Ský - 01.09.2005, Page 15

Ský - 01.09.2005, Page 15
Verður pólitík í framtíðinni innan flokkanna e&a mun hún stjórnast af stórfyrirtækjum? /,Stjórnmálaflokkar og stórfyrirtæki e'ga að geta lifað í sátt og samlyndi hvert við annað og haft áhrif hvor um sig, en á ólíkan hátt." Hvaða mál er brýnast að leysa á næstu tveimur árum? En næsta áratug? //Þau eru mörg. Stjórnvöld standa frarnmi fyrir stórum ákvörðunum varð- andi þá þjónustu sem ríkið veitir hér á iandi, þ.e. um almannatryggingar og heil- brigðis- og menntakerfið. Kostnaður við að halda þessari þjónustu úti hefur aukist °g samhliða eru gerðar auknar kröfur um gaaði á öll um sviðum. Stjórnvöld verða að 8era það upp við sig hvort sá kostnaður eigi að falla á notendur eða vera greidd- Ur af hinu opinbera. Sjálfur tel ég að hið °Pinbera eigi að bjóða upp á þessa þjón- ustu og gera það með mun myndarlegri hætti en gert er í dag. Einnig finnst mér m)ög brýnt að gengið verði í tímabærar h^eytingar á landbúnaðarkerfinu, enda er það tímaskekkja að ríkið sé að niður- 8reiða óarðbæran rekstur í einni atvinnu- 8rein. Hér er mikilvægt að forgangsraða. Þá má nefna breytingar og umbætur á stjórnsýslunni, með fækkun ráðuneyta og hagræðingu." Er starf stjórnmálamannsins heillandi fyrir ungt fólk? „Það fer nú eftir því um hvaða stjórn- málamann er talað! Almennt myndi ég segja að starf stjórnmálamanns bjóði upp á spennandi tækifæri til þess að koma ákveðnum hugmyndum og málefnum til leiðar. Ég held að það heilli ungt fólk með hugmyndir og skoðanir. Hins vegar hefur borið á því að stjórn- málamenn sem eru að stíga sín fyrstu skref á opinberum vettvangi hafi það eitt í huga að tryggja starfsöryggi sitt næstu áratugina, óháð hugsjónum og baráttu- málum og það held ég að heilli ekki ungt fólk. Það er ekki upplífgandi að sjá það fólk sem á að vera fulltrúar ungu kynslóðarinnar komast til áhrifa til þess eins að haga seglum eftir vindi og kjósa eftir flokkslínum en ekki eftir eigin san- nfæringu." /Etlar þú að leggja stjórnmálin fyrir þig? „Stjórnmál eru spennandi vettvangur en ég hef ekkert ákveðið með það." Skipta stjórnmál jafnmiklu máli núna og fyrir tuttugu árum? „Nú get ég eingöngu vitnað í það sem ég hef lesið og kynnt mér, enda fylgdist ég ekki með stjórnmálum í kringum árið 1985, fjögurra ára gamall. Eins og áður sagði hefur sú þróun orðið að völd stjórnmálamanna hafa minnkað og færst í hendur annarra. Þótt völd þeirra hafi minnkað skipta stjórnmál enn máli." Hvert verður hlutverk stjórnmálamannsins eftir 25 ár? „Ég býst við því að hlutverk þeirra verði ekki jafnumfangsmikið og í dag. Völdin hafa verið að færast frá stjórn- málamönnum og dreifast meira meðal fólks, sem er góð þróun og mun án efa halda áfram." Ef þú kæmist til áhrifa í stjórnmálaflokki, fyrir hvað myndir þú vilja láta minnast þín fyrir á þeim vettvangi? „Ég myndi vilja láta minnast mín fyrir að hafa unnið af heilindum og fyrir að standa og falla með mínum málefnum." BB1 ský 15

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.