Ský - 01.09.2005, Side 6

Ský - 01.09.2005, Side 6
Jazzinn hvín hjá Tómasi R. Tómas R. Einarsson hefur fyrir löngu getið sér orð sem einn fremsti jazztónlistarmaður landsins, bæði sem höfundur og flytjandi. Hann hefur gefið út fjölmarga geisladiska með eigin tónlist, diska sem hlotið hafa einróma lof gagnrýnenda. Síðustu diskarnir með tónlist hans eru Havana og Dansaðu fíflið þitt dansaðu! þar sem Samúel J. Samúelsson stjórnaði fjórtán manna hljómsveit sem lék útsetningar hans á tónlist Tómasar. Sá diskur hlaut öll þrenn verðlaunin í djassflokki íslensku tónlistarverðlaunanna 2004. í fyrra kom út Djassbiblía Tómasar R. sem inniheldur 80 lög eftir hann og píanóútsetningar Gunnars Gunnarssonar á 11 lögum hans. Tómas situr ekki auðum höndum og nýverið kom út geisladiskurinn Let jazz be bestowedon the huts, en á honum er að finna níu sönglög Tómasar R. Einarssonar við Ijóð ýmissa skálda, s.s. Wystans Hugh Auden, Guðbergs Bergssonar, Steins Steinarr og Sigurðar Guðmundssonar. Sjö laganna eru af eldri og löngum uppseldum diskum Tómasar, en tvö laganna voru hljóðrituð s.l. vor. Margir söngvarar flytja lögin, þau Kristjana Stefánsdóttir, KK, Ellen Kristjánsdóttir, Guðmundur Andri Thorsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Einar Örn Benediktsson og bandaríski básúnuleikarinn og söngvarinn Frank Lacy. Flest lögin fjalla um ísland, íslenskuna og íslendinga, en titillinn er úr kvæði W.H. Audens, Journey to lceland (íslandsför), sem hann orti í íslandsferð sinni 1936. Hann vonaðist til að sjá hér samfélag ósnortið af nútímanum, en þá var það hins vegar á fullri ferð inn í nútímann og hann yppti öxlum og orti; Let jazz be bestowedon the huts - látum þá djassinn flæða inn í torfkofana, eða eins og þýðandinn Magnús Ásgeirsson orðaði það í þýðingu sinni; íafdal hvín jazzinn. Söngvari lagsins, Frank Lacy, sem kom til íslands til að hljóðrita það, bætti svo við sínum eigin texta þar sem hann lýsir landi og þjóð anno 1991, fimmtíu og fimm árum síðar. Bæklingurinn sem fylgir disknum er á ensku og þar skrifar rithöfundurinn Nicholas Shakespeare um tónlist Tómasar og segir m.a.: „Ég dáist að kraftinum, hugkvæmninni og söknuðinum. Ég dáist að ólgunni, andstæðuríkum ástríðunum sem ég greini undir rytma tónlistarinnar, þar sem svartur blús gýs upp mitt í köldu, hvítu landslagi. En mest finnst mér til um þá niðurstöðu að íslendingar séu í engu frábrugðnir Afríkubúum eða nokkrum öðrum: þeir eigi sífellt í innbyrðis átökum, en séu engu að síður órjúfanlega bundnir sínu "dásamlega, dásamlega, dásamlega landi". Tómas bregst ekki aðdáendum sínum á þessum diski og óhætt að hvetja þásem vilja kynnast verkum hans til þess að byrjaá þessum jazzhvin afdalanna. ÉiWl ský 6

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.