Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 22

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 22
Magnús hefur reynt fyrir sér sem fyrirsæta. Það líkaði skákáhugafólki i Noregi illa og taldi að nú hefði hann misst áhugann á skákinni. trúði fólk því að þeir stæðu Bandaríkja- mönnum framar í framleiðslu á heimilis- tækjum. Var áætlanabúskapur Ráðstjórn- aríkjanna að slá sjálfvirkum framförum kapítalismans við? SKÁKAÐ Á HEIMAVELLI Kennedy ákvað að blása táknrænt til sókn- ar úti í geimnum og Bandaríkjamenn náðu að skora flott mark: Neil Armstrong stóð á tunglinu. Svo barst óværnt nýtt sóknarfæri upp í hendurnar á Bandaríkjamönnum. Hraða- upphlaup! Sérvitringurinn Bobby Fischer var ef til vill betri skákmaður en bestu menn Sovétríkjanna. Metingur stór- veldanna náði hámarki við skákborðið í Laugardalshöllinni. Núna 41 ári síðar er aðeins tekist á við taflborðið. Heiður og æra stórvelda er ekki í húfi. Skákin sjálf er í fyrirrúmi. MEISTARI ENDATAFLSINS Sem skákmaður varð Magnús ungur kunnur fýrir að fórna mönnum hiklaust fyrir betri stöðu. Þarna kemur enn fram að upphaflega beindist áhugi hans að stöðu á borðinu frekar en löngum leikfléttum. En þetta er áhættusamur stíll og hefur stund- um kostað tap en líka leitt til góðra sigra. Magnús á sér ekki uppáhaldsbyrjanir. Því getur verið erfitt að búa sig undir að mæta honum. Hafi hann hvítt virðist stundum sem tilviljun ráði vali á byrjun. Styrkur hans sem skákmanns kemur fyrst í ljós eftir að út í taflið er komið. Hann sér óvænta möguleika í hinum ýmsu stöðum og hann er bestur í endataflinu. Þetta kom vel fram í 9. skákinni í ein- víginu við Anand. Magnús virtist ekki hirða um að verjast stífri sókn að G7 reitn- um uppi í borði hjá sér en byggði þess í stað upp sigurstöðu í hinu horni borðsins. Anand gafst upp í stöðunni. Þessi eiginleiki að skynja fremur en reikna kemur sér h'ka vel í hraðskák og blindskák. Magnús hefur alltaf staðið sig vel á hrað- skákmótum þar sem tíminn er naumur og skákmaðurinn verður að skynja færi í stöð- unni. Hann tekur sér ekki tíma til að hugsa taflið til enda. Og í bhndskák er Magnús mikill refur. Hann þarf ekki að sjá borðið. LEIÐIN ÁTOPPINN Magnús er núna endanlega kominn á toppinn í skákinni. Hann varð 23 ára 30. nóvember og heimsmeistari viku fyrir afmælisdaginn. Hann náði undirtökunum þegar fyrir mitt einvígi. Fyrstu þrjár skák- irnar fóru í taugaspennu sem lauk með því að Magnús náði sigri í tveimur næstu skákum. Eftir það var sigur hans aldrei í hættu. Núna beinist athygh áhugamanna um skák inn á við og að heilanum. Ekki út á við og að stórveldametingi. Spurningin er ekki lengur hvort eitt hagkerfi sé öðru betra. Spurt er hvort heili heimsmeistara sé öðru vísi en heili annarra. Núna voru bara tveir menn við skák- borðið, ekki tvær stórþjóðir eins og var í Laugardalshöhinni 1972. Engu að síður er þetta eitt sögulegasta einvígið um heims- meistaratignina. Munurinn á tveimur bestu skákmönnum heims var meiri en menn héldu. SKÝ 22 SKÝ 6. tbl. 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.