Ský - 01.09.2005, Qupperneq 61

Ský - 01.09.2005, Qupperneq 61
Kynning Ellefu hundruð bílar í útleigu Texti: Sigurður Bogi Sævarsson Mynd: Geir Ólafsson Höldur er eitt af þekktustu fyrirtækjum Akureyrar og heldur úti fjölþættri starfsemi sem stendur á traustum grunni. Bílaleiga fyrirtækisins er með afgreiðslu á fimmtán stöðum hringinn íkringum landið.Starfsemin er undir merkjum Bílaleigu Akureyrar og mest eru umsvif hennar í Skeifunni í Reykjavík. Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Hölds, segir sumarið mesta annatímann þó svo að æ fleiri vakni nú til vitundar um hve haustið geti verið skemmtilegur ferðatími. ,,Við bjóðum upp á ýmis pakkatilboð bæði varðandi fólksbíla og svo ekki síður jeppana í hálendisferðir. Á vefsetri okkar, sem er á slóðinni www.holdur.is, má sjá hvað býðst hverju sinni." Þægilegur og hagkvæmur ferðamáti í sumar var Bílaleiga Akureyrar með rúmlega 1100 bíla, af fjórtán tegundum, í útleigu. "Hjá okkur eiga flestir að geta fundið óskabílinn, að minnsta kosti er er úrvalið mikið," segir Steingrímur Birgisson. „Minni bílarnir eru alltaf mest teknir og þá kannski vegna þess að þeir eru ódýrastir; til dæmis VW Polo, Peugeot 206 og Toyota Yaris. Fjórhjóladrifinn Skoda Oktavía er líka mjög vinsæll. Flvað jeppunum viðvíkur eru þeir alltaf vinsælir þegar leiðin liggur í Herðubreiðarlindir og Öskju og eins eru Fjörður og Flateyjardalur vinsælar slóðir til dæmis á haustin. Sumarið er vissulega alltaf mesti annatíminn í ferðaþjónustunni og erfitt að breyta þeirri staðreynd. Hins vegar eykst eftirspurn fyrirtækja eftir bílaleigubílum alltaf á haustin, það er þegar starfsemi þeirra kemst á fullt skrið aftur eftir sumarfríin." Sem fyrr segir er mest umleikis á starfsstöð Bílaleigu Akureyrar við Skeifuna í Reykjavík en einnig er fyrirtækið með afgreiðslubás á Reykjavíkurflugvelli. Á Akureyri eru afgreiðslustöðvar að Tryggvabraut 12 og á flugvellinum en annars staðar á landinu er bílaleigan með afgreiðslu á Egilsstöðum, í Neskaupstað, á Vopnafirði og Höfn, í Vestmannaeyjum, Hveragerði, Borgarnesi og Ólafsvík og á ísafirði og Sauðárkróki. „Bílaleigan er mjög samhangandi fluginu. Langstærstu afgreiðslurnar okkar tengjast flugvöllunum í Keflavík, Reykjavík og Akureyri. Fólk þarf að komast leiðar sinnar og til þess er bílaleigubíllinn afar þægilegur og hagkvæmur ferðamáti," segir Steingrímur og bætir við að leiguverð á bílum hafi lækkað mikið á undanförnum árum. Sá valkostur að leigja bíl verði sífellt aðgengilegri. Bílaleigubílar eru ódýrir „Samkeppnin hefurveriðafarhörðsem hefurleittafséraðsmærri leigumhefur heldurfækkað uppásíðkastið. Nú ersvo komiðaðtil dæmisyfirvetrarmánuðina eru bílaleigubílar á íslandi með þeim ódýrari í Evrópu og yfir sumarmánuðina erum við ekkert á ósvipuðum nótum og til dæmis hin Norðurlöndin. Fyrir vikið hefur ásóknin í bílaleigubíla verið að aukast samfara breyttu ferðamynstri. Það er alltaf að verða vinsælli ferðamáti að leigja bíl að minnsta kosti hluta ferðar og vera sinn eigin herra." EEI Með ellefu hundruð bíla í útleigu. „Alltaf að verða vinsælli ferðamáti að leigja bíl að minnsta kosti hluta ferðar og vera sinn eigin herra," segir Steingrímur Birgisson, framkvæmdastjóri Flölds. Með honum til vinstri á myndinni er Bergþór Karlsson sem stýrir starfsemi Bílaleigu Akureyrar i Reykjavík. ský 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.