Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 9
PROPPE:
PÖNK OG PÓLITÍK
Óttarr Ólafur Proppé alþingismaður á að baki langan feril í jafnólíkum starfsgreinum og bóksölu og
pönksöng. Nokkur undanfarin ár hefur hann þó reynt sig á alveg nýjum vettvangi og það er mál manna
að hann beri með sér ferskan andblæ inn í hefðavenjur stjórnmálanna.
VIÐTA! BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL STEFÁNSSON.
g er fæddur árið 1968 og alinn upp
til skiptis í Hafnarfirði og Banda-
ríkjunum þar sem foreldrar mínir
voru í námi. Foreldrar mínir eru Olafur
Proppé, sem var síðast rektor Kennara-
háskólans, mikill skólamaður og skáta-
maður og Pctrún Pétursdóttir, kennari og
lengst af forstöðumaður Hafnarborgar
menningarmiðstöðvar í Hafnarfirði, svo
það er alveg hægt að segja að ég hafi verið
alinn upp á menningarheimili. Eg útskrif-
aðist úr framhaldsskóla í Bandaríkjunum
1986 og upp úr því var ég kominn í hljóm-
sveitarstúss sem tók hug minn allan. Ég
stofnaði hljómsveitina HAM með vinum
mínum Sigurjóni Kjartanssyni og Birni
Blöndal, sem nú er aðstoðarmaður borgar-
stjóra, árið 1987 og það var afskaplcga
skemmtilegt. HAM einsetti sér að verða
háværasta hljómsveit í Evrópu og við
gerðum okkar besta til að standa við það.
Meðfram hljómsveitastússinu var ég svona
að velta fyrir mér hvaða fræði ég ætti að
leggja stund á í háskóla og fór að vinna í
bókabúð Eymundsson og Almenna bóka-
félaginu, svona meðan ég gerði upp hug
minn. Það frekar hljóðláta starf var
skemmtileg andstæða við háværustu
hljómsveit í heimi og hentaði mér furðu
vel. I stuttu máli ílengdist ég þar og var í
bókabransanum í 25 ár. Og er ennþá að
velta fyrir mér fögunum og hvað ég ætla að
verða þegar ég verð stór.“
Ottarr kynntist konunni sinni, Svan-
borgu Sigurðardóttur, á pönktónleikum en
hún er í bókabransanum líka. „Við vorum
mjög lengi að vinna hjá sitt hvorum ris-
anum, ég hjá Máli og menningu en hún
hjá Eymundsson. Sem hentaði í raun og
veru mjög vel því það þýddi að við máttum
ekki að tala um vinnuna heima og þurftum
þess þar af leiðandi ekki. Hún er verslunar-
stjóri hjá Eymundsson í Austurstræti núna
og heldur tryggð við bækurnar. Ólíkt mér.“
Ég held að við höfum öll í Besta flokknum farið í
gegnum öll stig áfallafræðinnar dagana fyrir og eftir
kosningarnar 2010 þegar það var orðið Ijóst hvernig
færi og að við þyrftum að standa undir þessu.