Ský - 01.08.2004, Blaðsíða 48
SKÝ
48
Fyrsta skrefið er eldgosið, þessi rauði eldur, umbrot. Skref númer tvö
er að taka ábyrgð. Það að taka ábyrgð gefur þér tækifæri til að velja
viðbrögð; þú bregst ekki lengur ósjálfkrafa við. Þú getur hins vegar
ekki valið viðbragð nema fyrirgefa sjálfum þér. Ef þú gerir það ekki
ertu skilyrt. Það er ekki fyrr en þú ert ekki háð eða skilyrt, þegar þú
hefur áttað þig á að það er „Nú" en ekki „þegar". Þeir sem eru ekki
vakandi eru með skilyrt líf: Ég ætla að verða hamingjusamur þegar ég
fæ hár - eða þegar ég vinn í lottóinu - þegar ég fæ nýjan bíl - þegar
ég eignast barn og svo framvegis.
Þegar maður kemur að skrefi númer tvö, þá áttar maður sig á að
maður er sjálfur uppspretta hamingjunnar og maður er skapari. Við
getum valið viðbragð og þar með breytt öllum forsendum lífs okkar.
Við áttum okkur á frjálsum vilja okkar og getum tekið ábyrgð á
honum. Skref þrjú er ásetningurinn. Ásetningur er mikilvægur því ef
maður velur ekki er maður valdlaus. Val er vald. Það að velja ekki er
sjálfssvik. Þegar við höfum tekið ábyrgð getum við valið okkur til-
gang. Tilgangur er undirstaða hamingjunnar. Fjórða skrefið er loforð.
Það er heilagt. Flest svíkjum við, Ijúgum, prettum, yfirgefum, svíkjum
okkur sjálf, bælum. Öll hryðjuverk heimsins eru innan í okkur sjálfum.
Við beitum okkur sjálf andlegu og tilfinningalegu ofbeldi frá morgni
til kvölds. Ef við förum ekki að átta okkur á þessum svikum gagnvart
okkur sjálfum getum við ekki öðlast hreina og tæra sjálfsímynd. Ef við
hættum ekki að fresta, förum að taka ábyrgð og halda loforð, þá
verður ekki lengra haldið. Skref númer fimm er að leyfa framgang og
það skref er ekki hægt að taka nema við höfum staðið við fyrstu
fjögur skrefin, að við séum með hreinan skjöld, höfum efnt loforð
okkar, sagt satt og getum litið á okkur sjálf með virðingu. Við verðum
að elska okkur sjálf og sýna okkur umhyggju.
Skref númer sex kalla ég innsæi. Þá fylgjumst við með okkur sjálfum
og þegar okkur verða á mistök eða við förum af braut, þá komum við
okkur aftur inn á réttu brautina með kærleik og blíðu. Skref númer sjö
er þakklæti. Á því augnabliki er maður uppljómaður. Þá er aðeins
kærleikur, blíða og gleði."
VIÐ ERUM ÖLL TÝND
Eru allir sem fara í rope yoga að leita að því sama?
„Já, það eru allir að leita að því sama," segir hann án umhugsunar.
„Það eru allir að leita að sjálfum sér. Ég er að vinna að bók sem heitir
"If something is missing in your life - it's you". Við erum öll meira og
minna fjarverandi í okkar eigin lífi. Það er engin eining og engin kyrrð
í lífi okkar. Við erum öll að leita að þessari innri hugarró. Sumir fara til
Indlands í þessari leit, aðrir fara til Kína, enn aðrir upplifa raunir, en
vandamálið er alltaf við sjálf. Á þessu ferðalagi áttum við okkur sem
betur fer á því að það var aldrei neitt týnt - nema við."
Minnug þess að hafa lesið að Guðni Gunnarsson hafi haft Kim
Basinger í rope yoga tímum fyrir tökur myndarinnar Eight Mile
vaknar sú spurning hvort það skipti hann miklu máli að stjörnuliðið
skuli leita til hans.
