Ský - 01.08.2004, Síða 66

Ský - 01.08.2004, Síða 66
SKÝ 66 ,,Á fjögurra klukkustunda fresti er einn Islendingur fórnarlamb hjartatengdra sjúkdóma.” Þessi orð má lesa í kynningarbréfi nýstofnaðs minningarsjóðs Þorbjörns Árnasonar, sem stendur fyrir söfnunarátaki til kaupa á gervihjarta, því fyrsta sinnar tegundar á íslandi. Það er Birna Sigurðardóttir sem stendur fyrir söfnuninni, en í nóvember síðastliðnum lést eiginmaður Birnu af völdum hjartasjúkdóms. Átakið fer formiega af stað með styrktartónleikum í Háskólabíói iaugar- daginn 6. nóvember, þar sem fram koma margir af fremstu tóniistarmönnum þjóðarinnar. En hvað er gervihjarta og hverjum mun það gagnast? „Gervihjarta er dæla, sem gagnast þeim sem fengið hafa hjartaáfall og drep í hjartað. Með tilkomu dælunnar eru hjartaígræðslur á undanhaldi. Dælurnar koma til með að taka við hlutverki þeirra að miklu leyti því hjörtu fyrir ígræðslur liggja ekki á lausu.,, Hvað kostar gervihjarta? „Kostnaður við kaup á fyrstu dælu nemur tugum milljónum króna, en fer síðan lækkandi. Astæðan er sú að menntun og undirbúningur við fyrsta tækið er kostnaðarsamt, en það er þegar hafin menntun í kringum þessar dælur. Sú menntun er í höndum þeirra frábæru hjartaskurðlækna sem við íslendingar eigum." Minningarsjóður um Þorbjörn Árnason stendur fyrir söfnuninni. Hver var Þorbjörn? „Þorbjörn Árnason var eiginmaður minn, sem lést í nóvember í fyrra 55 ára gamall, en hann var með arfgengan hjartasjúkdóm. Hann var maður sem margir þekktu. Hann starfaði lengst af sem lögmaður á Sauðárkróki og var mjög virkur í pólitík og var forseti bæjarstjórnar þar í tólf ár. Hann var einnig virkur félagsmálamaður. Margir þekktu til verka Þorbjörns og óbilandi áhuga hans á því að hjartadeild Landspítalans væri vel tækjum búin." Hvenær fékkstu þessa hugmynd og hvers vegna? „Þorbjörn ræddi oft um gervihjarta (dælu) og sagði oft í gamni að hann vildi verða fyrsti dæluþeginn hér á landi. Eftir að hann lést sá ég að dæla sem þessi hefði sennilega bjargað lífi hans og með því að eiga slíkt tæki væri hægt að bjarga á hverju ári mannslífum eins og hans sem var fullur af orku, og lífsvilja.,, Hugmynd er eitt, framkvæmd annað. Hvernig barstu þig að? „Ég barfyrst upp þá hugmynd við börn Þorbjarnar hvort við ættum að leggja út í söfnun sem þessa og voru þau því öll sam- mála. Síðan kannaði ég áhuga stórfyrirtækja á að koma með í þetta verkefni. Sparisjóður vélstjóra sýndi þessu strax gríðarlegan áhuga og verður styrktaraðili og vörsluaðili sjóðsins. Lógóið þeirra, fjögurra laufa smári, þar sem eitt laufið er hjarta, verður því eitt af táknum söfnunarinn- ar. Fleiri fyrirtæki eru að athuga málið, en ég hef fengið mjög góðar undirtektir. Við mynduðum stjórn, sem er skipuð séra Hjálmari Jónssyni dómkirkjupresti, Bjarna Torfasyni hjartaskurðlækni, Atla Birni og Árna Þór, sem eru báðir lögmenn, og Helgu Hrönn viðskiptafræðingi, en þau þrjú eru börn Þorbjarnar, Davíð Ingasyni lyfjafræðingi og Hákoni Hákonarsyni framkvæmdastjóra, sem missti unga dóttir sína, Heklu, af völdum hjarta- sjúkdóms." Fannst öllum eðlilegt að ein kona stæði að baki söfnun sem þessari; hefði ríkið ekki átt að kaupa svona nauðsynlegt tæki? „Það finnst engum neitt óeðlilegt að ég standi að baki þessari söfnunar, enda stendur öll stjórnin að þessu átaki. Þorbjörn hafði beitt sér fyrir því í þrettán ár að hjartaskurðdeild Landspítalans yrði einhver sú besta í heimi, en það fannst honum mikið atriði. Tækjabúnaður deildarinnar verður að vera í takt við þá frábæru hjartalækna sem við eigum." Hverjir koma fram á tónleikunum „Hjartatónar"? „Þar koma fram fremstu tónlistarmenn þjóðarinnar með Hermann Gunnarsson fjölmiðlamann í fararbroddi, en hann þekkir sjálfur sjúkdóminn af eigin raun. Hemmi var hætt kominn í fyrra, en hefur blessunarlega náð heilsu sinni og gleði að nýju. Þetta verða rúmlega tveggja klukkustunda langir tónleikar sem hefjast kl. 14 laugar- daginn 6. nóvember. Tímasetningin er miðuð við að þetta verði skemmt- un fyrir alla fjölskylduna." Nú komast bara um 1000 manns fyrir í Háskólabíói og varla hægt að safna tugum milljóna þar. „Tónleikarnir eru bara upphafið og kynning á þessu átaki. Það er langur listi yfir þau tæki sem vantar á hjartaskurðdeildina. Framfarir eru mjög örar þannig að þau eru fljót að úreldast. Ef allt gengur vel stefnum við að kaupum á löngum lista tækja og markmið minningasjóðsins er að tækjavæða hjartaskurðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss. Við munum opna reikning í Sparisjóði vélstjóra sem áhugasamir geta lagt inn á. Hjartanælan, aðgöngumiðinn að tónleikunum, verður seld víða, meðal annars hjá apótekum Lyfja og heilsu um landið. Þá verðum við með áskoranir á fyrirtæki að greiða ákveðna upphæð fyrir næluna og síðast en ekki síst mun Sparisjóður vélstjóra bjóða öllum mönnum, fæddum á árunum 1930-1960, að gerast áskrifendur að sjóðnum til þriggja ára, fyrir fjárhæð sem nemur einum sígarettupakka á mánuði. Svo treystum við á styrki frá stórfyrirtækjum,- Langflestir í heiminum deyja úr hjartasjúk- dómum, einhvern tíma heyrði ég töluna 17 milljónir manna á ári og ég vona að sú umræða sem mun fara fram í tengslum við þessa söfnun veki marga til umhugsunar og að þetta markmið okkar eigi eftir að bjarga mörgum mannslífum." Hvað lærðirðu af þinni lífsreynslu að missa manninn þinn án nokkurs fyrirvara? „Þegar maður býr með manneskju sem er með sverðið yfir sér forðast maður að hugsa um dauða og fer i ákveðna afneitun. Enginn er tilbúinn þegar dauðinn vitjar fólks á besta aldri, þá er fótunum kippt undan makanum. Að missa lífsförunaut á besta aldri þegar lífið er að byrja og við ætlum að eldast saman, gerir það að verkum að maður fer aftur niður á hnén. Og viðkomandi þarf að byrja að læra að ganga aftur en það er einstaklingsbundið hvað það tekur langan tíma." Hvert er lífsmottó þitt? „Að taka hvern dag fyrir sig og njóta fjöl- skyldunnar og augnabliksins." i

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.