Ský - 01.09.2005, Side 53

Ský - 01.09.2005, Side 53
Hús í sveit Siv Friðleifsdóttir er ættuð frá Siglufirði og á þar hús: Ráðherrabústaðurinn „Móðurættin er frá Noregi en föðurættin frá Siglufirði og því á ég sterkar rætur þar. Við reynum að komast norður um pásk- ana á skíði, verslunarmannahelgina og raunar hvenær sem tækifæri gefst. Mér finnst gott að eiga svona athvarf úti á landi. Þar næ ég að hvílast vel og með því að komast í annað umhverfi þar sem útivistarmöguleikar eru miklir endurnærist maður á líkama og sál," segir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður. Með sterka sál Tæpur áratugur er liðinn frá því Siv og Þorsteinn Húnboga- son eiginmaður hennar eignuðust húsið góða á Siglufirði sem stendur við Lindargötu. Það er á tveimur hæðum með kjallara undir og er „... óskaplega krúttlegt hús með sterka sál," eins og hún kemst að orði. Þegar komið er inn í forstofu í húsinu er þar lítill þröngur stigi upp á aðra hæð og sitthvað fleiri innanstokks í húsinu er í líkingu við það sem tíðkaðist í byggingastíl þess tíma þegar húsið var byggt, laust eftir 1930. „Við höfum ekki farið út í miklar endurbætur á húsinu, tökum þetta bara í áföngum. Erum núna búin að endurbyggja svalirnar á húsinu sem vísa inn í bakgarðinn. Á góðum dögum setjum við þar upp busllaug fyrir krakkana og síðan finnst okk- ur hinum eldri óskaplega notalegt að sitja þar úti á kvöldin því lognið er mjög áberandi fyrir allt veðurfar á Siglufirði. Þegar best lætur er hægt að sitja úti með kveikt á kertaljósi." „Óskaplega krúttlegt hús," segir Siv Fridleifsdóttir um hús sitt á Siglufirði. Födurætt Sivjar er frá Siglufirði og því á hún sterkar rætur þar. Ég er heimamaður Gárungar á Siglufirði nefna hús Sivjar stundum Ráðherrabústaðinn og vísa þar til fimm ára ráðherra- dóms hennar. „Þetta er nú fyrst og fremst sagt í gamni, gestrisni er mjög einkennandi á Siglufirði. Ég verð aldrei vör við annað viðhorf en að ég sé þarna heima- maður," segir Siv sem kveðst þegar hún dvelst nyrðra kosta kapps að sækja ýmsa menningarviðburði. Þeir séu tíðum ádagskrá þvílistsýningar, tónleikarogfleira slíkt séu einfaldlega hluti af þeim sterka bæjarbrag, sem Siglufjörður er þekkturfyrir. gj] ský 53

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.