Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 9

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 9
PROPPE: PÖNK OG PÓLITÍK Óttarr Ólafur Proppé alþingismaður á að baki langan feril í jafnólíkum starfsgreinum og bóksölu og pönksöng. Nokkur undanfarin ár hefur hann þó reynt sig á alveg nýjum vettvangi og það er mál manna að hann beri með sér ferskan andblæ inn í hefðavenjur stjórnmálanna. VIÐTA! BRYNHILDUR BJÖRNSDÓTTIR MYNDIR: PÁLL STEFÁNSSON. g er fæddur árið 1968 og alinn upp til skiptis í Hafnarfirði og Banda- ríkjunum þar sem foreldrar mínir voru í námi. Foreldrar mínir eru Olafur Proppé, sem var síðast rektor Kennara- háskólans, mikill skólamaður og skáta- maður og Pctrún Pétursdóttir, kennari og lengst af forstöðumaður Hafnarborgar menningarmiðstöðvar í Hafnarfirði, svo það er alveg hægt að segja að ég hafi verið alinn upp á menningarheimili. Eg útskrif- aðist úr framhaldsskóla í Bandaríkjunum 1986 og upp úr því var ég kominn í hljóm- sveitarstúss sem tók hug minn allan. Ég stofnaði hljómsveitina HAM með vinum mínum Sigurjóni Kjartanssyni og Birni Blöndal, sem nú er aðstoðarmaður borgar- stjóra, árið 1987 og það var afskaplcga skemmtilegt. HAM einsetti sér að verða háværasta hljómsveit í Evrópu og við gerðum okkar besta til að standa við það. Meðfram hljómsveitastússinu var ég svona að velta fyrir mér hvaða fræði ég ætti að leggja stund á í háskóla og fór að vinna í bókabúð Eymundsson og Almenna bóka- félaginu, svona meðan ég gerði upp hug minn. Það frekar hljóðláta starf var skemmtileg andstæða við háværustu hljómsveit í heimi og hentaði mér furðu vel. I stuttu máli ílengdist ég þar og var í bókabransanum í 25 ár. Og er ennþá að velta fyrir mér fögunum og hvað ég ætla að verða þegar ég verð stór.“ Ottarr kynntist konunni sinni, Svan- borgu Sigurðardóttur, á pönktónleikum en hún er í bókabransanum líka. „Við vorum mjög lengi að vinna hjá sitt hvorum ris- anum, ég hjá Máli og menningu en hún hjá Eymundsson. Sem hentaði í raun og veru mjög vel því það þýddi að við máttum ekki að tala um vinnuna heima og þurftum þess þar af leiðandi ekki. Hún er verslunar- stjóri hjá Eymundsson í Austurstræti núna og heldur tryggð við bækurnar. Ólíkt mér.“ Ég held að við höfum öll í Besta flokknum farið í gegnum öll stig áfallafræðinnar dagana fyrir og eftir kosningarnar 2010 þegar það var orðið Ijóst hvernig færi og að við þyrftum að standa undir þessu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.