Ský - 01.09.2005, Side 29

Ský - 01.09.2005, Side 29
Tónlist BESTI TÓNLISTARMAÐUR/TÓN- SMIÐUR ALLRA TÍMA? Er hægt að segja að einhver sé eða hafi verið besti tónlistar- maður eða tónsmiður veraldar? Sigrún: „Ég held að það sé ekki hægt að segja að einhver sé eða hafi verið besti tónlistarmaður/tónsmiður veraldar vegna þess að allir þeir ótrúlegu listamenn sem veröldin hefur átt og á eru allir svo ólíkir og allir hafa eitthvað sem hinir hafa ekki og allir snillingarnir eru einstakir á sinn hátt." Hreimur Örn: „Óneitanlega eru margir tónlistarmenn hæfileikaríkari en aðrir, en smekkur manna er ólíkur og því væri aldrei hægt að útnefna einn sérstakan tónlistarmann sem "þann besta" ... nema hver frá sínu sjónarmiði. Smekkur minn er of dreifður til þess að ég geti útnefnt einhvern einn mann og ég er of nýjungagjarn, þannig að mín uppáhaldsplata getur hæglega farið ofan í skúffu og vikið fyrir nýju efni, en kemur samt upp aftur eftir einhvern tíma." Sunna: „Tónlist spannar svo rosalega vítt svið, bæði tæknilega og tilfinningalega. Að segja að einhver einn einstaklingur sé bestur er eins og að segja að svart sé alltaf besti liturinn." Jóhann Friðgeir: „Mér finnst rangt að telja að einhver hafi verið eða sé betri en annar því tónlistarmenn eru jafn misjafnir eins og þeir eru margir og ná því misjafniega til fólks. Ég gæti hins vegar nefnt nöfn sem ég hef mikið dálæti á en kannski annar ekki. Þetta hlýtur því að vera spurning um smekk hvers einstaklings fyrir sig." Björgvin: „Þetta er erfið spurning sem í raun og veru er erfitt að svara. Hver kynslóð á sinn eftirlætis eða „besta" tónlistarmann. Allt frá Mozart til Bítlanna og Elvis. Það er ekki hægt að keppa í listum, aðeins taka þátt." TÓNLISTARHÚS? Eignumst við einhvern tíma tónlistarhús á heimsmælikvarða? Sigrún: „Við munum ekki eignast tónlistarhús á heimsmæli- kvarða fyrr en allir leggjast á eitt og stefna að sameiginlegu markmiði, að byggja hús sem þjónar tónlistinni eingöngu og færustu byggingarsérfræðingar í heimi munu vinna að besta hljómburði sem völ er á og að þeim hugmyndum að Tónlistar- húsið yrði fjölnota ogað þar yrðu einnig ráðstefnusaliryrði eytt því að það er ekki hægt að sameina ráðstefnusali og tónlistar- sali svo að vel sé." Hreimur Örn: „Nei, ekki nema fyrir tilstilli einkaframtaks. íslensk stjórnvöld eru allt of þröngsýn fyrir svona hugsjónastarf." Sunna: „Kannski eignumst við rosalega flott hannað hús fyrir sinfó en spurningin er hvort það muni verða einhver lyftistöng fyrir tónlistarlíf á íslandi. í núverandi plani fyrir tónlistarhús er horft fram hjá megninu af tónlistaruppákomum og einblínt á sinfó, óperuna og ráðstefnur. Tónlistarhús í miðbænum þarf að hafa 150-200 manna sal sem er aðgengilegur bæði djass- og klassískum hljóðfæraleikurum. Til eru fræ ... en þau þurfa að komast í sólina af og til." Jóhann Friðgeir: „Við söngvarar erum sérstaklega bjartsýnir, en það er erfitt að segja. Ég vildi að við ættum meira af fram- gangsmönnum eins og Gunnari Birgissyni, þá myndum við al- veg örugglega einhvern tíma eignast sómasamlegt óperuhús eða tónlistarhús. Við skulum samt ekki örvænta, það á víst að byggja eitthvert ráðstefnuhús úti í sjó í Reykjavík fyrir óskiljan- lega mikla peninga sem á víst líka að nota og heita tónlistar- hús og gagnast fyrir einhverja tónlistarmenn. Ég bara skil ekki í sannleika sagt hvað er þar í gangi!" Björgvin: „Við eigum klárlega eftir að eignast tónlistarhús, en hvort það verður á heimsmælikvarða er önnur saga. Ég vona bara að þetta langþráða hús verði þannig úr garði gert að það geti þjónað flestum tónlistarstefnum og verði ekki einhvers konar félagsmiðstöð fyrir eina grein tónlistar. Okkur sárvantar gott og stórt hús, sem getur hýst jafnt stóra sem smáa tónleika. Um leið og við horfum á íþróttahúsin rísa eins og gorkúlur um land allt í öllum stærðum og gerðum, þá sitjum við enn uppi með tónleika í gömlum kvikmyndahúsum." ÁHUGAMÁL OG SLÖKUN Þá vitum við allavega að ekkert þeirra er sérlega bjartsýnt á að ísland eignist alvöru tónlistarhús á næstunni. Þá beinum við sjónum okkar að áhugamálunum því kannski er eitthvað eitt sem þau eiga sameiginlegt - og kannski er lykillinn að vel- gengni í tónlistarlífinu einmitt fólginn í því áhugamáli eða því hvernig þetta fólk slakar á? ský 29

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.