Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 16
MUGISON: Þetta var algjört bliss í fyrstu skiptin
en þegar við vorum að óverdúbba og mixa
fórum við alla leið til helvítis með þetta. Það
var mikil örvænting og spenna en við erum
snillingar og klárum verkin.
borðuðum góðan mat og eftir fjóra tíma í
pottinum og eftir að hafa dansað saman
inn í nóttina vorum við vel stemmdir til að
æfa fleiri lög. Eftir þessar hljóðupptökur
vorum við allt í einu komnir með 30 lög,“
útskýrir Omar og Mugison skýtur bros-
andi inn í: „Það var vel hægt að sjá það á
puttunum á okkur hversu langur tími var
liðinn í pottinum!“
Á GÖLDRÓTTUM STAÐ
Nú voru góð ráð dýr og félagarnir þurftu
að velja þrettán lög til að einblína á fýrir
fýrstu hljómplötu Dranga. Þeir náðu að
hrista lögin fram úr erminni en síðan var
textasmíðin eftir.
„Við eyddum viku í ágúst á Borgarfirði
Eystri þar sem við hittumst á kaffihúsi á
morgnana, ræddum fýrst málin saman en
síðan fórum við í sitt hvert hornið til að
vinna,“ segir Jónas og Mugison rifjar upp
dvölina þar.
„Þetta var ótrúlegt að vera með þessum
hópi á Borgarfirði Eystri, þessum göldrótta
stað. Þar létum við okkur dreyma og ég
fann vel að það var annar kraftur þarna en
á Súðavík og mikil náttúruleg orka. Það
var svona extra fýrir mig að fara á annan
stað því við höfðum byrjað heima og við
fundum hvað okkur leið vel saman og
langaði að gera þetta af heilum hug.“
VÍRAÐIR AF KAFFI OG KÆRLEIKA
„Það var orðið verulega skemmtilegt á
þessum tíma því þetta var leikur fýrst og
ÓMAR: Við erum svakalega stoltir af þessu,
þetta er bara gleði. Öll samtöl og vegferð að
fæðingunni var fegurð út í gegn. Þetta var samt
líka erfitt á köflum en hvað er það ekki sem
manni þykir vænt um?
við ætluðum að sjá hvað myndi verða úr
þessu en síðan gerðist allt mjög hratt. Fyrir
mig er mjög spennandi að vera aftur í
bandi, sérstaklega með þessum snilling-
um,“ segir Jónas brosandi.
Mugison bætir við: „Já, segi það með þér,
það er æðislegt, eiginlega eitthvað alveg
klikkað við það. Síðan er ekki verra að vera
með trommusnilling innanbúðar og
gítarprins og svo er enginn sem kann á
hljóðfæri í þessu bandi nema ég,“ segir
hann og hlær við til félaga sinna.
„Við vissum ekki hvað Drangar væru í
byrjun, hvernig band er þetta, mjúkt, hart
eða þarna á milli, eða eitthvað allt annað?
En ég hafði allavega sannfæringu fýrir því
að þetta væri eitthvað. Samvinnuskrefið
var flókið mál og við vorum fram á síðasta
dag að velja lögin,“ útskýrir Jónas.
„I lokin vorum við komnir með eitthvað
sem var okkur öllum hjartfólgið en við
urðum auðvitað að gera málamiðlanir og
allir urðu að samþykkja hverja nótu og
hvert orð,“ lýsir Omar og Mugison botnar
samræðuna:
„Þetta var algjört bliss í fýrstu skiptin en
þegar við vorum að óverdúbba og mixa
fórum við alla leið til helvítis með þetta.
Það var mikil örvænting og spenna en við
erum snillingar og klárum verkin, vel
víraðir af kaffi og kærleika. En í gegnum
gleði og þrautseigju, já í þessu bræðralagi,
þá fundum við að það var komið að
einhverju Drangalegu."
JÓNAS: Eftir einn sólarhring vorum við komnir
með þrettán númer og við fundum að við áttum
auðvelt með að tjá okkur saman í tónlist. Tján-
ingin var ákaflega hrein á milli okkar og þetta
flæddi allt mjög eðlilega.
STOLTIR AF ÚTKOMUNNI
Fyrsta platan hefur fengið góðar viðtökur
og afrakstri Dranga-samstarfsins því verið
vel tekið.
„Við erum svakalega stoltir af þessu,
þetta er bara gleði. Öll samtöl og vegferð
að fæðingunni var fegurð út í gegn. Þetta
var samt líka erfitt á köflum en hvað er það
ekki sem manni þykir vænt um? Þetta er
allt gert í svo mikilli einingu og við föðm-
uðumst og tókumst í hendur í lokin,“
útskýrir Ómar.
„Okkur finnst útkoman frábær og það
var gott að klára. Það er allt eitthvað svo
rétt við þetta ferli og útkomuna. Þetta er
eins og að eignast barn, maður fær það upp
í hendurnar og hvert hefur sinn karakter
og maður tekur því eins og það er. Ég held
að við höfum náð svona vel saman út af því
að við erum á svipuðu stigi í tónlistinni og
þurftum því ekki að byrja á byrjunarreit
þegar við hittumst fýrst. Við fmnum sterkt
að við eigum fullt eftir og það er mjög
gaman að vera með nýtt fyrirbæri í hönd-
unum,“ segir Jónas og Mugison bætir við:
„Ég vil meina að þetta samstarf sé algjört
einsdæmi í íslenskri tónlistarsögu því að
yfirleitt er einhver forseti í hópnum sem
ræður nánast öllu en við höfum verið mjög
samhentur hópur, svona kraumandi súpa
sem er búin að krauma lengi. Það er alveg
æðislegt. Þetta hefiir verið fílingur út í gegn
og spennandi kemistría í gangi sem gengur
svona vel upp. Ég segi stundum bara vá í
huganum yfir þessu. Halelúja!" SKÝ
16 SKÝ 6. tbl. 2013