Ský - 01.09.2005, Qupperneq 19

Ský - 01.09.2005, Qupperneq 19
„Ég fór frá KR vegna þess að þar var ekki lengur áhugi á að hafa mig. Þótt Valur hefði verið í ákveðinni lægð fannst mér það viss ögrun að fara til félagsins og þar ríkti mikill metnaður. Eg þekkti þjálfarann og treysti honum og vildi jafnframt sýna mönnum að ég væri alls ekki útbrunninn þótt margir teldu jafnvel að ég mundi ekki duga nema tvo til þrjá leiki. Maður heyrði til dæmis sagt: „Hvenær springur Gummi?"! í sumar höfum við sýnt að við erum með langbesta næstbesta liðið!" Gæfuspor fyrir mig og félagið - Konan þín, Kristbjörg, er dóttir Inga Björns Albertssonar og afi hennar „hvíta perlan" Albert Guðmundsson. Þú ert kominn í félagið þeirra auk þess sem Kristbjörg lék með Val um tíma. „Ætli það hafi ekki verið rætt í fjölskyldu Kristbjargar í gamni og alvöru síðustu tíu ár hvenær ég kæmi til Vals. Þegar það svo loks gerðist hringdi tengdapabbi í mig og sagðist vera sannfærður um að þetta væri gæfuspor fyrir mig og félagið." Albert Guðmundsson í 7. flokki Guðmundur og Kristbjörg eiga sjö ára son sem er alnafni langafa síns, Alberts. Hann þykir mjög efnilegur leikmaður og hann leikur með KR í7. flokki. Hann er nánast endalaust í fótbolta, fór snemma á æfingar með foreldrunum. Móðir Alberts segir að stundum sé sérstaklega fylgst með honum á vellinum, ekki síst af þeim sem vita hverra manna hann er. Kröfurnar séu stund- um meiri. Hún segir að hann beri nafnið með stolti, honum finnist gaman að bera nafn lang- afa síns. Hjartað sló hjá Val Kristbjörg segir að hún hafi mjög ung byrjað að leika sér í fótbolta, hafi smitast af föður sínum og umhverfinu, en þá hafi stelpum yfirleitt ekki staðið til boða að æfa fótbolta. „Ég byrjaði að æfa með Fylki en fór síðan 14 ára í Val vegna þess að kvennaboltinn var lagður niður hjá Fylki. Ég lék fyrsta leikinn með Val 16 ára gömul og lék í þrjú ár en þá fór ég utan. Þegar ég kom heim gekk ég í KR og spilaði þar eitt sumar. Síðan lá leiðin aftur í Val. Ég varð íslandsmeistari með KR en ekki Val en hins vegar bikarmeistari með Val. Ég lék úrslitaleikinn með KR gegn Val og það hefur alltaf setið svolítið í mér. Það var erfitt að spila gegn Val, ég fann þá hvar hjartað sló! í dag þjálfa ég kvennalið Fylkis. Við erum búin að vinna okkur sæti í Landsbankadeild kvenna næsta ár og auðvitað er ég ákaflega stolt sem þjálfari. Ég er sóknarmaður en þjálfunin hefur kennt mér annan skiling á fótboltanum, ég skil nú varnarmennina betur," segir Krist- björg. Ekki mikill tími fyrir frístundir - Á svona fótboltafjölskylda einhverjar frístundir saman? „Þær eru ekki margar en þetta gefur okkur báðum svo mikið að það er á sig leggjandi. Við þekkjum ekkert annað en að vera í fótbolta, við völdum sjálf að fara í þessa íþrótt. Það er eiginlega ekki tími fyrir önnur áhugamál, t.d. golf. Við erum svo heppin að eiga börn sem hafa gaman af fótbolta og koma með okkur svona sitt á hvað. Annars gengi þetta ekki upp. Á veturna sitjum við stundum saman og horfum til dæmis á enska boltann," segja þau Guð- ^nundur og Kristbjörg. Þar fylgir Gummi Manchester United en Kristbjörger Arsenalaðdáandi eins og fleiri íhenn- ar fjölskyldu. Úrslit í leikjum þessara ensku liða hafa valdið því að ekki er farið í matarboð! bau fullyrða bæði að um ýmislegt annað sé rætt í fjölskylduboðum en um fótbolta, en ekki oft! gj] íþróttir Ég fór frá KR vegna þess að þar var ekki lengur áhugi á að hafa mig. Þótt Valur hefði verið í ákveðinni lægð fannst mér það viss ögrun að fara til félagsins og þar ríkti mikill metnaður. Ég þekkti þjálfarann og treysti honum og vildi jafnframt sýna mönnum að ég væri alls ekki útbrunninn þótt margir teldu jafn- vel að ég mundi ekki duga nema tvo til þrjá leiki. Maður heyrði t.d. sagt: „Hvenær springur Gummi?"! í sumar höfum við sýnt að við erum með langbesta næstbesta liðið!" ský 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.