Ský - 01.09.2005, Síða 28

Ský - 01.09.2005, Síða 28
Tónlist FYRIRMYNDIR ÆSKUÁRANNA Hefst nú leitin að sameiginlegum skoðunum og við spyrjum fyrst hverjar hafi verið fyrirmyndir þeirra á æskuárunum; hvenær þau hafi gert sér Ijóst að þau vildu starfa við tónlist og hvort þau héldu kannski að það væri draumur sem erfitt yrði að láta rætast. Sigrún: „Fyrirmynd mín á æskuárunum, fyrir utan nokkra kenn- ara í skólanum, var rússneski fiðluleikarinn David Oistrakh. Ég vissi það örugglega þegar ég var svona níu til tíu ára að ég vildi vinna við tónlist. Þegar ég var sex ára og búin að læraáfiðlu í eitt ár þá fór ég að gráta þegar ég hlustaði einmitt á plötu með David Oistrakh því að ég hélt að ég gæti aldrei spilað eins og hann því maður þyrfti að hugsa um svo marga hluti í einu." Hreimur Örn: „Mínar fyrirmyndir á æskuárunum voru knatt- spyrnuhetjurnar Marco Van Basten og Romario. Ég vissi að ég vildi starfa að tónlist þegar ég fékk fyrst smjörþefinn, þá tvítug- ur að aldri. Mér fannst ekki erfitt að henda mér út í þennan bransa, en það er hins vegar erfitt að halda sér á toppnum. Það sem fleytti mér áfram var óbilandi stuðningur frá meðlimum í hljómsveitinni og það er nauðsynlegt að halda sig frá óreglu og gefast ekki upp." Sunna: „Ég man ekki eftir að hafa átt sérstaka fyrirmynd sem barn. Ég heillaðist af píanistanum Bill Evans þegar ég fór að spá í djasstónlist. Hins vegar vissi ég ekki að mig langaði að starfa við þetta fyrr en um það bili ári eftir að ég lauk námi frá MR og fann ekkert í háskólanum sem ég gat hugsað mér að læra og starfa við. Já, ég hélt að það yrði erfitt að láta drauminn um að starfa við þetta verða að veruleika. Ég var alltaf mest að spila fyrir sjálfa mig (alltaf eina stelpan meðal strákanna) og sá ekki fyrir mér að ég ætti neitt erindi í atvinnumennsku í tónlist. Brennandi áhugi hélt mér við efnið og svo held ég að tónlistarfólk eigi oft engra kosta völ. Kannski er þetta blessun og bölvun sem erfitt er að hrista af sér." Jóhann Friðgeir: „Ég veit ekki til þess að ég hafi haft einhverja ákveðna fyrirmynd, hins vegar hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir foreldrum mínum. Að vinna við tónlist hafði aldrei hvarlað að mér og ég stefndi aldrei á að verða söngvari, sennilega eru þetta örlög. En eftir að ég ákvað að fara til Ítalíu í framhaldsnám í óperusöng vissi ég hvert stefndi. Ég hef hins vegar aldrei litið á sönginn sem draum sem ætti eftir að rætast. Ég ber virðingu fyrir starfi mínu og reyni að bæta mig og gera mitt besta hverju sinni." Björgvin: „Mínar fyrirmyndir á æskuárunum voru margar, eins og gerist og gengur hjá unglingum. Þetta voru aðallega kvik- myndastjörnur og tónlistarmenn. Stundum vildi maður vera Elvis, Paul eða Lennon og stundum James Dean eða jafnvel John F. Kennedy. Ég vissi frekar snemma að ég vildi starfa við tónlist. Ég hef verið kringum sextán, sautján ára aldurin þegar ég söng í fyrsta skipti með fyrstu hljómsveitinni minni, Bendix. Á þessum tíma var ég metnaðarfullur og er það enn þannig að þetta gekk nokkuð vel til að byrja með. Um leið og ég fór að gera hljómplöt- ur og vinna með reynslumeira fólki gekk þetta ennþá betur." ský 28

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.