Ský - 01.08.2004, Page 59

Ský - 01.08.2004, Page 59
þær síst áhugaminni eða lengur að ná tökum á þeim. Þó nokkrar konur hafa fengið kennslu í haglabyssuskotfimi hjá okkur og það er líka töluvert um að vinkonur sem hafa verið að „gæsa" einhverja vinkonu sína hafi komið og fengið að prufa að skjóta úr haglabyssu, Svo má ekki gleyma því að mörg hjón hafa þetta áhugamál og hafa því sótt námskeiðin saman." EINKAKENNSLA Hvar og hvernig fer kennslan fram? „Skotskólinn er með aðstöðu sína að Iðavöllum sem er æfinga- og keppnis- svæði Skotíþróttafélags Hafnarfjarðar. Völlurinn er í Kapelluhrauni rétt sunn- an við Álverið í Straumsvík og ofan við kvartmílubrautina. Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar hefur á undanförnum árum byggt upp glæsilega aðstöðu til skotíþrótta að Iðavöllum sem Skotskólinn er stoltur af að geta boðið við- skiptavinum sínum upp á. f Skotskólanum er lögð rík áhersla á einkakennslu og reynt að mæta þörfum og kröfum hvers og eins. Við bjóðum líka upp á kennslu í smærri hópum. Farið er yfir almennar öryggisreglur um meðferð skotvopna, byssuupptöku, fótastöðu, ráðandi auga og mismunandi skot- mörk. Lögð er áhersla á að veiðimaður sé tilbúinn til að takast á við skot- mörk út í náttúrunni þegar veiðitímabilið hefst." Þurfa þátttakendur að eiga sjálfir byssur? „Nemendur eru hvattir til að nota sinn eigin útbúnað en Skotskólinn get- or lánað þann búnað sem til þarf sé þess óskað. Byrjendur, og aðrir sem vilja kynnast haglabyssuskotfimi, geta því bókað tíma án þess að hafa komið sér upp viðeigandi útbúnaði. Við notum eingöngu haglabyssur, en þær eru af mörgum tegundum og gerðum. Mest er þó um tvíhleypur og hálfsjálfvirkar haglabyssur. En hvað um þá sem sífellt vilja „verða betri"? Hversu góður getur mað- ur orðið og hvert er viðmiðið? „Ef hægt er að tala um viðmið, þá er það kannski að gera allt sem í okkar valdi stendur sem veiðimenn að vera vel undirbúnir fyrir veiðitímabilið. Það gerum við best með því að æfa okkur í að skjóta á flugi og hentar þá leirdúfuskotfimin einstaklega vel. Undirbúningsleysi veldur því oft að veiðimenn hitta illa og fá lítið sem ekkert út úr ferðinni, nema vonleysi og sektarkennd yfir því að hafa lítið veitt og vita um særða fugla bíða dauð- ans, hugsanlega svo dögum skiptir úti í náttúrunni. Við eigum að sýna náttúrunni þá virðingu að vera í góðri æfingu þegar að veiðitímabilinu kemur, það er hið eina og sanna viðmið." Hvað er svo framundan hjá Skotskólanum í vetur? „Það eru spennandi tímar framundan. Ásamt því að leiðbeina áhugasöm- um um skotfimi á Iðavöllum munum við einnig halda áhugaverða fyrir- lestra og námskeið um veiðiskap og skotfimi í vetur. Skotskólinn hefur fengið marga af færustu veiði- og skotmönnum landsins á sínu sviði í lið með sér og munu fyrirhuguð námskeið verða auglýst þegar líða tekur á haustið. Erlendir gestakennarar munu einnig heiðra Skotskólann með nær- veru sinni í framtíðinni og munu þekktir einstaklingar í heimi skotíþrótta fara þar fremstir. Allir sem áhuga hafa á skotfimi og veiðiskap almennt, ættu að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi í dagskrá Skotskólans í fram- tíðinni," segir þessi margfaldi íslandsmeistari í skotfimi; maðurinn sem er þeim hæfileikum búinn að gera ástríðu sína að atvinnu sinni ... ‘Ég- segi ekki að nmður smid&t af áfiuffa af álkun mðtalunv, eti það fréttut af Ömiw 'Kri&áne inni fyá ky&éiiátnið wn daginn ...

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.