Ský - 01.09.2005, Side 30

Ský - 01.09.2005, Side 30
inn. Ég slaka best á í góðum félagsskap, þegar ég horfi á kvik- myndirog hlusta á tónlist." Sigrún: „Áhugamál mín eru andleg málefni, matargerð, kvik- myndir, bækur og tískublöð. Ég slaka vel á í þögn heima hjá mér og ef ég horfi á eitthvað fallegt í náttúrunni og anda djúpt og hugsa vel til allra." Hreimur Örn: „Ég á mjög erfitt með að slaka á ... Áhugamál mín fyrir utan tónlistina eru fjölskyldan, fótbolti, golf, ferðalög og fleira." Sunna: „Ég hef áhuga á tónlist, hönnun, mat og eldamennsku, ferðalögum, mannlegum samskiptum, útiveru og hreyfingu. Til að slaka vel á finnst mér gott að fara í sund, hlusta á rólega tón- list eða stunda jóga." Jóhann Friðgeir: „Ég hef ekki mikinn tíma fyrir áhugamál. Myndi víst teljast með króníska bíladellu og svo hef ég mikinn áhuga á góðum vínum og matargerð, en það er engin spurning að aðaláhugamál mitt er fjölskyldan mín. Þegar ég þarf að hvíla mig og slaka á, jafnvel fyrir sýningu eða konsert, vil ég vera í friði og ró með sjálfum mér og hugsa um eitthvað allt annað en vinnuna mína. Annars held ég að ég kunni bara ekki að slaka á nema helst þá þegar ég er lagstur upp í rúm á kvöldin." Björgvin: „Áhugamálin mín eru mörg: Ferðalög, kvikmyndir og stangveiði eru ofarlega á listanum. Tónlistin skipar samt fyrsta sætið á vinsældarlistanum mínum. Matargerð kemur líka sterk SAMFÉLAGIÐ OG GAGNRÝNENDUR Á þessum tímapunkti er ég ekki farin að sjá svo ýkja margt sameiginlegt með þessum fimm. Reyndar jú: þau sjá ekki fyrir sér byggingu tónlistarhúss á heimsmælikvarða og tónlist og matargerðarlist höfða til þeirra! Þá eru það spurningar um til- veruna: Er íslenskt samfélag betra eða verra en það var fyrirtutt- ugu áru og eru tónlistargagnrýnendur sanngjarnir? Sigrún: „Sem Bjartsýnisverðlaunahafi vil ég nú segja að íslenskt samfélag fari batnandi, en sennilega eru gagnrýnend- ur ekki sanngjarnir..." Hreimur Örn: „Ég held að samfélagið sé alveg eins og fyrir tuttugu árum, fyrir utan gemsa, internetið, yfirdrátt og playstat- ion. Yfirleitt finnst mér allt of mikið af sjálfskipuðum tónlistar- séníum sem halda að þeir geti dæmt alla tónlist en hafa ekkert gert til þess að vinna sér inn slíka nafnbót." Sunna: „Ég held að siðgæði og heiðarleiki fari þverrandi á meðan græðgi og efnishyggja fara vaxandi. Hins vegar held ég að lífsgæði hafi aukist en spurning hvort fólk kunni nokkuð að meta það (græðgin). Hvað varðar gagnrýnendur held ég að það sé mjög erfitt að vera djassgagnrýnandi á íslandi, þar sem það er rosalega lítið samfélag. Það er ætlast til að viðkomandi skrifi um allt sem flokkast undir djass, hvort sem það er svo stíl- tegund sem höfðar til viðkomandi gagnrýnanda eða hann/hún hefur nokkra þekkingu á. Mér finnst oft á tíðum að í umfjöllun um djasstónleika á Islandi sé rýnt of mikið í einstaka þætti í stað þess að sjá heildarmyndina. Til dæmis"nafn á spilara" átti góðan sprett í "nafn á lagi hér" sem minnti á "nafn frægs er- lends djassleikara hér". Jóhann Friðgeir: „Það er nú svona upp og niður hvort samfél- agið fer batnandi eða versnandi, fer eftir eðli málsins hverju sinni. Gagnrýnendur eru því miður ekki allir starfi sínu vaxnir og virðast jafnvel vera með niðurrif og stæla í stað uppbygg- ingar í mörgum tilfellum. Þar er líka álit eins einstaklings sem gæti jafnvel verið mislyndur þannig að ég get því miður ekki sagt þá sanngjarna." Björgvin: „Mér finnst samfélagið fara batnandi, sem betur fer. Fólk er meðvitaðra um hvað má betur fara í samfélagi okkar. Það eru til gagnrýnendur sem hafa brennandi áhuga og vit á því sem þeir eru að fjalla um hverju sinni, en það eru of margir á vellinum sem rýna ekki neitt að gagni." ÁST VIÐ FYRSTU SÝN? Jæja, þá er að koma sér yfir á„andlega sviðið". Trúa þau til dæmis á ást við fyrstu sýn og telja þau að allir draumar geti ræst? Sigrún: „Ég trúði einu sinni á ást við fyrstu sýn, en held núna frekar að það sé einhver rosaleg tenging við aðra manneskju sem gefur frekar góð fyrirheit sem getur orðið að ást með tímanum. Ég held að einungis þeir draumar geti ræst sem þu virkilega vilt að rætist." ský 30

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.