Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 6
Útgefandi: Heimur hf. - Öll réttindi áskilin. Ritstjórar og ábyrgðarmenn: Benedikt Jóhannesson og Jón G. Hauksson.
Útlitshönnun: Ágústa Ragnarsdóttir - Argh ehf. Ljósmyndir: Geir Ólafsson, Páll Stefánsson, Páll Kjartansson o.fl.
Blaðamenn/greinarhöfundar: Brynhildur Björnsdóttir, Eirik Sördal, Erla Gunnarsdóttir, Glsli Kristjánsson,
Hilmar Karlsson, Páll Ásgeir Ásgeirsson, Ragnheiður Þórdís Gylfadóttir, Solveig Jónsdóttir, Svava Jónsdóttir
og Vigdís Stefánsdóttir.
Auglýsingastjóri: Inga Halldórsdóttir. Prentun: (safoldarprentsmiðja hf.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Heimur hf. Borgartúni 23,105 Reykjavlk. Slmi: 512-7575.
Tilgangur lífsins
egar dagur er stystur gefst lengri tími en ella til heimspekilegra
vangaveltna. Hver er tilgangur lífsins? Er allt stritið til þess
eins að fylla upp í tímann milli fyrsta og síðasta andartaks í
lífi sérhvers manns? Engir hafa lifað jafnmikla breytingatíma og
þeir sem nú lifa. Erum við hamingjusamari núna en forfeður okkar
voru?
Þórbergur Þórðarson skrifaði á sínum tíma um dýrkunina á
fátækt listamanna. Af einhverjum ástæðum töldu margir að kröpp
kjör væru beinlínis forsenda þess að listamenn gætu þroskast og náð
árangri. Þórbergur dró þessa kenningu sundur og saman í háði.
Öðru hvoru lýsa rómantískir hugsjónamenn því yfir að Islendingum
hafi liðið miklu betur í torfkofunum en í sterílum steinkumböldum
nútímans.
í mörgum leynist lítill Rousseau, sem hélt því fram að við ættum
að hverfa aftur til náttúrunnar. Samt vekur það ekki sérstaka
hrifningu þegar náttúran kemur í heimsókn til okkar í formi
myglusveppa sem leggja heilar fjölskyldur í einelti. Allir auglýsa að
þeirra framleiðsla sé „hrein náttúruafurð". En í náttúrunni eru
margar eitraðar plöntur sem geta gert út af við fílhraust fólk í fyrsta
munnbita.
Læknisfræðinni fleygir fram, en ýmsir sjúkdómar eru miklu
algengari nú en áður, til dæmis ofnæmi af ýmsu tagi. Kannski er
áreitið nú annað og meira en áður, alls kyns gerviefni eru nú hluti af
okkar umhverfi, efni sem ekki voru til fyrir nokkrum áratugum. Ef
til vill er ástæðan einmitt öfug, áreitið er miklu minna en það var í
gömlu torfbæjunum þegar menn og dýr bjuggu í nánu sambýli og
skrúbbar og klórefni voru ekki stöðugt á lofti.
Tölvurnar verða sífellt stærri, smærri og hraðvirkari. Sífellt koma
fram ný og fullkomnari forrit. Hvernig stendur þá á því að þrátt
fyrir allar þær upplýsingar sem fyrir lágu og alla þá reiknigetu og
þekkingu sem menn búa nú yfir varð einhver mesta kreppa sem um
getur í sögunni af mannavöldum? Getur verið að við höfum ekki
yfir að búa þeirri visku sem við héldum? Eða fara dómgreind og
greind ekki alltaf saman?
Einhvern tíma hefði sérhvert fermingarbarn vitað hver það væri
sem vissi allt og væri alls staðar nálægur. Nú á tímum myndu margir
væntanlega telja að það væru Gúgúll og Þjóðaröryggisráð
Bandaríkjanna. Við hljótum að spyrja hvort þekkingin sé alls staðar
til góðs.
Afi minn var vinnusamur maður. Einhverju sinni var sonur hans
að hneykslast á því að menn væru að taka sér frí í stað þess að vera í
vinnunni og hefur eflaust haldið að sú skoðun félli vel í kramið. En
þá svaraði afi: Tilpess erum við nú að puða að geta notið lífsins inn d
milli.
Benedikt Jóhannessott
6 SKÝ 6. tbl. 2013