Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 38
AUGNHEILSA
SJÓNLAG í GLÆSIBÆ:
OPNAÐU AUGUN
FYRIR FRELSINU
Sjónlag er stór augnlæknastöð sem býður heildarþjónustu varðandi
allt sem hefur með augu að gera. Markmiðið er fyrst og fremst að bæta
lífsgæði fólks með sérhæfðri þekkingu og nýjustu tækni.
TEXTI: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR
Nútímafólk gerir stöðugt meiri kröfiir
til heilsufars en áður og leggur
mikið upp úr lífsgæðum og þar er
sjónin mjög mikilvæg," segir Kristinn Olafs-
son, framkvæmdastjóri Sjónlags. „Almennt
séð er fólk miklu virkara í dag en það var
fyrir nokkrum ámm síðan. Það er t.d. orðið
mun algengara að fólk gangi á fjöll, stundi
hlaup, hjólreiðar og skíðamennsku og þá vilja
gleraugun flækjast fyrir. Fyrir marga sem
vinna útivinnu, eins og iðnaðarmenn, sjó-
menn og bændur, getur verið hamlandi að
vera með gleraugu og er þá til nokkurs unnið
að geta losnað við þau. Hvort sem um er að
ræða sjónskekkju, fjarsýni, nærsýni eða ann-
að, hjálpum við viðkomandi að finna bestu
mögulegu lausn en þær geta verið margar.“
FRAMTÍÐIN í SJÓNLAGSAÐGERÐUM
Hjá Sjónlag vinna fimm augnlæknar sem
hafa hver um sig mismunandi sérþekkingu.
Einnig starfa þar tveir sjóntækjafræðingar og
fjórir hjúkrunarfræðingar ásamt öðm fag-
fólki. Stöðin býður upp á tvær fullkomnar
skurðstofur fyrir aðgerðir og nýjustu og
fullkomnustu lasertækin. Nýjasta lausnin
sem Sjónlag býður upp er hníflaus sjónlags-
aðgerð og kallast Femto-LASIK. Þessi
aðferð hefur tekið við sem gullstandardinn í
sjónlagsaðgerðum um allan heim, en hún
byggist á því að gerður er flipi á hornhimn-
una með Femto laser í stað þess að nota hníf
og hornhimnan síðan mótuð með nýjum
augnlaser. Þessi aðferð gerir að verkum að
hornhimnan er sterkari eftir aðgerðina,
nætursjón er betri, þurrkur er minni og
fylgikvillar færri auk þess sem augað er
fljótara að jafna sig eftir aðgerðina.
FUÓTLEG AÐGERÐ
„Við getum tekið sem dæmi 35 ára ein-
stakling sem hefur alla sína ævi gengið með
gleraugu, er með fjarsýni og sjónskekkju og er
orðinn þreyttur á gleraugunum,“ segir
Kristinn. „Viðkomandi fer í ítarlega forskoð-
un þar sem metið er hvort hann eða hún geti
farið í sjónlagsaðgerð. Laseraðgerðin tekur
örskamma stund, aðeins um 10 mínútur að
meðhöndla auga. Að aðgerð lokinni fer
viðkomandi heim og leggur sig og getur horft
á sjónvarpið um kvöldið án gleraugna. Hjá
Sjónlagi er einnig boðið upp á aðra tegund
sjónlagsaðgerða er kallast augasteinaskipti en
þá er augasteini skipt út. Þetta er algeng
aðgerð hjá fólki eldra en 70 ára sem hefiir
fengið ský á augastein. Það færist hins vegar í
vöxt að yngra fólk fari í slíkar aðgerðir því
laseraðgerðir henta yfirleitt ekki fólki eldra en
55 ára. Augasteinaaðgerðir taka sömuleiðis
stutta stund en geta gjörbreytt lífi fólks. Hægt
er að fá augastein með ákveðnum styrk og
laga þannig til dæmis nærsýni og fjarsýni.
Einnig er hægt að fá fjölfókusaugasteina sem
lagfæra bæði nærsýni og fjarsýni í sama aug-
anu. Þessir augasteinar duga út ævina og
þessu fylgir h'ka sá góði kostur að þeir sem
em með þá fá ekki ský á augasteina eins og
algengt er hjá eldra fólki. Væntanlega munu
um og yfir 90% þeirra sem nú em 40 ára og
yngri fara í augasteins-aðgerð á ævinni.”
Að lokinni laseraðgerð fer viðkomandi heim og
leggur sig og getur horft á sjónvarpið um kvöldið
án gleraugna.
Óskar Jónsson augnlæknir í augasteinsaögerð.
Ólafur Már Björnsson augnlæknir í laseraðgerð.
ÓDÝRARI AÐGERÐIR HÉR
Sjónlag leggur áherslu á að halda kostnaði
við aðgerðir í lágmarki svo sem flestir geti
notið þeirra. „Hingað koma til dæmis
margir frá Færeyjum því aðgerðirnar hér
em mun ódýrari en í okkar nágranna-
löndum,“ segir Kristinn. „Við emm með
stuttan biðtíma og dugar að koma í 3-4
daga hingað til lands ef fara á í sjónlags-
aðgerð. Það getur munað ansi miklu á
verðinu og við bjóðum mjög góða þjónustu
bæði hvað varðar gæði og öryggi.“
ÖRYGGIÐ í FYRSTA SÆTI
Alltaf koma upp spurningar um öryggi og
segir Kristinn það eðlilegt. Sjónin er afar
dýrmæt og fæstir vilja taka áhættu með hana.
„Það hafa ansi margir farið í sjónlagsaðgerðir
hjá okkur og öðmm og reynslan segir okkur
að áhættan sé afar lítil á því að eitthvað fari
úrskeiðis. Mikilvægast er að gera ýtarlega
forskoðun og finna þær lausnir sem henta
hverjum og einum best. Okkar reynsla er sú
að um 80% einstaklinga geta farið í laserað-
gerðir. Við gætum þess að öryggis sé gætt í
hvívetna og teljum okkur vera þar í farar-
broddi,“ segir Kristinn að lokum. SKÝ
38 SKÝ 6. tbl.2013