Ský - 01.09.2005, Qupperneq 22

Ský - 01.09.2005, Qupperneq 22
Stjórnmálamenn voru forsenda þess að flokkurinn studdi þessa ríkisstjórn, þar sem Jónas frá Hriflu réði lögum og lofum. Fleiri ástæður, svo sem hugmynda- fræðilegar, urðu þess valdandi að Kommúnistaflokkur fslands var stofnaður árið 1930. Einar skipaði sér strax í raðir hans og eftir að hann flutti suður til Reykjavíkur fór hann að sinna ýmsu innra starfi í flokkn- um svo sem leshringjum með ungu fólki þar sem Kommúnistaávarpið og heimspeki þess var krufin til mergj- ar. Leshringjunum hélt Einar úti allt fram yfir 1970 og óhætt er að segja að þeir séu einhver merkilegasta upp- eldisstöð íslenskra stjórnmála fyrr og síðar. Flokksformaður í áratugi Ýmis ágreiningur varð þess valdandi að Kommúnistaflokkurinn leið undir lok. Haustið 1938 var arftaki hans stofnaður, það er Sameiningarflokkur alþýðu - Sósíalistaflokkurinn, en auk komm- únista var þar einnig nokkur hópur manna úr Alþýðuflokknum sem fylgdi Héðni Valdimarssyni að málum. Héðinn var formaður flokksins fyrsta kastið, en hvarf fljótlega á braut. Þá tók Einar Ol- geirsson við formennsku og gegndi henni allan tímann meðan flokkurinn starfaði, það er frá 1939 til 1968. Frá 1956 bauð flokk- urinn hins vegar fram undir merkjum Alþýðubandalagsins. Á Alþingi sat Einar 1937 til 1967; fyrst sem þingmaður komm- únista, síðar Sameiningarflokks alþýðu og loks Alþýðubandalags. Hann var alla tíð atkvæðamikill á þingi og að honum sópaði í öll- um málflutningi, eins og gjarnan gerist um menn sem tala beint frá hjartanu. Utanþingsstjórnin svonefnda sagði af sér haustið 1944 og í þeim stjórnarmyndunarviðræðum sem í hönd fóru tókst sjálfstæðismönnum og sósíalistum að stilla saman strengi um myndun ríkisstjórnar undirforystu ÓlafsThors. Þráttfyrirólíkan bakgrunn og viðhorf náðu þeir Einar og Ólafur afar vel saman og þess vegna meðal annars náði Nýsköpunarstjórnin góðum árangri. Þrátt fyrir þrábeiðni Ólafs hafnaði Einar því að taka við ráðherraembætti. Tók þess í stað sæti í svonefndu Nýbyggingar- ráði, sem hafði með höndum ráðstöfun stríðsgróðans, fjármuna sem varð til atvinnuuppbyggingar svo sem kaupa á 32 togurum frá Englandi og margs annars. Marshallaðstoð er ekki mannúð í eftirleik síðari heimsstyrjaldarinnarskiptistveröldin upp íblokk- ir vestrænna þjóða og svo þeirra sem voru undir valdi Moskvu. Hér var kalda stríðið skollið á og það átti einmitt eftir að verða ásteytingarsteinninn í annars farsælu starfi Nýsköpunarstjórn- arinnar. Haustið 1945 óskuðu Bandaríkjamenn eftir því að fá aðstöðu fyrir herstöðvar hér á landi. Útkoman þar var svo- nefndur Keflavíkursamningur sem Alþingi samþykkti í október 1946. Meðal ákvæða hans varað Bandaríkja- menn mættu hafa afnot af flugvell- inum í Miðnesheiði í hálft sjöunda ár, um það hafði ÓlafurThors samið án vitundar samstarfsflokksins. Á Alþingi börðust sósíalistar hart gegn samþykkt samningsins en urðu undir ogað þeirri niðurstöðu fenginni lýstu þeir yfir að samstarfsgrundvöllur við Sjálfstæðisflokkinn væri brostinn. „Það var ekki af neinum mann- úðarhvötum sem auðvald Bandaríkja- manna kom Marshalláætluninni í framkvæmd," sagði Einar Olgeirsson í ræðu á Alþingi í maí 1949. Þessi orð koma heim og saman við það sem Sigurður Ragnarsson segir í fyrrnefndri grein sinni í Andvara; að heit þjóðernistilfinning hafi verið áberandi í lífsskoðun Einars. Því hafi honum ekkert sviðið sárar en þegar ráðandi öfl köstuðu hlutleysisstefnu íslands fyrir róða og með Marshallaðstoðinni hafi Bandaríkin fengið tækifæri til að koma ár sinni betur fyrir borð hér á landi og byggja hér upp hernaðaraðstöðu. Það var ekki síst baráttunni gegn ásælni stórveldisins í vestri sem Einar helgaði síðari hluta stjórnmálaferils síns. í þeim tilgangi skrifaði hann meðal annarsfjöldagreina í málgagn sitt, Rétt.Tímaritiðgaf Einar út og ritstýrði í sextíu ár - eða allt fram undir 1990. Sóttist ekki eftir vegtyllum Einar Olgeirsson lést í febrúar 1993, þá rúmlega níræður. Hann var þá talsvert löngu fyrr horfinn af sviði stjórnmálanna og úr daglegri umræðu - en orðsporið lifði. Það sást best í þeim grein- um sem samferðamenn skrifuðu að honum látnum. „Einar hóf þátttöku í stjórnmálum um það leyti sem rússneska byltingin vakti glæstar vonir í brjóstum ungra manna um víða veröld, en ungir vinstrisinnaðir menn af minni kynslóð litu langflestir á framkvæmd sósíalismans í Sovétríkjunum sem röð skelfilegra mistaka, er væru dragbítur á stjórnmálastarf jafnaðarmanna um heim allan. Það vantaði þó ekki að Einar tæki ekki undir gagnrýni yngri manna á ástandið í Austur Evrópu. Það var einmitt grund- vallarþáttur í lífsviðhorfi hans að valdið spilli mönnunum," sagði Ragnar Arnalds í minningargrein að Einari látnum. Leiðarahöfundar Morgunblaðsins minntust Einars með þeim orðum að hann hefði verið málsvari alls þess sem blaðið hefði barist gegn. Eftir sæti minning um mann sem „ ... barðist alla aevi fyrir hugsjónum, sem hann trúði á en sóttist ekki eftir vegtyllum og valdastólum. Þorri íslenzku þjóðarinnar varannarrar skoðun- ar og sagan hefur og mun dæma hart þá menn, sem helguðu lif sitt baráttu fyrir þjóðfélagskerfi, sem hafði í för með sér kúgun og eymd fyrir milljónir manna. En það er hægt að virða menn, sem berjast í einlægni fyrir því, sem þeir trúa á, þótt sú trú se a misskilningi byggð. Þess vegna hlýtur Einar Olgeirsson virðingu samferðarmanna sinna að leiðarlokum." Biífl Þorri íslenzku þjóðarinnar var annarrar skoðunar og sagan hefur og mun dæma hart þá menn, sem helguðu Iff sitt baráttu fyrir þjóðfélagskerfi, sem hafði í för með sér kúgun og eymd fyrir milljónir manna. ský 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.