„Það skiptir sjálfan mig engu máli, en það skiptir framtíð rope yoga
máli," svarar hann af einlægni. „Því miður, liggur mér við að segja.
Þegar ég var í viðtölum í Bretlandi í fyrra höfðu blaðamenn engan
áhuga á mér eða því sem ég var að gera. Það eina sem þeir vildu fá
svar við var hvaða stjörnur ég hefði þjálfað. Ég hef unnið miklu meira
með framkvæmdastjórum og forstjórum heldur en stjörnum, enda
vinn ég mest með velmegunarástand. Ég vinn með fólki sem hefur
allt nema sjálft sig. Stjörnurnar hafa auglýsingaáhrif, en ekki önnur
áhrif."
Eru íslendingar týndari en aðrir?
„Nei, við erum ekki týndari en aðrar þjóðir, en hér er gengur allt svo
hratt. Orkan á íslandi er mjög hröð. Horfðu bara á skýjafarið. Það er
offors í orkunni hér þannig að við erum öfgakennd á margan hátt. Við
tökum okkur fyrir hendur hluti sem aðrar þjóðir gera ekki. Við sigrum
ítali í landsleik eins og ekkert sé. Ef við lítum til þess sem er að gerast
hér í þjóðmálum, þá erum við stórþjóð. íslendingar eru dugnaðarfólk,
en það er mikil neysla hér á öllum sviðum. Það er jafnmikið um
fjarveru og flótta hér og annars staðar, en það verður meira áberandi
hér því við getum ekki falið það. Hér sjá allir alla."
Hversu lengi stendur þessi leit yfir með aðstoð rope yoga? Er það
skyndilausn, finnur maður sjálfan sig á nokkrum vikum?
„Leitin fer eftir því hversu mikinn kærleik og umhyggju fólk ertilbúið
að sýna sjálfu sér; hversu mikið það er tilbúið að fyrirgefa sjálfu sér.
Það er ekkert flóknara. Enginn verður uppljómaður nema í gegnum
kærleika, í gegnum hjartað. Það er ekki fyrr en maður getur auðsýnt
sjálfum sér kærleik að einhverjar breytingar fara af stað."
Fólk talar um þig sem mikinn gúru ...
„Gúru þýðir bara kennari", svarar hann að bragði. „Við erum öll
samábyrg því það talar enginn nema hlustun eigi sér stað. Ég ber
ekkert á borð fyrir neinn sem vill ekki hlusta á það sem ég segi. Ef fólk
upplifir eitthvað skemmtilegt þegar ég kenni því, þá tekur það
ábyrgð á því sjálft."
En geta allir stundað rope yoga - er enginn of feitur eða of mjór ...
„Það er enginn til sem er of feitur eða of mjór," svarar Guðni áður en
ég hef botnað setninguna. „Það er enginn feitari eða mjórri en hann
vill vera. Það er til fólk sem hefur hlaðið á sig þyngd í mörg ár og ef
það vill taka á því, þá er rope yoga mjög góður vettvangur til þess.
Böndin veita stuðning og aðgang að kviðnum sem er kjarni líkamans
og þetta er einstaklega kærleiksrík aðferð. Það getur enginn grennt
sig með offorsi, en það er auðvelt að grenna sig með kærleika. Það
eina sem viðkomandi þarf til að stunda rope yoga er að hafa vilja til
að sýna sjálfum sér umhyggju og kærleik. Það getur enginn nema
horfast í augu við sjálfan sig."
c4nna IQi&tine fiáf leitina að &ér ineá því að
drekka teballa með Quðna Qunnars&yni, Aug.my.nda-
smið rapeyaga. iPeim <sem tiafá áfiuga á að jinna &jálfa
&ig ei' bentá tieima&íðuna rapeyaga.i& eða rapeyaga.com