Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 20
ÆVI OG FERILL:
Fullt nafh: Svein Magnus 0en Carlsen.
Fæddur í Túnsbergi í Suður-Noregi 30. nóvember 1990, sonur
Henriks Carlsen og Sigrunar 0en. Þau eru bæði verkfræðingar.
Fjölskyldan bjó utanlands þar til Magnus var átta ára. Hafa eftir
það búið í Bærum, vestan Óslóar.
2000-2003 > Teflir á mörgum minni mótum, alls yfir 300
skákir sem gáfu stig hjá FIDE og varð alþjóðlegur meistari.
2004 > Magnús vekur athygli á alþjóðavettvangi í upphafi árs
á skákmótinu í Wijk aan Zee í Hollandi. Nær þar 13 ár gamall
fyrsta áfanga að stórmeistaratitli. Raðar síðan inn áföngunum og er
orðinn stórmeistari í lok apríl aðeins 13 ára, 4 mánaða og 27 daga
gamall. Er þá yngsti stórmeistari heims og fjórði yngsti í sögunni til
að verða stórmeistari. Var með í forkeppni heimsmeistaramótisns
þetta ár, yngstur allra, og síðar á árinu Noregsmeistari í skák.
2005 > Varð tíundi í röðinni á áskorendumótum ársins og
einn 16 sem kepptu um réttinn til að skora á heimsmeistarann.
Féll úr keppni en var yngsti skákmaður sögunnar til að tefla í
áskorendaeinvígum.
2006 > Telfdi á 12 alþjóðlegum mótum með góðum árangri.
Varð aftur norskur meistari.
2009 > Komst í 4. sæti á heimslistanum. Vann Anand í
fyrsta sinn á stórmóti. Varð í öðru sæti á minningarmóti um
skákmeistarann Tal í Moskvu. 10 sterkustu skákmenn heims voru
á mótinu. Var stigahæsti skákmaður heims við árslok með 2810
FIDE-stig.
2010 > Telfdi ekki mikið eða á aðeins 5 mótum. Hélt stöðu
sinni sem stigahæsti skákmaðurinn.
2011 > Var á átta stórmótum og var í 1. til 3. sæti á þeim öllum.
Jafnbesti árangur á stórmótum til þessa.
2012 >Náði2861 stigum og varð þannig stigahæsti skákmaður
sögunnar.
2013 > Avann sér rétt til að skora á heimsmeistarann Anand.
Árangurinn annars misjafn á stórmótum. Sigraði Anand í
einvíginu um heimsmeistaratignina.
Magnús vakti ungur alþjóölega athygli í skákheiminum.
2007 > Sigraði Vaselin Topalov, stigahæsta skámann heims
þá á móti í Linares. Stærsti sigur Magnúsar til þessa. Náði á árinu
meira en 2700 FIDE-stigum.
2008 > Tefldi á fjölmörgum mótum og komst í hóp 10
sterkustu skákmanna heims. Náði 5. sæti á lista FIDE.
20 SKÝ 6. tbl. 2013