Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 32
hann í sjálfu sér kom mér inn í þetta. Þetta
fannst mér fljótt skemmtileg íþrótt enda
alltaf haft gaman af því að vera úti.“
Hann segir að hraðinn hafi líka heillað,
spennan og áhættan. „Eg er spennufíkiU
og mér finnst gaman að lifa á ystu brún.
Skíðaíþróttin hentaði mér einnig vel þar
sem hún er einstaklingsíþrótt en ég er
meiri einstaklingsíþróttamaður; mér finnst
leiðinlegt ef aðrir klúðra hlutunum svo
mér finnst betra ef ég geri það sjálfur."
ÞRENNIR ÓLYMPÍULEIKAR,
HEIMSMEISTARATITILL OG
31 ÍSLANDSMEISTARATITILL
Björgvin hefur tekið þátt á þrennum
Olympíuleikum á ferlinum, tekið þátt í 48
heimsbikarmótum úti um allan heim og
keppti á sex heimsmeistaramótum.
Hann var fimm ára þegar hann keppti á
skíðum í fyrsta skipti.
Á yngri árum tók hann þátt
á Andrésar andarleikunum þar sem hann
sigraði tvisvar sinnum og næstu árin vann
hann hvert unglingameistaramótið af öðru
en hann var Islandsmeistari unglinga þrjú
ár í röð - 13-15 ára í svigi og stórsvigi.
Hann vann auk þess hin ýmsu bikarmót.
„Ég man að ég vann eitt svigmót á 16
sek-úndum; það þótti vera mjög gott.“
Hann keppti fyrst erlendis í Noregi
þegar hann var í 10. bekk. „Ég keppti á
Coca Cola Cup í Noregi og stóð mig
ágætlega - endaði í 9. sæti.“
Þar var fylgst með Islendingnum og var
honum í kjölfarið boðið að setjast á
skólabekk við skíðamenntaskóla í Noregi.
„Ég flutti út 16 ára og keppti fyrsta árið
mikið á alþjóðlegum fismótum bæði í
Noregi og Svíþjóð og gekk mér ágætlega.
Ég lækkaði þessi alþjóðlegu fisstig mín
hægt og rólega og gekk alltaf betur og
betur. Annað árið í skíðamenntaskólanum
varð ég svo heimsmeistari unghnga sem
kom mér virkilega á óvart. Það hafði svo
sem gengið vel en ekki það vel að ég ætti
von á að vinna mótið; það kom í rauninni
öllum á óvart. Þetta ár, 1998, var árið sem
lyfti mér upp og ég fékk trú á því að ég
gæti orðið góður á skíðum á heimsvísu."
Hann var orðinn bestur í heiminum á
sínum aldri í stórsvigi og um tvítugt færð-
ist hann nær því að vera á meðal fremstu
skíðamanna heims. Á næstu árum vann
Björgvin 31 Islandsmeistaratitil ásamt
fjölda alþjóðlegra ÉIS sigra bæði hérlendis
og erlendis.
„Mér finnst mesta afrekið vera þegar ég
endaði í 24. og 25. sæti á
heimsbikarmótum sem haldin voru í
Zagreb í Króatíu árin 2009 og 2010. Það
er annar besti árangur íslensks skíðamanns
frá upphafi.
Ég var búinn að bíða svo lengi eftir því
að það myndi gerast og þar keppa allir
bestu skíðamenn í heimi. Markmið mitt
var alltaf að vera góður í heimsbikar og
að komast í aðra umferð í heimsbikar
var gríðarlegt markmið en aðeins 30
fyrstu eftir fyrri ferð fá að taka þátt
í seinni ferðinni.“
Björgvin reyndi alltaf að halda
sömu rútínu hvað æfingar varðar,
hvort sem hann var að fara að taka þátt
í Islandsmeistaramótum, heimsbikars-
mótum eða Olympíu-leikunum „Ég lagði
áherslu á að halda alltaf sama dampi til að
verða ekki stressaður fyrir stórmót."
Hann segir að undirbúningur hafi farið
mikið fram á sumrin. „Sumarið er lykil-
atriði fyrir skíðamanninn. Ég æfði mig
tvisvar á dag; gerði þrekæfingar, styrktar-
æfingar og hljóp.“
ERFITT AÐ HÆTTA
Hann var 31 árs þegar hann hætti í
atvinnumennsku árið 2011.
„Þetta var erfiðasta ákvörðun sem ég hef
tekið. Mér fannst ég ekki vera búinn að
gera það sem ég hafði stefnt að og mér
fannst ég vera þvingaður til að hætta.
Þessa ákvörðun tók ég hins vegar að
vandlega íhuguðu máli þegar ég taldi sýnt
að Skíðasamband Islands gæti ekki veitt
mér þann stuðning sem mér væri nauð-
synlegur til að komast í allra fremstu röð
32 SKÝ 6. tbl. 2013