Ský - 01.12.2013, Blaðsíða 40
AUGNHEILSA
LaserSjón VIÐ ÁRMÚLA:
SJÓNIN ER EINS OG SKYNSEMIN
- VERSNAR EKKI VIÐ NOTKUN
Flestir taka því sem sjálfsögðum hlut að geta séð en með aldrinum breytist sjónin og versnar. Þórður Sverrisson
augnlæknir hjá LaserSjón hefur langa reynslu í augnlækningum og augnaðgerðum.
TEXTI: VIGDÍS STEFÁNSDÓTTIR
Augað er ílott og flókin hönnun og
virkar þannig að ljós fellur inn í það
ffá umhverfinu. Fremri hluti augans,
homhimna og augasteinn fókusera myndina
á sjónhimnuna. Þar á sér stað flókin úrvinnsla
og ljósinu er breytt í taugaboð sem berast um
sjóntaugar og sjónbraut til heila þar sem lesið
er úr þeim og við sjáum mynd. Sjónin skipt-
ist í miðlæga sjón, lestrar- og litasjón og svo
hhðarsjón. I augnbotninum er guli bletturinn
þar sem er skarpa sjónin sem notuð er við
lestur og þar er litaskynið. Aðrir hlutar augn-
botnsins annast hliðarsjónina, gefa sjónsvið
svo við áttum okkur á hvar við erum og
skynjum hreyfingu. Þetta skýrir einkenni
sumra augnsjúkdóma og er sniildarkerfi.“
NÆRSÝNI OG FJARSÝNI
„Þrennt ræður því hvar í auganu myndin er í
fókus: Ljósbrot hornhimnu og augasteins og
lengd augans. Futlkomið auga er með alla
ljósgeislana í fókus á augnbotninum. Við
fæðumst öll fjarsýn en verðum gjarnan nær-
sýn á unglingsárum þegar augað breytist í
hlutföllum þannig að fókuspunkturinn fellur
framan við augnbotninn. Þá sér maður vel
nálægt sér en illa lengra frá. Við íjarsýni er
myndin í fókus aftan við augnbotninn. Með
aldrinum dvínar hæfni augasteinsins til að
fókusa og algengt er að um fertugt sé fólk
farið að sjá smátt letur illa nálægt sér. Það er
enginn ávinningur af fjarsýni en þeir nær-
sýnu hafa þó það gagn af sinni sjón að þurfa
oft ekki gleraugu við lestur þótt þeir séu
komnir af léttasta skeiði,” segir Þórður.
SJÓNSKEKKJA OG AUGNSJÚKDÓMAR
„Það er erfitt að útskýra sjónskekkju og orðið
er sumpart villandi, því hvað er skakkt?" spyr
Þórður. ,A-Ugað á að virka eins og hálfkúla
þannig að allir ljósgeislar fókuserist í einn
punkt og þá er myndin skörp. Sé hálfkúlan
Þórður Sverrisson augnlæknir.
ekki fullkomin verður brennipunkturinn ekki
einn heldur fleiri og þá vantar skýrleika á
myndina. Orðið sjónskekkja raglast oft saman
við að eitthvað sé skakkt eins í tileygðu fólki.
Flestir hafa einhverja Ijarsýni, nærsýni eða
sjónskekkju og fæstir hafa nákvæmlega eins
sjón á hægra og vinstra auga.“
HVAÐ Á AÐ GERA TIL AÐ BÆTA
SJÓNINA?
Hvort er betra, gleraugu/linsur eða aðgerð?
„Það einfaldasta er best,“ segir Þórður. „Ef
gleraugu virka og viðkomandi líður vel með
þau, er best að halda þeim. Ef gleraugun
pirra eða þörf er á mörgum við hinar ýmsu
aðstæður, má segja að aðgerð sé betri. Margir
vilja tvískipt gleraugu en það tekur tíma að
venjast þeim og þau þarf að „ganga til“ eins
og nýja skó. Aðgerðum til að losna við gler-
augu og linsur hefúr fjölgað mjög en fýrsta
laseraðgerðin hérlendis var gerð fýrir rúmum
13 áram þó miklu lengra sé síðan farið var að
skipta um augasteina í fólki í sama tilgangi.
Það kemur sér vel fýrir þá sem ekki hentar að
fara í laseraðgerðir og einkum mikið ijarsýna.
Einnig er hægt að leiðrétta sjón með því að
skipta um augasteina. Þeir augasteinar era
nokkuð dýrir en notkun þeirra mun aukast
mikið á næstu áram.“
ÓDÝRARA HÉR Á LANDI
Með laseraðgerð er löguninni á hornhimn-
unni breytt og sjónin leiðrétt. „Ef ædunin er
að losa fólk við gleraugu má ekkert mæla
gegn því. Augnskoðun á að vera eðlileg,
augun ekki þurr eftir áratuga linsunotkun eða
gláka til staðar. Það verður að undirbúa fólk
vel því þetta er svipað og að fá ný gleraugu og
svona ný heimssýn verður að gangast til eins
og skórnir til að byija með,“ segir Þórður.
„Laser er betri á nærsýni en fjarsýni. Vanda-
mál era sjaldgæf enda væri annars erfitt að
gera þessar aðgerðir í þeim mæli sem raunin
er. Ef um vandamál er að ræða koma þau
oftast fram á fyrstu 24 tímunum. Þeir sem
koma hingað erlendis frá era hér í þijá daga.
Fyrsta daginn er undirbúningur, næsta dag
aðgerðin, árangur metinn þriðja daginn og
farið heim. Ein ástæða þess að fólk kemur
hingað, fyrir utan góðan árangur af aðgerðun-
um, er að hér kostar þetta 250 - 300 þúsund
en um 500 þúsund erlendis. Upphaflega var
40 SKÝ 6. tbl. 2013