Ský - 01.09.2005, Síða 45

Ský - 01.09.2005, Síða 45
Kvikmyndir SKAMMBYSSA GIIY EITCHIES Það hafa skipst á skin og skúrir að undanförnu hjá hinum ágæta breska ieik- stjóra Cuy Ritchie. Honum virtust allir vegir færir eftir að hafa leikstýrt Lock, Stock and Two Smoking Barrels og Snatch, tveimur frábærum og sérstökum sakamála- myndum. Hann kynntist Madonnu eins og frægt er orðið og þau giftust og eignuðust barn. Ritchie leikstýrði eiginkonu sinn í SweptAway, sem engin þoldi nema kannski hjónakornin sjálf. Leið Swept Away lá beint á myndbandamarkaðinn. Nú hefur Ritchie snúið á gamalkunn- ar slóðir í nýjustu mynd sinni Revolver. í henni leikur Jason Statham fjárhættuspilarann Jake Green, sem fær varla aðgang að spilavítum í London þar sem hann vinnur alltaf. Á vegi hans verður spilavítiseigandinn og mafíuforinginn Dorothy Macha (Ray Liotta) sem ekki þolir að tapa. Creen fer illa með hann í spilum og það er ekki sökum að spyrja, fé er sett til höfuðs honum. Ef Ritchie nær sömu tökum á Revolver og Lock, Stock... og Snatch, má búast við sterkri kvikmynd. AL PACINO í ENDUROEED Á FEANSKRI KLASSÍK Um miðjan sjöttaáratuginn vargerðíFrakklandi sakamálamynd- in Rififi, sem Jules Dassin leikstýrði. Hann hafði þá nýverið flúið Bandaríkin þar sem hann var settur á svarta listann af „Amerísku nefndinni". Var þessi mynd upphaf að farsælum ferli hans í Evrópu. Nú ætlar Hollywood að endurgera þessa mynd; Harold Becker leikstýrir henni og hefur fengið Al Pacino til að leika aðalhlutverkið. Rififi fjallar um snjallan þjóf sem setið hefur í fangelsi. Þegar hann er látinn laus kemst hann að því að eiginkonan hefur yfirgefið hann. Hann ákveður að vinna við það sem hann er bestur í og skip- uleggur stórt dementarán. Það sem vakti einna mest hrifningu í upprunalegu myndinni var hálfr- ar klukkustundar innbrotsatriði þar sem ekki var sagt eitt einasta orð. Vafasamt er það verði endur- tekið í amerísku útgáfunni. Þetta verður í þriðja sinn sem Harold Becker og Al Pacino starfa saman. Áður hafa þeir gert Sea of Love og City Hall. FRAMTÍÐIN BJÖRT HJÁ DANIEL CRAIG Hinn ágæti breski leikari Daniel Craig virðist loks vera að slá í gegn og má hann þakka það frammistöðu sinni í Layer Cake. Guy Ritchie ásamt Brad Pitt við tökur á Snatch. Al Pacino olli aðdáendum sínum ekki vonbrigðum í Insomnia. ítal&kt ötygott Italúxn/ clateríc/ e öSt'Hí AKUREYRI open from 18:00 tel:461-5858 ský 45

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.