður" í Los Angeles. Hvaða augum lítur hann ísland nú - erum við bara litla þjóðin sem þú fórst frá eða ... ? „Nei, ég elska ísland," segir hann með áherslu. „Island er stórkostlegasta þjóð sem ég þekki. Það eru forréttindi að vera íslendingur. Það eru hvergi í heiminum sömu tækifæri og sama velmegun og hér. Eg er stoltur af þeirri þróun sem á sér stað hérna. Ég er stoltur af vetninu, ég er stoltur af því að við erum tiltölulega mengunarlaus. Ég er stoltur af því að við skyldum ekki hafa stigið út úr moldarkofanum fyrr en 1944 en vera orðin stórþjóð sextíu árum síðar. Ég er stoltur af því hvað þetta er einstakt land. Þegar ég tala um ísland í útlöndum, þá er ég stoltur af því að vera Islendingur. í samanburði við önnur ríki erum við ennþá mjög saklaus, jafnvel þótt ofbeldi hafi vaxið hér. Ég hef verið í Bandaríkjunum í fjórtán ár og þegar ég kem heim og horfi til sjávar þá sé ég hvað ég er íslenskur. Það er ekki hugsun, það eru tilfinningar." ENGAR TILVILJANIR Hefur aldursmunur eitthvað með aldur að gera ...? „Nei, ég held að ekkert hafi það, annað en það sem maður leyfir að hafa með aldur að gera. Ég gæti ekki hugsað mér að vera með annarri konu. Guðlaug er stórkostleg kona, vel gefin og kærleiksrík. Svo getur maður velt vöngum yfir því um hvaða aldur fólk er að tala. Er það sálaraldurinn eða líkamsaldurinn?" Meðan við höfum verið að tala saman hafa konur heilsað Guðna með virktum, en engin þeirra kveikir blik í augu hans nema Ijóshærð kona með barn í vagni. Enda kemur í Ijós að hér er á ferðinni eiginkona Guðna, Guðlaug Pétursdóttir, og nýr prins þeirra, Gunnar Pétur, sem fæddist 6. maí. Mér léttir nú eiginlega að þú hafir þann smekk að fá þér íslenska konu! „Já,við Guðlaug kynntumst í Los Angeles og höfum verið gift í fimm ar- Ég held að við íslendingar finnum hvert annað í útlöndum. Fyrst eftir að ég kom til Bandaríkjanna fyrir fjórtán árum voru margir Islendingar í námi þar. Þá var samgangur við íslendinga en mitt sam- félag var stærra við Bandaríkjamenn." En það að þú skyldir verða ástfanginn af íslenskri konu? Er það tilviljun að þið hittust eða er þetta allt skráð í stjörnurnar? „Það eru engar tilviljanir. Þetta er allt ákveðið ferli. Það eru ákveðnir straumar í gangi. Þegar við Guðlaug hittumst var það kærleikur við fyrstu sýn. Það er sextán ára aldursmunur á okkur og við urðum strax góðir félagar. Við höfðum þekkst í rúmlega hálft ár þegar við fórum fyrst á stefnumót og við vissum hvorugt að við værum að leita eftir astum hvort annars. Einn góðan veðurdag rann upp fyrir okkur að eitthvað miklu meira var í gangi en við höfðum leyft okkur að upplifa °9 úr því varð hjónaband." SPORIN SJÖ A Islandi starfa nú þrír rope yoga kennarar og á fjórða tug eru að læra til kennara. Það er ástæðan fyrir heimsóknum Guðna hingað til lands nokkrum sinnum á ári. Hann hefur haldið helgarnámskeið og í nóvember er hann væntanlegur aftur með tvö námskeið, bæði fyrir kennara og almenning. En í Ijósi þess að rope yoga er nú orðið tvítugt má kannski furða sig á því hvers vegna það er að slá þvílíkt í gegn núna að virðulegar konur á sextugsaldri eru mættar í tíma klukkan rúmlega sex á morgnana: „Það varð ekki fyrr en núna, eftir að bekkurinn varð tilbúinn, sem við vorum tilbúin í að markaðssetja vöruna," svarar hann. „Ég hafði alltaf einsett mér að þróa vöruna og heimspekina á bak við rope yoga þannig að það væri tilbúið í pakka áður en markaðssetning færi af stað." Og hver er heimspekin? „í stuttu máli þá er athygli eða að vakna til vitundar númer eitt. Hvað þarftil þess að þú vaknir til vitundar? Hversu mikinn sársauka þarftil þess að þú vaknir af þessum væra draumi sjálfhverfingarinnar? Ég segi að menn fá að meðaltali þrjú stór tækifæri á lífsleiðinni til að vakna: Gjaldþrot, krabbamein, hjónaskilnaður - og annað í þeim dúr. Hvað þarf til að ná athygli þinni? Heimspekin byggist á sjö sporum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.