Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 25

Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 25
Jack Ruby var að hugsa um Jackie og börnin. Hann hélt sig alltaf við þennan framburð sinn. Hann vildi, sagði hann, hlífa ekkju forsetans við að sitja í réttarsal andspænis morðingja manns síns. Nú bendir allt til að hann hafi sagt satt um ástæður sínar. En hverju breytir það um sjálfa gátuna: Af hverju var Kennedy myrtur? FLESTAR SAMSÆRISKENNINGAR Fá morð ef nokkur hafa leitt til jafnmargra samsæriskenninga og morðið í Dallas 22. nóvember 1963. Bandaríkjaforseti var skotinn til bana af leyniskyttu þar sem hann ók í opnum bíl. Lee Harvey Oswald skaut af riffli út um glugga á sjöttu hæð byggingar við Dealey Plaza. Hann vann þar hjá Námsgagnastofnun og hafði búið um sig í lagerherbergi með útsýn yfir boðaða ökuleið forsetabílsins. Oswald var handtekinn eftir flótta þar sem hann myrti lögreglumanninn J. D. Tibbit en var síðan myrtur sjálfur af Jack Ruby í höndum lögreglunnar. Oswald sagði aldrei frá tilgangi sínum með tilræðinu og hvort aðrir hefðu verið með í ráðum. Rannsóknarnefndir hafa skilað skýrslum, bækur verið skrifaðar og kvikmyndir gerðar til að varpa ljósi á það sem gerðist í Dallas. Oswald er opinberlega skráður morðinginn, samkvæmt niðurstöðu hinnar kunnu Warren-nefndar, en aldrei hefur tekist að taka af öll tvímæli í morðrann- sókninni. LEYND AFLÉTT ÁRIÐ 2017 Nú munu sum gögn lögreglu glötuð en önnur enn leynileg. Leynd verður ekki létt af síðustu skjölunum fyrr en árið 2017. Þessi atvik öll eru sem frjósöm mold fyrir nýjar og nýjar samsæriskenningar sem spretta upp á hverju ári. Vincent Bugliosi, höfundur bókar um Kennedy-morðið, kunnur lögmaður vestra og ákafur áhugamaður um morðið, segir að alls hafi 42 hópar manna, 82 leyniskyttur og 214 menn verið bendlaðir við drápið á forsetanum. Annar frægur rannsakandi morðsins er Dave Perry, fyrrum trygging- aráðgjafi. I þessum hópi áhugamanna eru líka Jim heitinn Garrison, saksóknari í New Orleans og kvikmyndaleikstjórinn Oliver Stone. forsetanum, óttast að verða settur af sem varaforseti við næstu kosningar og því viljað verða fyrri til og ryðja Kennedy úr vegi. Tengd þessu er kenningin um hlut mafíunnar. Sá möguleiki hefur verið rannsakaður ítarlega en án niðurstöðu. Kenningin er að mafían í Suðurríkjunum undir forsytu Carlos Marcello í New Orleans hafi óttast mjög Robert Kennedy, dómsmálaráðherra, sem skar upp herör gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Marcello vissi hins vegar að þetta var ekki sérstakt áhugamál Lyndons B. Johnsons vara- forseta. Sterkasti leikurinn í stöðunni hjá mafíunni var að myrða forsetann og koma varaforsetanum til valda. Þessi kenning styðst við þá staðreynd að Jack Ruby, morðingi Oswalds, var lauslega tengdur mafíunni. Hann fékk það hlutverk að myrða morðingjann svo ekkert kæmist upp. En Ruby sagðist hafa verið einn að verki og með Jackie og börnin í huga. Hann dó í upphafi árs 1967. HVAÐ UM VARAFORSETANN? Því hefur líka verið haldið fram að Lyndon B. Johnson varaforseti hafi haft litlar mætur á Ruby vildi hlífa ekkju forsetans við að sitja í réttarsal andspænis morðingja manns síns SiiscrB"" á>“ SEÐLABANKINN EÐA HÓPUR HOMMA Ein kenning gengur út á að Seðlabanki Bandaríkjanna hafi látið myrða Kennedy. Atvik áttu að vera þau að Kennedy ákvað að bankinn skyldi heyra undir Fjármála- ráðuneytið en hann var í raun á valdi alþjóðlegrar og leynilegrar fjármálaklíku. Til að bjarga stöðu sinni lét klíkan myrða forsetann. Onnur kenning er að hópur homma hafi ákveðið að fremja hinn fullkomna glæp gegn samfélaginu og myrða forsetann. I upphafi rannsóknarinnar var þetta talinn möguleiki. Ein kenning er að Israels- stjórn hafi staðið að baki morðinu vegna þess að Kennedy vildi ekki að ísrael eignaðist kjarnavopn. ísraelski kjarneðlis- fræðingurinn Mordechai Vanunu ku hafa vitnað um þetta en sannanir eru engar. Þá hefur því verið haldið fram að leyniþjónustan CIA hafi látið drepa Kennedy vegna þess að hann sýndi leynilegum gögnum stofn- unarinnar um komur fljúg- andi furðuhluta - FFH - mikinn áhuga. Sannanir fyrir þessu eru leynilegar. Ein kenning er að George Bush eldri hafi staðið að baki morðinu. Hann á að hafa verið í Dallas umræddan dag. Aðrar sannanir mun þó skorta. 6. tbl. 2013 SKÝ 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.